Fær útborgunina aftur jafnvel þótt bæði hafi verið skráð eigendur 50 prósenta hlutar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 10. mars 2021 20:04 Við fjárhagslegt uppgjör sambandsins skipti ekki máli að bæði áttu jafnan hlut, heldur þótti sanngjarnt að maðurinn fengi útborgun sína endurgreidda. Vísir/vilhelm Héraðsdómur Reykjaness hefur komist að þeirri niðurstöðu að maður eigi heimtingu á að fá útborgun í íbúð endurgreidda við sölu hennar í kjölfar sambandsslita, jafnvel þótt hann og sambýliskona hans hafi verið skráð fyrir jafn stórum hlut. Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar. Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira
Parið keypti íbúðina í desember í lok árs 2016 og bjó þar þangað til sambandið endaði árið 2018. Kaupverð íbúðarinnar var 41,5 milljón krónur og var eignarhlutur hvors skráður 50 prósent en maðurinn greiddi útborgunina og kostnað við kaupin, um 9,3 milljónir króna. Maðurinn lagði út fyrir parketi og eldhúsinnréttingu, um 1,2 milljónir króna, en parið tók saman tvö íbúðalán og greiddu bæði af lánunum. Þegar sambúð lauk árið 2018 seldu maðurinn og konan íbúðina fyrir 51 milljón króna. Maðurinn, sem sótti málið, kvað nettósöluandvirðið um 17,5 milljónir króna og krafðist þess að fá 89 prósent þeirrar upphæðar, til samræmis við framlag sitt til íbúðakaupanna og afborgana. Til vara krafðist hann þess að konan greiddi sér rúmar 6,9 milljónir króna, enda væri hann óumdeilt eigandi að 50 prósentum fasteignarinnar og að auki 39 prósent eignarhluta sem þinglýst hefði verið á konuna. „...sem sanngjarnt þykir“ Konan hélt því hins vegar fram að aukið upphaflegt fjárframlag mannsins hefði í raun og veru verið sambland af endurgjaldi hans til hennar, vegna framlaga hennar áður en íbúðarkaupin áttu sér stað. Þá hefði það jafnframt verið hluti af „viðleitni stefnandans til þess að bæta sambandið vegna framkomu hans við stefndu á fyrri stigum“. Annað hefði ekki komið til tals en að þau yrðu eigendur að jöfnum hlut í fasteigninni. „Um hafi verið að ræða framlag stefnanda til hagsbóta fyrir stefndu og liggi engin gögn fyrir um að samkomulag hafi verið um nokkuð annað. Forsenda framhalds sambúðar aðila máls þessa hafi grundvallast á þessari ákvörðun aðila,“ segir í dóminum. Dómurinn komst hins vegar að þeirri niðurstöðu að maðurinn hefði sannarlega greitt 11 milljónum meira en konan, „sem sanngjarnt þykir með hliðsjón af öllu framangreindu að hann fái greitt af söluandvirði fasteignarinnar og er ósannað að sú fjárhæð hafi á einhvern hátt verið lán eða gjöf til stefndu.“ Konan var því dæmd til að greiða manninum 5,5 milljónir króna auk málskostnaðar.
Dómsmál Neytendur Fasteignamarkaður Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni Innlent Þóra Tómasdóttir strýkur Tesla-eigendum öfugt Innlent Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Innlent Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Innlent Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Bein útsending: Blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Árásarmaðurinn hafi átt í samskiptum við lykilvitni „Hún verður örugglega afbragðsborgarstjóri“ Heiða Björg verður borgarstjóri Ögurstund, staða Play og óreyndur rútubílstjóri Hellti kveikjarabensíni yfir mann og hótaði að kveikja í Ökklasnúnum Esjufara komið til bjargar Sjá meira