Hver lifir á strípuðum bótum? Harpa Sævarsdóttir skrifar 11. mars 2021 07:04 Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Þær kosningar sem nú standa yfir eru haldnar á ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum tímum og við okkur blasir eitt mesta atvinnuleysi sem sést hefur hér á landi frá upphafi. Þúsundir karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og lífsviðurværi í kjölfar þeirra þrenginga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur skapað heimsbyggðinni. Sú atvinnugrein sem verst hefur orðið úti af völdum veirunnar skæðu er ferðaþjónustan. Einmitt sú atvinnugrein sem telja má að hafi bjargað okkur Íslendingum út úr kreppunni eftir hrunið 2008. Í því samhengi má nefna að ein af fjölmörgum undirgreinum ferðaþjónustunnar, bílaleigur einar og sér, voru að velta álíka fjármunum inn í þjóðarbúið og allur samanlagður landbúnaður sem stundaður er á Íslandi (samkvæmt grein sem birtist árið 2018 á vefmiðlinum Kjarnanum). Svo mikilvæg hefur ferðaþjónustan verið þjóðarbúi Íslendinga og má þar þakka starfsfólki Icelandair sérstaklega fyrir þá öflugu markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem ferðamannaparadís. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnar Íslands um stuðning við þann fjölda fólks sem misst hefur atvinnu sína og lífsviðurværi undanfarna 12 mánuði frá upphafi þessa heimsfaraldurs, þá bólar lítið sem ekkert á stuðningi við þá starfsmenn. Fyrirtækin í landinu hafa sum hver fengið styrki og lán, en hvað með styrki og lán til hins almenna launamanns sem stendur eftir atvinnulaus? Jú, það eru vissulega atvinnuleysisbætur í boði í takmarkaðan tíma, en hver lifir á strípuðum bótum þegar reka þarf heimili, bíl, fjölskyldu og greiða reikninga um hver mánaðarmót? Eitt af því sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir, er að stuðningslán til heimilanna verði að veruleika. Stjórn VR kynnti þessar hugmyndir fyrir Alþýðusambandi Íslands og í kjölfarið hefur sú hugmynd verið tekin upp sem hluti af stefnu ASÍ. Á tímum sem þessum er bráðnauðsynlegt að hafa öflugt verkalýðsfélag, sem VR er, til þess að gæta hagsmuna launafólks í landinu sem og þeirra sem hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall, hlutabótaleið eða uppsögn. Rétt skal að öllu staðið í þeim efnum. Til þess þarf sterka og samheldna stjórn sem vinnur sem ein heild fyrir hagsmunum félagsmanna. Nái ég kjöri til áframhaldandi setu í stjórn VR, mun þetta mál verða mitt helsta baráttumál á kjörtímabilinu, enda má segja að um sé að ræða stærsta hagsmunamál launafólks á Íslandi um þessar mundir. Höfundur er varaformaður VR og í framboði til stjórnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Formannskjör í VR Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Nú standa yfir kosningar til stjórnar verkalýðsfélagsins VR. Félagsmenn geta kosið í gegnum vef VR á vefslóðinni www.vr.is. Mikilvægt er að allir félagsmenn nýti sinn kosningarétt því hvert einasta atkvæði skiptir máli. Þær kosningar sem nú standa yfir eru haldnar á ófyrirsjáanlegum og fordæmalausum tímum og við okkur blasir eitt mesta atvinnuleysi sem sést hefur hér á landi frá upphafi. Þúsundir karla og kvenna hafa misst atvinnu sína og lífsviðurværi í kjölfar þeirra þrenginga sem COVID-19 heimsfaraldurinn hefur skapað heimsbyggðinni. Sú atvinnugrein sem verst hefur orðið úti af völdum veirunnar skæðu er ferðaþjónustan. Einmitt sú atvinnugrein sem telja má að hafi bjargað okkur Íslendingum út úr kreppunni eftir hrunið 2008. Í því samhengi má nefna að ein af fjölmörgum undirgreinum ferðaþjónustunnar, bílaleigur einar og sér, voru að velta álíka fjármunum inn í þjóðarbúið og allur samanlagður landbúnaður sem stundaður er á Íslandi (samkvæmt grein sem birtist árið 2018 á vefmiðlinum Kjarnanum). Svo mikilvæg hefur ferðaþjónustan verið þjóðarbúi Íslendinga og má þar þakka starfsfólki Icelandair sérstaklega fyrir þá öflugu markaðssetningu og kynningu á Íslandi sem ferðamannaparadís. Þrátt fyrir fögur fyrirheit ríkisstjórnar Íslands um stuðning við þann fjölda fólks sem misst hefur atvinnu sína og lífsviðurværi undanfarna 12 mánuði frá upphafi þessa heimsfaraldurs, þá bólar lítið sem ekkert á stuðningi við þá starfsmenn. Fyrirtækin í landinu hafa sum hver fengið styrki og lán, en hvað með styrki og lán til hins almenna launamanns sem stendur eftir atvinnulaus? Jú, það eru vissulega atvinnuleysisbætur í boði í takmarkaðan tíma, en hver lifir á strípuðum bótum þegar reka þarf heimili, bíl, fjölskyldu og greiða reikninga um hver mánaðarmót? Eitt af því sem stjórn VR hefur beitt sér fyrir, er að stuðningslán til heimilanna verði að veruleika. Stjórn VR kynnti þessar hugmyndir fyrir Alþýðusambandi Íslands og í kjölfarið hefur sú hugmynd verið tekin upp sem hluti af stefnu ASÍ. Á tímum sem þessum er bráðnauðsynlegt að hafa öflugt verkalýðsfélag, sem VR er, til þess að gæta hagsmuna launafólks í landinu sem og þeirra sem hafa þurft að taka á sig skert starfshlutfall, hlutabótaleið eða uppsögn. Rétt skal að öllu staðið í þeim efnum. Til þess þarf sterka og samheldna stjórn sem vinnur sem ein heild fyrir hagsmunum félagsmanna. Nái ég kjöri til áframhaldandi setu í stjórn VR, mun þetta mál verða mitt helsta baráttumál á kjörtímabilinu, enda má segja að um sé að ræða stærsta hagsmunamál launafólks á Íslandi um þessar mundir. Höfundur er varaformaður VR og í framboði til stjórnar.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun