Óttinn við samkeppni Starri Reynisson skrifar 8. mars 2021 12:00 Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg. Brugghúsin sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eru 25 talsins og samanlagður hlutur þeirra af álagningu áfengisgjalds á síðasta ári var um 4%. Mörg þessara 25 brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni, og þarf af allnokkur ekki í nágrenni við verslanir ÁTVR. Einörð varðstaða ÁTVR um einokunarstöðu sína og sá mikli ótti við samkeppni sem endurspeglast í umræddri umsögn fyrirtækisins vekur áleitnar spurningar um framtíð þess og erindi. Standi einokunarrekstur ÁTVR það veikt að svo smávægileg breyting valdi forsendubresti hans hlýtur það að gefa tilefni til að endurskoða rekstur og jafnvel tilvist fyrirtækisins. Umhverfi áfengissölu á Íslandi er ósköp forneskjulegt. Umrætt frumvarp dómsmálaráðherra er lítið skref í framfaraátt. Upprunaleg mynd frumvarpsins gekk þó lengra og heimilaði innlenda netverslun með áfengi, þannig að íslenskir söluaðilar stæðu jafnfætis erlendum. Það hefði verið annað lítið framfaraskref, en ráðherrann féll frá því til að friðþægja íhaldsöflin innan stjórnarflokkana. Í flestum löndum í kringum okkur er smásala áfengis frjáls. Það er breyting sem við ættum að ráðast í. Sú breyting myndi gera fólki kleift að versla áfengi samhliða öðrum heimilisinnkaupum, eykur þannig lífsgæði og dregur úr bæði ferðatíma og almennri umferð. Það myndi líka styrkja rekstrargrundvöll bæði áfengissölu og matvöruverslanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og búa til möguleika á ýmiskonar skemmtilegum sérvöruverslunum. Þá skapar samkeppnin hvata til að huga að hagkvæmni og hágæðaþjónustu sem eru ekki til staðar í einokunarumhverfi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Viðreisn verið sá flokkur sem talar skýrast fyrir því að þetta stóra skref verði tekið. Afnám á banni við áfengisauglýsingum væri annað stórt heillaskref sem gott væri að taka. Nýjasta auglýsingaherferð Thule undir slagorðinu “Thule bruggar léttbjór bara til að auglýsa” sýnir vel fram á fáránleika bannsins. Erlend tímarit þar sem áfengisauglýsingar blasa gjarnan við eru til sölu víða um land og þá eiga þær einnig til að dúkka upp á samfélagsmiðlum. Það myndi hjálpa brugghúsum mjög fengju þau að njóta jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila þegar kemur að auglýsingum, en á sama tíma gæti það aukið auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla og þannig verið liður í að bæta rekstrargrundvöll þeirra. Viðhorf ÁTVR gagnvart aukinni samkeppni í smásölu og bersýnilegur ótti við hana vekur líka upp spurningar um skoðanir fyrirtækisins á börum og skemmtistöðum. Það er ekki úr vegi að reikna með því að lokanir síðustu mánaða hafi skilað sér í auknum tekjum til ÁTVR. Mun fyrirtækið beita sér fyrir áframhaldandi takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða á sama hátt og það beitir sér gegn annarri samkeppni? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Starri Reynisson Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Samkeppnismál Áfengi og tóbak Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg. Brugghúsin sem uppfylla skilyrði frumvarpsins eru 25 talsins og samanlagður hlutur þeirra af álagningu áfengisgjalds á síðasta ári var um 4%. Mörg þessara 25 brugghúsa eru staðsett á landsbyggðinni, og þarf af allnokkur ekki í nágrenni við verslanir ÁTVR. Einörð varðstaða ÁTVR um einokunarstöðu sína og sá mikli ótti við samkeppni sem endurspeglast í umræddri umsögn fyrirtækisins vekur áleitnar spurningar um framtíð þess og erindi. Standi einokunarrekstur ÁTVR það veikt að svo smávægileg breyting valdi forsendubresti hans hlýtur það að gefa tilefni til að endurskoða rekstur og jafnvel tilvist fyrirtækisins. Umhverfi áfengissölu á Íslandi er ósköp forneskjulegt. Umrætt frumvarp dómsmálaráðherra er lítið skref í framfaraátt. Upprunaleg mynd frumvarpsins gekk þó lengra og heimilaði innlenda netverslun með áfengi, þannig að íslenskir söluaðilar stæðu jafnfætis erlendum. Það hefði verið annað lítið framfaraskref, en ráðherrann féll frá því til að friðþægja íhaldsöflin innan stjórnarflokkana. Í flestum löndum í kringum okkur er smásala áfengis frjáls. Það er breyting sem við ættum að ráðast í. Sú breyting myndi gera fólki kleift að versla áfengi samhliða öðrum heimilisinnkaupum, eykur þannig lífsgæði og dregur úr bæði ferðatíma og almennri umferð. Það myndi líka styrkja rekstrargrundvöll bæði áfengissölu og matvöruverslanna, sérstaklega á landsbyggðinni, og búa til möguleika á ýmiskonar skemmtilegum sérvöruverslunum. Þá skapar samkeppnin hvata til að huga að hagkvæmni og hágæðaþjónustu sem eru ekki til staðar í einokunarumhverfi. Á yfirstandandi kjörtímabili hefur Viðreisn verið sá flokkur sem talar skýrast fyrir því að þetta stóra skref verði tekið. Afnám á banni við áfengisauglýsingum væri annað stórt heillaskref sem gott væri að taka. Nýjasta auglýsingaherferð Thule undir slagorðinu “Thule bruggar léttbjór bara til að auglýsa” sýnir vel fram á fáránleika bannsins. Erlend tímarit þar sem áfengisauglýsingar blasa gjarnan við eru til sölu víða um land og þá eiga þær einnig til að dúkka upp á samfélagsmiðlum. Það myndi hjálpa brugghúsum mjög fengju þau að njóta jafnræðis við erlenda samkeppnisaðila þegar kemur að auglýsingum, en á sama tíma gæti það aukið auglýsingatekjur innlendra fjölmiðla og þannig verið liður í að bæta rekstrargrundvöll þeirra. Viðhorf ÁTVR gagnvart aukinni samkeppni í smásölu og bersýnilegur ótti við hana vekur líka upp spurningar um skoðanir fyrirtækisins á börum og skemmtistöðum. Það er ekki úr vegi að reikna með því að lokanir síðustu mánaða hafi skilað sér í auknum tekjum til ÁTVR. Mun fyrirtækið beita sér fyrir áframhaldandi takmörkunum á opnunartíma skemmtistaða á sama hátt og það beitir sér gegn annarri samkeppni? Höfundur er forseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun