Brynjólfur: Er að bíða eftir að EM-hópurinn verði valinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. mars 2021 12:30 Brynjólfur Andersen Willumsson stígur sín fyrstu skref í atvinnumennsku eftir Evrópumót 21 árs landsliða seinna í þessum mánuði. Skjámynd/S2 Sport Blikinn Brynjólfur Andersen Willumsson mun hefja atvinnumannaferilinn í Noregi seinna í vor en fyrst á dagskrá er að hjálpa íslenska 21 árs landsliðinu á Evrópumótinu seinna í þessum mánuði. Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan. EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Sjá meira
Svava Kristín Grétarsdóttir hitti Brynjólf í gær og ræddi meðal annars við hann um úrslitakeppni EM sem Ísland fær að keppa við bestu 21 árs landslið álfunnar. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu og er bara að bíða eftir því að það verði valið í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur Andersen Willumsson. „Ég hef fylgst vel með þessu og undankeppnin var mjög skemmtileg og góð. Þetta verður bara spennandi,“ sagði Brynjólfur sem fær að æfa áfram með Breiðablik þrátt fyrir að félagið sé búið að selja hann til Kristiansund í Noregi. „Ég æfi bara hjá Breiðablik eins og er og við erum að æfa á fullu. Það er snjór og svona úti en við erum vanir því hérna heima,“ sagði Brynjólfur. Davíð Snorri Jónsson er tekinn við 21 árs landsliðinu og því verður ekki sami þjálfari í úrslitakeppninni og í undankeppninni. Arnar Þór Viðarsson og Eiður Smári Guðjohnsen tóku eins og kunnugt er við A-landsliðinu á dögunum. „Það voru æfingar um daginn og þær voru mjög flottar. Ég hef unnið með honum áður því hann var aðstoðarþjálfari í U-19 liðinu. Mér lýst bara mjög vel á hann og við höfum náð vel saman,“ sagði Brynjólfur. Klippa: Brynjólfur um EM U21 Davíð Snorri fær það erfiða verkefni að velja leikmenn í EM-hópinn sinn í miðjum heimsfaraldri og þegar A-landsliðið er að keppa á sama tíma. Það er ekki víst hvaða leikmenn fá leyfi frá félögum sínum að fara á mótið og svo er heldur ekki ljóst hvaða leikmenn verða teknir upp í A-landsliðið. „Maður er spenntur og þarf að bíða eftir fréttum en svona eru bara aðstæðurnar í dag. Ég þarf bara að vera þolinmóður, halda mér í formi og vera klár þegar kallið kemur,“ sagði Brynjólfur en hann bjartsýnn á það að vera í hópnum. „Ef ég held áfram að standa mig svona og verð í formi þá myndi ég halda það að ég fái að vera með,“ sagði Brynjólfur. „Við erum allir mjög góðir vinir og ég hef talað við strákana. Það eru allir mjög spenntir fyrir þessu af þeim sem hafa tekið þátt í þessum verkefnum. Það er um leið gríðarleg samkeppni þarna og það er ekkert grín að vera valinn í þennan hóp,“ sagði Brynjólfur. Ísland er í riðli á EM með Danmörku, Rússlandi og Frakklandi. „Þetta eru mjög sterk lið en við erum búnir að sýna það í undankeppninni að við getum unnið hvaða lið sem er ef við erum allir á sömu blaðsíðu og gefum allt okkar í alla leiki“ sagði Brynjólfur en það má sjá viðtalið við hann hér fyrir ofan.
EM U21 í fótbolta 2021 Pepsi Max-deild karla Breiðablik Tengdar fréttir Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23 Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30 Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Besta-spáin 2025: Sóknarhugur á Samsung Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Sorg og óvissa en ljós við enda ganganna Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fyndnar hárgreiðslur lykillinn að betri mætingu Besta-spáin 2025: Loftið verður að haldast í blöðrunni Sjá meira
Brynjólfur til Noregs eftir EM: Leikmaður sem stuðningsmenn gætu dýrkað Knattspyrnumaðurinn Brynjólfur Andersen Willumsson er orðinn leikmaður Kristiansund en norska félagið er sagt kaupa Brynjólf fyrir metfé. 9. mars 2021 15:23
Brynjólfur sagður stinga sér til Kristiansunds fyrir metfé Norska úrvalsdeildarfélagið Kristiansund hefur náð samkomulagi við Breiðablik um kaup á knattspyrnumanninum unga Brynjólfi Andersen Willumssyni. 5. mars 2021 16:30