Ekki í boði að sækja um viðbótarfrest í ár Eiður Þór Árnason skrifar 11. mars 2021 10:09 Skammur tími er til stefnu fyrir þá sem eiga enn eftir að skila inn skattframtali sínu. Vísir Lokadagur fyrir skil á skattframtali einstaklinga er á morgun 12. mars en ekki stendur til boða að þessu sinni að sækja um viðbótarfrest líkt og síðustu ár. Fólk hefur alls tvær vikur til að skila inn framtalinu sem er jafn langur tími og framteljendur höfðu í fyrra þegar þeir nýttu viðbótarfrestinn. Opnað var fyrir skil á skattframtali einstaklinga þann 1. mars. „Við ákváðum að prufa þetta núna. Það sparar bara fólki þetta ómak að fara inn á og sækja um frest. Það er bara betra að drífa sig við þetta,“ segir Elín Alma Arthursdóttir vararíkisskattstjóri, létt í bragði. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að fólk geri ráð fyrir að geta beðið með skilin fram yfir helgi og átti sig á breytingunni þegar það er orðið of seint. Sama hvernig fari eigi framteljendur að reyna að skila eins fljótt og hægt er, jafnvel þó það sé komið fram yfir lokaskiladag. Elín Alma Arthursdóttir vararíkisskattstjóri.Skatturinn Vesen að skila of seint Eftir hádegi á þriðjudag var búið að skila tæplega 40 prósentum þeirra skattframtala sem Skatturinn væntir að fá miðað við gögn og fyrri reynslu en Elín segir það ögn hærra hlutfall en á sama tíma í fyrra. Hún segir mjög mikilvægt að fólk skili inn skattframtölum sínum innan tímamarka en bendir á að þeir sem þurfi að nýta aðstoð fagaðila geti fengið lengri frest. Aðrir sem skili inn nokkrum vikum of seint og ná ekki inn í álagningu geti þó lent í því að tekjur og eignir þeirra verði áætlaðar af Skattinum. „Til þess að fá niðurstöðuna leiðrétta þurfa þeir að senda inn skattframtal og óska eftir að það verði tekið til greina í staðinn fyrir áætlunina. Það lengir allt ferlið hjá viðkomandi því kærufresturinn er þrír mánuðir eftir álagningu og nær fram í ágúst og svo höfum við líka þrjá mánuði til að afgreiða kærur.“ Bjóða ekki upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum Líkt og fyrri ár veitir Skatturinn fólki aðstoð við skil á skattframtali og segir Elín mjög marga nýta sér þá þjónustu. Í ár er ekki boðið upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum Skattsins vegna sóttvarnaráðstafana og þess í stað er lögð meiri áhersla á þjónustu í gegnum síma. Er nú í fyrsta skipti hægt að fara á heimasíðu Skattsins og panta símtal frá starfsfólki ef vandamál koma upp við framtalsskilin. Líkt og síðustu ár stendur einungis til boða að skila inn skattframtali með rafrænum hætti. Skjáskot „Við reynum eftir fresta megni að aðstoða fólk þegar það lendir í einhverjum ábendingum eða villum og kemst ekki áfram við að skila,“ segir Elín. Hún bætir við að embættið hafi þetta árið efnt til átaks í því að reyna að ná til fólks sem hefur ekki íslensku að móðurmáli og útbúið leiðbeiningabæklinga á ensku, pólsku, litháísku og spænsku. Einnig sé reynt að ná til eldra fólks í gegnum samstarf við Landssamband eldri borgara. Fjölgun verkefna leiði ekki til tafa Mjög mikið álag hefur verið á starfsfólki Skattsins undanfarið ár í tengslum heimsfaraldur kórónuveiru en Skatturinn sér um afgreiðslu ýmissa mótvægisaðgerða stjórnvalda á borð við greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti og veitingu viðspyrnu-, lokunar- og tekjufallsstyrkja. Þrátt fyrir þetta segir vararíkisskattstjóri að ekki megi búast við seinkunum í álagningu eða úrvinnslu framtala. „Við höfum hagrætt, aðeins bætt við fólki í sérstök verkefni, aukið yfirtíð og við bara látum þessi áhrif vera eins lítil og nokkur sé kostur. Það hafði engin áhrif í fyrra þegar við náðum öllum lögfestum mörkum, álagning birtist á réttum tíma og allar kærur voru afgreiddar innan tímamarka.“ Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Fólk hefur alls tvær vikur til að skila inn framtalinu sem er jafn langur tími og framteljendur höfðu í fyrra þegar þeir nýttu viðbótarfrestinn. Opnað var fyrir skil á skattframtali einstaklinga þann 1. mars. „Við ákváðum að prufa þetta núna. Það sparar bara fólki þetta ómak að fara inn á og sækja um frest. Það er bara betra að drífa sig við þetta,“ segir Elín Alma Arthursdóttir vararíkisskattstjóri, létt í bragði. Hún segist ekki hafa sérstakar áhyggjur af því að fólk geri ráð fyrir að geta beðið með skilin fram yfir helgi og átti sig á breytingunni þegar það er orðið of seint. Sama hvernig fari eigi framteljendur að reyna að skila eins fljótt og hægt er, jafnvel þó það sé komið fram yfir lokaskiladag. Elín Alma Arthursdóttir vararíkisskattstjóri.Skatturinn Vesen að skila of seint Eftir hádegi á þriðjudag var búið að skila tæplega 40 prósentum þeirra skattframtala sem Skatturinn væntir að fá miðað við gögn og fyrri reynslu en Elín segir það ögn hærra hlutfall en á sama tíma í fyrra. Hún segir mjög mikilvægt að fólk skili inn skattframtölum sínum innan tímamarka en bendir á að þeir sem þurfi að nýta aðstoð fagaðila geti fengið lengri frest. Aðrir sem skili inn nokkrum vikum of seint og ná ekki inn í álagningu geti þó lent í því að tekjur og eignir þeirra verði áætlaðar af Skattinum. „Til þess að fá niðurstöðuna leiðrétta þurfa þeir að senda inn skattframtal og óska eftir að það verði tekið til greina í staðinn fyrir áætlunina. Það lengir allt ferlið hjá viðkomandi því kærufresturinn er þrír mánuðir eftir álagningu og nær fram í ágúst og svo höfum við líka þrjá mánuði til að afgreiða kærur.“ Bjóða ekki upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum Líkt og fyrri ár veitir Skatturinn fólki aðstoð við skil á skattframtali og segir Elín mjög marga nýta sér þá þjónustu. Í ár er ekki boðið upp á framtalsaðstoð í afgreiðslum Skattsins vegna sóttvarnaráðstafana og þess í stað er lögð meiri áhersla á þjónustu í gegnum síma. Er nú í fyrsta skipti hægt að fara á heimasíðu Skattsins og panta símtal frá starfsfólki ef vandamál koma upp við framtalsskilin. Líkt og síðustu ár stendur einungis til boða að skila inn skattframtali með rafrænum hætti. Skjáskot „Við reynum eftir fresta megni að aðstoða fólk þegar það lendir í einhverjum ábendingum eða villum og kemst ekki áfram við að skila,“ segir Elín. Hún bætir við að embættið hafi þetta árið efnt til átaks í því að reyna að ná til fólks sem hefur ekki íslensku að móðurmáli og útbúið leiðbeiningabæklinga á ensku, pólsku, litháísku og spænsku. Einnig sé reynt að ná til eldra fólks í gegnum samstarf við Landssamband eldri borgara. Fjölgun verkefna leiði ekki til tafa Mjög mikið álag hefur verið á starfsfólki Skattsins undanfarið ár í tengslum heimsfaraldur kórónuveiru en Skatturinn sér um afgreiðslu ýmissa mótvægisaðgerða stjórnvalda á borð við greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti og veitingu viðspyrnu-, lokunar- og tekjufallsstyrkja. Þrátt fyrir þetta segir vararíkisskattstjóri að ekki megi búast við seinkunum í álagningu eða úrvinnslu framtala. „Við höfum hagrætt, aðeins bætt við fólki í sérstök verkefni, aukið yfirtíð og við bara látum þessi áhrif vera eins lítil og nokkur sé kostur. Það hafði engin áhrif í fyrra þegar við náðum öllum lögfestum mörkum, álagning birtist á réttum tíma og allar kærur voru afgreiddar innan tímamarka.“
Skattar og tollar Neytendur Mest lesið Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira