Styttist í að Svava Rós snúi aftur eftir að hafa meiðst í fyrsta leik Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 9. mars 2021 20:45 Svava Rós í einum af sínum 24 leikjum fyrir íslenska landsliðið. Vísir/Vilhelm Íslenska landsliðskonan Svava Rós Guðmundsdóttir söðlaði um fyrr á þessu ári og skipti um félag. Fór hún frá Kristianstad í Svíþjóð til Bordeaux í Frakklandi. Strax í fyrsta leik fyrir franska félagið meiddist Svava Rós. Fótbolti.net ræddi við hina 25 ára gömlu Svövu Rós í dag um meiðslin og hvernig staðan á henni er. Hin 25 ára gamla Svava Rós hefur verið mikið meidd undanfarið og missti í raun af nær öllu tímabilinu í Svíþjóð áður en hún ákvað að halda til Bordeaux þar sem hún skrifaði undir 4. janúar á þessu ári. Dans les coulisses de l'arrivée de Svava Ros Gudmundsdottir https://t.co/d4V3In6ezM pic.twitter.com/u7wiIKR3jM— FCGB Féminines (@FCGBWomen) January 4, 2021 Er hún ein af fimm Íslendingum í frönsku úrvalsdeildinni. Sara Björk Gunnarsdóttir er að sjálfsögðu í liði Evrópumeistara Lyon. Þá eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir allar í Le Havre. Þann 23. janúar lék Svava Rós sinn fyrsta leik fyrir Bordeaux í einkar þægilegum 7-1 sigri á Reims. Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum þegar hálftími lifði leiks en í uppbótartíma leiksins meiddist Svava á kálfa og hefur verið frá síðan. „Staðan á mér er sú að ég fæ aftur rifu á kálfann í lok janúar, á 94. mínútu í fyrsta leik mínum fyrir Bordeaux. Ég er búin að vera í endurhæfingu síðan, það er búið að ganga erfiðlega og taka lengri tíma en áætlað var. Þetta lítur samt aðeins betur út núna og vonandi get ég farið að æfa aftur með liðinu bráðlega.“ „Ég get hlaupið og er búin að vera að hlaupa núna í þrjár vikur en hef í kjölfarið stífnað mikið upp í kálfanum eftir á. Það er búið að vera skárra í þessari viku þannig vonandi allt að koma,“ sagði Svava að lokum. Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira
Fótbolti.net ræddi við hina 25 ára gömlu Svövu Rós í dag um meiðslin og hvernig staðan á henni er. Hin 25 ára gamla Svava Rós hefur verið mikið meidd undanfarið og missti í raun af nær öllu tímabilinu í Svíþjóð áður en hún ákvað að halda til Bordeaux þar sem hún skrifaði undir 4. janúar á þessu ári. Dans les coulisses de l'arrivée de Svava Ros Gudmundsdottir https://t.co/d4V3In6ezM pic.twitter.com/u7wiIKR3jM— FCGB Féminines (@FCGBWomen) January 4, 2021 Er hún ein af fimm Íslendingum í frönsku úrvalsdeildinni. Sara Björk Gunnarsdóttir er að sjálfsögðu í liði Evrópumeistara Lyon. Þá eru þær Anna Björk Kristjánsdóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Andrea Rán Snæfeld Hauksdóttir allar í Le Havre. Þann 23. janúar lék Svava Rós sinn fyrsta leik fyrir Bordeaux í einkar þægilegum 7-1 sigri á Reims. Íslenska landsliðskonan kom inn af bekknum þegar hálftími lifði leiks en í uppbótartíma leiksins meiddist Svava á kálfa og hefur verið frá síðan. „Staðan á mér er sú að ég fæ aftur rifu á kálfann í lok janúar, á 94. mínútu í fyrsta leik mínum fyrir Bordeaux. Ég er búin að vera í endurhæfingu síðan, það er búið að ganga erfiðlega og taka lengri tíma en áætlað var. Þetta lítur samt aðeins betur út núna og vonandi get ég farið að æfa aftur með liðinu bráðlega.“ „Ég get hlaupið og er búin að vera að hlaupa núna í þrjár vikur en hef í kjölfarið stífnað mikið upp í kálfanum eftir á. Það er búið að vera skárra í þessari viku þannig vonandi allt að koma,“ sagði Svava að lokum.
Fótbolti Franski boltinn Mest lesið Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Körfubolti Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Fótbolti Dagmar ofuramma og heimsmethafi: „Maður springur bara út“ Sport Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Enski boltinn Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Fótbolti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Fótbolti Bætti skólamet pabba síns Körfubolti „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Fótbolti Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Sport „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Handbolti Fleiri fréttir Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Sjáðu grísku mörkin sem enduðu Evrópuævintýri Víkinga Dómarinn sagður hafa beðið um treyju Messi eftir leik „Vafasamir dómar sem féllu gegn okkur í þessu einvígi“ Orri Steinn skoraði þegar Sociedad sparkaði Midtjylland úr keppni Uppgjörið: Panathinaikos - Víkingur 2-0 | Grátlegt tap í Grikklandi Rómverjar og FCK sneru við dæminu Sama byrjunarlið og síðast hjá Víkingum Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Myndband: Fallegar kveðjur til Víkinga fyrir átök kvöldsins Sindri Kristinn á óskalista KA Fyrstur allra með þrennu á Nývangi og Santiago Bernabéu í Meistaradeild Býst við Grikkjunum betri í kvöld Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Meiðsli hjá Panathinaikos sem endurheimtir þó stjörnuna Dæmdur fyrir kossinn en fer ekki í fangelsi Víkingar kæmust í 960 milljónir „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? Sjáðu þrennu Mbappé, markaveislu PSG og dramatíkina hjá Juve og PSV Hafa verið þrettán ár af lygum Laus frá Man. United og vaknar brosandi á hverjum morgni Sjá meira