Græn skynsemi og Framsókn Þórarinn Ingi Pétursson skrifar 9. mars 2021 14:31 Velsæld allra byggðarlaga á Íslandi er háð því að hægt sé að nýta hugvit til að skapa verðmæti á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag. Verðmætasköpun er grundvöllur þeirrar samhjálpar og velferðar sem gerir öllum kleift að njóta lífsins í samræmi við sínar eigin óskir og þrár. Um þetta snúast stjórnmál. Hið hárrétta jafnvægi velmegunar og lífshamingju er línudans á miðjunni þar sem öfgum bæði til hægri og vinstri er haldið í skefjum með skynsemi og samvinnu. Þennan dans hefur Framsókn fullkomnað. Velmegun byggir á verðmætasköpun Velmegun Íslands byggir á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Við erum í grunninn matvælaframleiðsluþjóð sem byggir nútíma lífsskilyrði sín á skilvirkum landbúnaði og sjávarútvegi þar sem öflugir bændur og hugdjarfir sjómenn hafa hellulagt stíginn frá fátækt til bjargálna. Við eigum öll mikið undir því að framleiðslugreinum hér á landi verði búin sanngjörn og hvetjandi umgjörð. Um það snúast íslensk stjórnmál að stórum hluta. Þar þarf að láta verkin tala. Umgjörðin verður að virka Sú umgjörð þarf að vera skynsamleg með sjálfbærni í forgangi. Verðmætin verða til hjá fólki og fyrirtækjum þegar gjafir náttúrunnar til sjávar og sveita eru nýttar með dugnaði, frumkvöðlakrafti og hugviti. Hvorki Alþingi né stjórnsýslustofnanir í Reykjavík mega þvælast fyrir því að nýjar búgreinar eins og kolefnisjöfnun geti skotið rótum. Það er afar mikilvægt að allt regluverk og lagaumgjörð sé eins og best er á kosið. Stefnan þarf að vera skýr og við Íslendingar verðum að setja grænar áherslur á oddinn. Vegurinn áfram er grænn Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið rödd hinna dreifðu byggða á Alþingi. Hann talar fyrir velferð sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun um allt land. Flokkurinn hafnar öfgum til vinstri og hægri og er rödd skynseminnar á Alþingi. Þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt mun ýta undir fjölgun starfa um allt land. Beitarskógar og kolefnisjöfnun eru önnur græn verkefni sem fjölga möguleikum þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi. Lífræn ræktun, handverksbrugghús, heimaslátrun og önnur vinnsla afurða bjóða upp á fjölmörg tækisfæri þar sem þörfin er mest. Fjölbreytni og samvinna Eigi íslenskur landbúnaður að blómstra verður að hlúa að fjölbreytninni en á sama tíma verður að hagræðis og búa til skynsamlegan ramma utan um stóru framleiðsluna sem þjónar fjöldanum. Lagabreyting sem auðveldar þeim samstarf eða sameiningu kjötafurðastöðva er nauðsynleg til þess að greinin blómstri í alþjóðlegri samkeppni. Slík undanþága getur leitt til mikillar hagræðingar sem skilar sér í hærra afurðaverði til bænda og öflugri rekstri fyrirtækjanna. Öflug stjórnsýsla þjóni þjóðinni Efling matvælaframleiðslu er mikilvægt hagsmunamál fyrir lífskjör okkar allra. Það eru landgræðslu og loftslagsmálin líka. Þetta þarf að fara saman svo sjávarplássin og sveitirnar blómstri. Við verðum að láta verkin tala í þessum efnum og breyta því sem við sjáum að virkar ekki sem skyldi. Sameining umhverfismála og landbúnaðar í eitt ráðuneyti gæti hjálpað okkur á þessari vegferð. Fáar aðrar breytingar á stjórnkerfinu myndu leiða til álíka aukningar í verðmætasköpun eða fjölgun starfa. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórarinn Ingi Pétursson Skoðun: Kosningar 2021 Framsóknarflokkurinn Alþingiskosningar 2021 Mest lesið Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Sjá meira
