Biden í basli á landamærunum Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2021 23:01 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, á gangi við Hvíta húsið. AP/Patrick Semansky Þrátt fyrir að Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hafi skrifað undir forsetatilskipanir og gripið til annarra aðgerða á fyrsta degi í embætti, hefur það litlum árangri skilað á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Í ljósi þess öngþveitis sem ríkir þar. Biden hefur heitið því að breyta hörðu innflytjendakerfi Bandaríkjanna og gera það skilvirkara og mannúðlegra og gera innflytjendum auðveldara að flytja til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Það hefur þó ekki gengið vel og fjöldi ólöglegra innflytjenda á landamærunum hefur fjölgað verulega undanförnum vikum og mánuðum. Í janúar komust landamæraverðir um það bil 78 þúsund sinnum í tæri við innflytjendur á landamærunum. Það er tvöfalt oftar en í janúar í fyrra og hefur í raun ekki gerst jafn oft í áratug. Maður frá Hondúras, sem er í Mexíkó en hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum, klæddur í bol sem á stendur: „Biden, vinsamlegast hleyptu okkur inn!“AP/Gregory Bull Biden tók við embætti forseta þann 21. janúar og í kjölfarið fækkaði handtökum á landamærunum verulega. Handtökunum fækkaði um 60 prósent, samanborið við þrjá síðustu mánuði ríkisstjórnar Trumps, samkvæmt frétt Washington Post. Mikil fjölgun barna Þá hefur fjöldi barna sem eru ekki í fylgd fullorðna aukist sérstaklega mikið. Þúsundir barna eru nú í vörslu ríkisins á meðan verið er að leita ættingja þeirra, innan eða utan Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu New York Times sem birt var í gær hafði fjöldi þessara barna þrefaldast á undanförnum tveimur vikum og voru minnst 3.250 börn í vörslu landamærayfirvalda. Mörg þeirra eru í húsnæði sem líkist fangelsum og þá hafa mörg verið þar lengur en þá þrjá daga sem lögin segja hámarkið. Auk þessarar gífurlegu fjölgunar hefur faraldur nýju kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn. Börnin eiga að vera flutt í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bandaríkjanna en vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi í skýlum ráðuneytisins. Ríkisstjórn Bidens hefur sagt ráðuneytinu að fella fjöldatakmarkanir úr gildi svo fjölga megi rúmum fyrir börn í húsnæði ráðuneytisins. Bandarískir landamæraverðir í El Paso í Texas.AP/Ivan Pierre Aguirre Á föstudaginn í síðustu viku voru rúmlega 8.100 börn, sem höfðu komið til Bandaríkjanna án foreldra sinna, í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Það er til viðbótar við börnin sem voru í vörslu landamærayfirvalda. Samhliða þessari miklu fjölgun og plássleysi hefur hundruðum fjölskylda sem höfðu verið stöðvuð á landamærunum verið sleppt í Bandaríkjunum. Gagnrýndur úr öllum áttum Það hefur verið harðlega gagnrýnt af Repúblikönum og íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Embættismenn í ríkjum eins og Arizona og Montana hafa til að mynda höfðað mál gegn ríkisstjórn Bidens vegna breyttra viðmiða varðandi handtökur á landamærunum. Þá hefur Biden einnig verið harðlega gagnrýndur af frjálslyndum Bandaríkjamönnum fyrir það að fella ekki niður reglur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að fullu og að opna húsnæði til að halda innflytjendum og þar á meðal börnum. Þær breytingar sem Biden hefur sagst vilja gera munu taka mánuði, ef ekki ár, að ná í gegn. Margar þeirra þurfa að fara í gegnum dómstóla, sem gæti þó tekið minni tíma en að ná þeim fram í gegnum alríkiskerfið. Eins og segir í grein Politico er ljóst að Biden tók við erfiðu kerfi sem er hannað til að gera ekki það sem hann vill og hann hefur ekki verið lengi í starfi enn. Þar að auki hefur mest athygli hans hingað til beinst að faraldri nýju kórónuveirunnar. Vandamálin hrannast upp Politico segir vandamálin hafa hrannast upp á landamærunum en aðgerðaleysi í Hvíta húsinu hafi ekki hjálpað til. Forsetinn hefur þó ekki enn tilnefnt fólk í æðstu stöður innflytjendastofnanna Bandaríkjanna. Þá hafa öldungadeildarþingmenn dregið fæturna í að staðfesta tilnefningu Merrick Garland í embætti dómsmálaráðherra og þar með hefur orðið töf á því að ráða þann háttsetta embættismann sem myndi koma að því að fella reglur Trumps úr gildi. Alejandro Mayorkas, nýr heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að eftir að hann tók við embættinu þann 2. febrúar, hafi hann séð berum augum að ríkisstjórn Trumps hafi skilið innflytjendakerfi Bandaríkjanna eftir í rústum. Það hefði verið holað að innan. Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Joe Biden Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira
Biden hefur heitið því að breyta hörðu innflytjendakerfi Bandaríkjanna og gera það skilvirkara og mannúðlegra og gera innflytjendum auðveldara að flytja til Bandaríkjanna með löglegum hætti. Það hefur þó ekki gengið vel og fjöldi ólöglegra innflytjenda á landamærunum hefur fjölgað verulega undanförnum vikum og mánuðum. Í janúar komust landamæraverðir um það bil 78 þúsund sinnum í tæri við innflytjendur á landamærunum. Það er tvöfalt oftar en í janúar í fyrra og hefur í raun ekki gerst jafn oft í áratug. Maður frá Hondúras, sem er í Mexíkó en hefur sótt um hæli í Bandaríkjunum, klæddur í bol sem á stendur: „Biden, vinsamlegast hleyptu okkur inn!“AP/Gregory Bull Biden tók við embætti forseta þann 21. janúar og í kjölfarið fækkaði handtökum á landamærunum verulega. Handtökunum fækkaði um 60 prósent, samanborið við þrjá síðustu mánuði ríkisstjórnar Trumps, samkvæmt frétt Washington Post. Mikil fjölgun barna Þá hefur fjöldi barna sem eru ekki í fylgd fullorðna aukist sérstaklega mikið. Þúsundir barna eru nú í vörslu ríkisins á meðan verið er að leita ættingja þeirra, innan eða utan Bandaríkjanna. Samkvæmt talningu New York Times sem birt var í gær hafði fjöldi þessara barna þrefaldast á undanförnum tveimur vikum og voru minnst 3.250 börn í vörslu landamærayfirvalda. Mörg þeirra eru í húsnæði sem líkist fangelsum og þá hafa mörg verið þar lengur en þá þrjá daga sem lögin segja hámarkið. Auk þessarar gífurlegu fjölgunar hefur faraldur nýju kórónuveirunnar einnig sett strik í reikninginn. Börnin eiga að vera flutt í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytis Bandaríkjanna en vegna sóttvarna er takmarkaður fjöldi í skýlum ráðuneytisins. Ríkisstjórn Bidens hefur sagt ráðuneytinu að fella fjöldatakmarkanir úr gildi svo fjölga megi rúmum fyrir börn í húsnæði ráðuneytisins. Bandarískir landamæraverðir í El Paso í Texas.AP/Ivan Pierre Aguirre Á föstudaginn í síðustu viku voru rúmlega 8.100 börn, sem höfðu komið til Bandaríkjanna án foreldra sinna, í vörslu heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytisins. Það er til viðbótar við börnin sem voru í vörslu landamærayfirvalda. Samhliða þessari miklu fjölgun og plássleysi hefur hundruðum fjölskylda sem höfðu verið stöðvuð á landamærunum verið sleppt í Bandaríkjunum. Gagnrýndur úr öllum áttum Það hefur verið harðlega gagnrýnt af Repúblikönum og íhaldssömum Bandaríkjamönnum. Embættismenn í ríkjum eins og Arizona og Montana hafa til að mynda höfðað mál gegn ríkisstjórn Bidens vegna breyttra viðmiða varðandi handtökur á landamærunum. Þá hefur Biden einnig verið harðlega gagnrýndur af frjálslyndum Bandaríkjamönnum fyrir það að fella ekki niður reglur Donalds Trump, fyrrverandi forseta, að fullu og að opna húsnæði til að halda innflytjendum og þar á meðal börnum. Þær breytingar sem Biden hefur sagst vilja gera munu taka mánuði, ef ekki ár, að ná í gegn. Margar þeirra þurfa að fara í gegnum dómstóla, sem gæti þó tekið minni tíma en að ná þeim fram í gegnum alríkiskerfið. Eins og segir í grein Politico er ljóst að Biden tók við erfiðu kerfi sem er hannað til að gera ekki það sem hann vill og hann hefur ekki verið lengi í starfi enn. Þar að auki hefur mest athygli hans hingað til beinst að faraldri nýju kórónuveirunnar. Vandamálin hrannast upp Politico segir vandamálin hafa hrannast upp á landamærunum en aðgerðaleysi í Hvíta húsinu hafi ekki hjálpað til. Forsetinn hefur þó ekki enn tilnefnt fólk í æðstu stöður innflytjendastofnanna Bandaríkjanna. Þá hafa öldungadeildarþingmenn dregið fæturna í að staðfesta tilnefningu Merrick Garland í embætti dómsmálaráðherra og þar með hefur orðið töf á því að ráða þann háttsetta embættismann sem myndi koma að því að fella reglur Trumps úr gildi. Alejandro Mayorkas, nýr heimavarnaráðherra Bandaríkjanna, í síðustu viku að eftir að hann tók við embættinu þann 2. febrúar, hafi hann séð berum augum að ríkisstjórn Trumps hafi skilið innflytjendakerfi Bandaríkjanna eftir í rústum. Það hefði verið holað að innan.
Bandaríkin Mexíkó Donald Trump Joe Biden Mest lesið Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Erlent Hún er sögð með fagrar línur, vel byggð, rennileg og háfætt Innlent Vildi birta upptökur af ofbeldinu: „Fólk þarf að sjá til að skilja“ Innlent Ungmenni kýldi lögreglumann við eftirlit og beit annan Innlent Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Erlent Laun bæjarstjóra vanvirðing við íbúa Innlent Vill fartölvu í fangelsið Erlent Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Erlent Danir kveðja konur í herinn Erlent Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Erlent Fleiri fréttir Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Vilja aðstoð við útflutning og losna við þvinganir áður en þeir hætta árásum Íhuguðu að leyfa páfa að deyja í friði Sakar Bandaríkjastjórn um óásættanlegan þrýsting á Grænland Óvíst að greint verði frá niðurstöðum viðræðna í Sádi Arabíu Afi og amma Émile Soleil grunuð um að hafa banað honum Spjallklúður Hegseth, Vance og Waltz vekur hneykslan Dánaraðstoð jókst um tíu prósent í Hollandi í fyrra Palestínskur leikstjóri barinn af landtökumönnum og handtekinn Rússar sagðir vilja draga viðræður á langinn Misstu útlimi í árásum en vilja halda áfram að hjálpa Bættu blaðamanni óvart í Signal-hóp um árásir á Húta Grípa þurfi í taumana vegna berklasmita hjá börnum í Evrópu Fundu þúsundir mynda, myndskráa og kynlífsdúkku sem lítur út eins og barn Fuglaflensa greinist í sauðfé á Englandi Yfir 1.100 handteknir í mótmælunum í Tyrklandi Segir orkuinnviðasamkomulagið enn í gildi þrátt fyrir stöðugar árásir Réttarhöld hafin yfir Depardieu Saka Khalil um að hafa farið leynt með störf sín fyrir UNRWA Tekur við stöðu starfandi forseta á ný Yfir 50 þúsund látnir á Gasa og 113 þúsund særðir Segir heimsókn Ushu Vance og Mike Waltz til Grænlands „ögrun“ Trump vofir yfir Kanadabúum sem eru á leið í kosningar Sjá meira