Velsæld allra byggðarlaga á Íslandi er háð því að hægt sé að nýta hugvit til að skapa verðmæti á sjálfbæran hátt í sátt við náttúru og samfélag. Verðmætasköpun er grundvöllur þeirrar samhjálpar og velferðar sem gerir öllum kleift að njóta lífsins í samræmi við sínar eigin óskir og þrár. Um þetta snúast stjórnmál. Hið hárrétta jafnvægi velmegunar og lífshamingju er línudans á miðjunni þar sem öfgum bæði til hægri og vinstri er haldið í skefjum með skynsemi og samvinnu. Þennan dans hefur Framsókn fullkomnað. Velmegun byggir á verðmætasköpun Velmegun Íslands byggir á skynsamlegri nýtingu auðlinda. Við erum í grunninn matvælaframleiðsluþjóð sem byggir nútíma lífsskilyrði sín á skilvirkum landbúnaði og sjávarútvegi þar sem öflugir bændur og hugdjarfir sjómenn hafa hellulagt stíginn frá fátækt til bjargálna. Við eigum öll mikið undir því að framleiðslugreinum hér á landi verði búin sanngjörn og hvetjandi umgjörð. Um það snúast íslensk stjórnmál að stórum hluta. Þar þarf að láta verkin tala. Umgjörðin verður að virka Sú umgjörð þarf að vera skynsamleg með sjálfbærni í forgangi. Verðmætin verða til hjá fólki og fyrirtækjum þegar gjafir náttúrunnar til sjávar og sveita eru nýttar með dugnaði, frumkvöðlakrafti og hugviti. Hvorki Alþingi né stjórnsýslustofnanir í Reykjavík mega þvælast fyrir því að nýjar búgreinar eins og kolefnisjöfnun geti skotið rótum. Það er afar mikilvægt að allt regluverk og lagaumgjörð sé eins og best er á kosið. Stefnan þarf að vera skýr og við Íslendingar verðum að setja grænar áherslur á oddinn. Vegurinn áfram er grænn Framsóknarflokkurinn hefur lengi verið rödd hinna dreifðu byggða á Alþingi. Hann talar fyrir velferð sem byggir á raunverulegri verðmætasköpun um allt land. Flokkurinn hafnar öfgum til vinstri og hægri og er rödd skynseminnar á Alþingi. Þjóðarátak í landgræðslu og skógrækt mun ýta undir fjölgun starfa um allt land. Beitarskógar og kolefnisjöfnun eru önnur græn verkefni sem fjölga möguleikum þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi. Lífræn ræktun, handverksbrugghús, heimaslátrun og önnur vinnsla afurða bjóða upp á fjölmörg tækisfæri þar sem þörfin er mest. Fjölbreytni og samvinna Eigi íslenskur landbúnaður að blómstra verður að hlúa að fjölbreytninni en á sama tíma verður að hagræðis og búa til skynsamlegan ramma utan um stóru framleiðsluna sem þjónar fjöldanum. Lagabreyting sem auðveldar þeim samstarf eða sameiningu kjötafurðastöðva er nauðsynleg til þess að greinin blómstri í alþjóðlegri samkeppni. Slík undanþága getur leitt til mikillar hagræðingar sem skilar sér í hærra afurðaverði til bænda og öflugri rekstri fyrirtækjanna. Öflug stjórnsýsla þjóni þjóðinni Efling matvælaframleiðslu er mikilvægt hagsmunamál fyrir lífskjör okkar allra. Það eru landgræðslu og loftslagsmálin líka. Þetta þarf að fara saman svo sjávarplássin og sveitirnar blómstri. Við verðum að láta verkin tala í þessum efnum og breyta því sem við sjáum að virkar ekki sem skyldi. Sameining umhverfismála og landbúnaðar í eitt ráðuneyti gæti hjálpað okkur á þessari vegferð. Fáar aðrar breytingar á stjórnkerfinu myndu leiða til álíka aukningar í verðmætasköpun eða fjölgun starfa. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson Skoðun
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun