Hæstiréttur fellst á aðra af tveimur beiðnum Atla Rafns Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2021 16:52 Atli Rafn Sigurðarson er í dag leikari við Þjóðleikhúsið en þangað sneri hann eftir að árs samningnum við Borgarleikhúsið var skyndilega sagt upp. Vísir Hæstiréttur hefur veitt Atla Rafn Sigurðarsyni áfrýjunarleyfi í máli hans gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Telur rétturinn að málið geti verið fordæmisgefandi. Hæstiréttur hafnaði hins vegar áfrýjuarbeiðni Atla Rafns í málinu gegn Kristínu Eysteinsdóttur, fyrrverandi leikhússtjóra Borgarleikhússins. Ákvörðunin var birt á vef Hæstaréttar í dag en Atli Rafn skilaði beiðninni þann 13. janúar síðastliðinn. Landsréttur sýknaði í desember Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu af kröfu leikarans um miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðinga. Héraðsdómur hafði áður dæmt Atla Rafni 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Tilkynningar um kynferðislega áreitni Atli Rafn réð sig til eins árs í Borgarleikhúsið árið 2017 og hóf störf 18. ágúst. Hann var í raun á lánssamningi frá Þjóðleikhúsinu en tilgreint var að tegund starfsins væri „leikari á árssamning“ og að um starfskjör færi eftir kjarasamningi Félags íslenskra leikara og Leikfélags Reykjavíkur. Samkvæmt kjarasamningnum var gagnkvæmur uppsagnarfrestur gagnvart ársráðnum leikurum þrír mánuðir. Atla Rafni var sagt upp með bréfi þann 16. desember en ekki vikið að ástæðum uppsagnarinnar. Á fundi sama dag greindi Kristín leikhússtjóri Atla Rafni frá því að tilefnið væri tilkynningar frá konum um kynferðislega áreitni hans. Kristín upplýsti á fundinum hve margar konur hefðu kvartað en greindi ekki nánar frá atvikum til að rjúfa ekki trúnað við þær. Atla Rafni voru greidd laun út uppsagnarfrestinn en vinnuframlagi hafnað. Fór Atli Rafn í mál og krafðist skaða- og miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur og Landsréttur svart og hvítt Atli Rafn byggði mál sitt á því að við uppsögnina hefði ekki verið fylgt reglum í reglugerð 1009/2015 sem fjallar meðal annars um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni. Reglugerðin er hluti af lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Atli Rafn taldi uppsögnina líka brjóta í bága við þau sjónarmið sem fram kom í handbók Borgarleikhússins. Héraðsdómur Reykjavíkur í október 2019 að þeirri niðurstöðu að Leikfélag Reykjavíkur og Kristín hefðu við uppsögnina ekki sýnt þá háttsemi sem ætlast yrði til af atvinnurekenda þegar upp kæmi mál af þessum toga og mælt væri fyrir um í fyrrnefndri reglugerð. Uppsögnin væri því ólögmæt og hefði leitt til bótaskyldu Leikfélags Reykjavíkur. Sömuleiðis var talið að Kristín bæri líka ábyrgð á tjóni Atla Rafns. Var niðurstaðan reist á því að Kristínu hefði mátt vera ljóst að aðgerðir hennar myndu hafa mikil áhrif á orðspor, starfsheiður og umtal leikarans, og þannig valda honum tjóni. Sératkvæði í Landsrétti Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu í desember. Í dómi réttarins, sem skipaður er þremur dómurum, var lagt til grundvallar að meðferð málsins hefði ekki verið hagað á þann veg sem lýst væri í fyrrnefndri reglugerð og handbók starfsfólks Borgarleikhússins. Á hinn bóginn yrði ekki talið að málsmeðferðin sem lýst væri í handbókinni væri ófrávíkjanlegt skilyrði til þess að grípa mætti til uppsagnar á ráðningarsamningi. Þá var tekið fram að engin skylda hvíldi á vinnuveitenda öðrum en stjórnvöldum til að rannsaka atvik sem gæfu tilefni til uppsagnar starfsmanns, gefa honum færi á að tjá sig eða gæta meðalhófs við val á úrræðum. Var því talið að heimilt hefði verið að segja Atla Rafni upp störfum á þeim grundvelli sem gert var án þess að viðhafa þá málsmeðferð sem Atli Rafn taldi að hefði vantað. Alla jafna dæmir einn dómari í málum í héraði en þrír þegar komið er upp í Landsrétt.Vísir/Vilhelm Þá var ekki talið að aðgerðir Leikfélags Reykjavíkur og Kristínar hefðu í orði eða verki falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru Atla Rafns en ekki hefði legið fyrir að Leikfélagið og Kristín hefðu tekið afstöðu til sannleiksgildi ávirðinga sem á hann hefðu verið bornar. Einn landsréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að dæma bæri Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni miskabætur. Æra meidd til framtíðar Atli Rafn byggði beiðni sína fyrir áfrýjun á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi þar sem ekki hafi áður reynt á gildi reglugerðar nr. 1009/2015 fyrir dómi. Því væri réttaróvissa fyrir hendi um gildi og inntak hennar. Héraðsdómur hafi gengið Atla Rafni í vil auk þess sem einn dómi í Landsrétti hafi talið brotið gegn hagsmunum Atla og sagt skilyrði til að dæma honum miskabætur. Þá vísaði Atli Rafn til þess að málið varðaði mikilvæga hagsmuni enda hefði ákvörðunin haft gríðarleg áhrif fyrir hann. Með ákvörðuninni hafi æra hans verið meidd til framtíðar og ímynd hans sem atvinnuleikara beðið verulegan hnekki. Loks taldi hann að dómur Landsréttar væri rangur að efninu til. Vísaði hann til þess að óheimilt hafi verið að lofa konunum nafnleynd sem báru á hann sökum. Sama eigi við um þá niðurstöðu að reglugerð 1009/2015 komi ekki í veg fyrir uppsögn án málsmeðferðar eftir að slíkar ásakanir eru komnar fram. Málið gegn Kristínu hefði ekki verulegt almennt gildi Hæstiréttur taldi dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um réttindi og skyldur starfsmanns og vinnuveitanda á almennum vinnumarkaði þegar reynir á uppsögn starfsmanns sem borinn hefur verið sökum þessu tagi, kynferðislega áreitni. Því væri honum veitt áfrýjunarleyfi gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Hins vegar var hvorki talið að úrslit málsins er varðaði leikhússtjórann Kristínu hefðu verulegt almennt gildi né varði mikilvæga hagsmuni Atla Rafns. Ekki yrði séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur. Leikhús Dómsmál Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Tengdar fréttir Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53 Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. maí 2020 12:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Ákvörðunin var birt á vef Hæstaréttar í dag en Atli Rafn skilaði beiðninni þann 13. janúar síðastliðinn. Landsréttur sýknaði í desember Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu af kröfu leikarans um miskabætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðinga. Héraðsdómur hafði áður dæmt Atla Rafni 5,5 milljónir króna í skaðabætur í málinu. Tilkynningar um kynferðislega áreitni Atli Rafn réð sig til eins árs í Borgarleikhúsið árið 2017 og hóf störf 18. ágúst. Hann var í raun á lánssamningi frá Þjóðleikhúsinu en tilgreint var að tegund starfsins væri „leikari á árssamning“ og að um starfskjör færi eftir kjarasamningi Félags íslenskra leikara og Leikfélags Reykjavíkur. Samkvæmt kjarasamningnum var gagnkvæmur uppsagnarfrestur gagnvart ársráðnum leikurum þrír mánuðir. Atla Rafni var sagt upp með bréfi þann 16. desember en ekki vikið að ástæðum uppsagnarinnar. Á fundi sama dag greindi Kristín leikhússtjóri Atla Rafni frá því að tilefnið væri tilkynningar frá konum um kynferðislega áreitni hans. Kristín upplýsti á fundinum hve margar konur hefðu kvartað en greindi ekki nánar frá atvikum til að rjúfa ekki trúnað við þær. Atla Rafni voru greidd laun út uppsagnarfrestinn en vinnuframlagi hafnað. Fór Atli Rafn í mál og krafðist skaða- og miskabóta vegna uppsagnarinnar. Héraðsdómur og Landsréttur svart og hvítt Atli Rafn byggði mál sitt á því að við uppsögnina hefði ekki verið fylgt reglum í reglugerð 1009/2015 sem fjallar meðal annars um aðgerðir gegn kynferðislegri áreitni. Reglugerðin er hluti af lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Atli Rafn taldi uppsögnina líka brjóta í bága við þau sjónarmið sem fram kom í handbók Borgarleikhússins. Héraðsdómur Reykjavíkur í október 2019 að þeirri niðurstöðu að Leikfélag Reykjavíkur og Kristín hefðu við uppsögnina ekki sýnt þá háttsemi sem ætlast yrði til af atvinnurekenda þegar upp kæmi mál af þessum toga og mælt væri fyrir um í fyrrnefndri reglugerð. Uppsögnin væri því ólögmæt og hefði leitt til bótaskyldu Leikfélags Reykjavíkur. Sömuleiðis var talið að Kristín bæri líka ábyrgð á tjóni Atla Rafns. Var niðurstaðan reist á því að Kristínu hefði mátt vera ljóst að aðgerðir hennar myndu hafa mikil áhrif á orðspor, starfsheiður og umtal leikarans, og þannig valda honum tjóni. Sératkvæði í Landsrétti Landsréttur komst að gagnstæðri niðurstöðu í desember. Í dómi réttarins, sem skipaður er þremur dómurum, var lagt til grundvallar að meðferð málsins hefði ekki verið hagað á þann veg sem lýst væri í fyrrnefndri reglugerð og handbók starfsfólks Borgarleikhússins. Á hinn bóginn yrði ekki talið að málsmeðferðin sem lýst væri í handbókinni væri ófrávíkjanlegt skilyrði til þess að grípa mætti til uppsagnar á ráðningarsamningi. Þá var tekið fram að engin skylda hvíldi á vinnuveitenda öðrum en stjórnvöldum til að rannsaka atvik sem gæfu tilefni til uppsagnar starfsmanns, gefa honum færi á að tjá sig eða gæta meðalhófs við val á úrræðum. Var því talið að heimilt hefði verið að segja Atla Rafni upp störfum á þeim grundvelli sem gert var án þess að viðhafa þá málsmeðferð sem Atli Rafn taldi að hefði vantað. Alla jafna dæmir einn dómari í málum í héraði en þrír þegar komið er upp í Landsrétt.Vísir/Vilhelm Þá var ekki talið að aðgerðir Leikfélags Reykjavíkur og Kristínar hefðu í orði eða verki falið í sér ólögmæta meingerð gegn æru Atla Rafns en ekki hefði legið fyrir að Leikfélagið og Kristín hefðu tekið afstöðu til sannleiksgildi ávirðinga sem á hann hefðu verið bornar. Einn landsréttardómari skilaði sératkvæði og taldi að dæma bæri Leikfélag Reykjavíkur til að greiða Atla Rafni miskabætur. Æra meidd til framtíðar Atli Rafn byggði beiðni sína fyrir áfrýjun á því að úrslit málsins hefðu verulegt almennt gildi þar sem ekki hafi áður reynt á gildi reglugerðar nr. 1009/2015 fyrir dómi. Því væri réttaróvissa fyrir hendi um gildi og inntak hennar. Héraðsdómur hafi gengið Atla Rafni í vil auk þess sem einn dómi í Landsrétti hafi talið brotið gegn hagsmunum Atla og sagt skilyrði til að dæma honum miskabætur. Þá vísaði Atli Rafn til þess að málið varðaði mikilvæga hagsmuni enda hefði ákvörðunin haft gríðarleg áhrif fyrir hann. Með ákvörðuninni hafi æra hans verið meidd til framtíðar og ímynd hans sem atvinnuleikara beðið verulegan hnekki. Loks taldi hann að dómur Landsréttar væri rangur að efninu til. Vísaði hann til þess að óheimilt hafi verið að lofa konunum nafnleynd sem báru á hann sökum. Sama eigi við um þá niðurstöðu að reglugerð 1009/2015 komi ekki í veg fyrir uppsögn án málsmeðferðar eftir að slíkar ásakanir eru komnar fram. Málið gegn Kristínu hefði ekki verulegt almennt gildi Hæstiréttur taldi dómur í málinu gæti haft fordæmisgildi um réttindi og skyldur starfsmanns og vinnuveitanda á almennum vinnumarkaði þegar reynir á uppsögn starfsmanns sem borinn hefur verið sökum þessu tagi, kynferðislega áreitni. Því væri honum veitt áfrýjunarleyfi gegn Leikfélagi Reykjavíkur. Hins vegar var hvorki talið að úrslit málsins er varðaði leikhússtjórann Kristínu hefðu verulegt almennt gildi né varði mikilvæga hagsmuni Atla Rafns. Ekki yrði séð að dómur Landsréttar væri bersýnilega rangur.
Leikhús Dómsmál Atli Rafn gegn Borgarleikhúsinu Tengdar fréttir Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05 Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53 Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. maí 2020 12:08 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Sjá meira
Borgarleikhúsið og Kristín sýknuð af kröfu Atla Rafns í Landsrétti Landsréttur sýknaði í dag Leikfélag Reykjavíkur og Kristínu Eysteinsdóttur fyrrverandi Borgarleikhússtjóra af kröfu Atla Rafns Sigurðssonar leikara. Héraðsdómur dæmdi stjórn leikfélagsins og Kristínu í fyrra til að greiða Atla Rafni 5,5 milljónir króna í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar og ærumeiðingar. 18. desember 2020 15:05
Atli Rafn hafði betur gegn Persónuvernd Atli Rafn Sigurðsson leikari hafði betur í máli sem hann höfðaði gegn Persónuvernd og þarf Persónuvernd að greiða 950 þúsund krónur í málskostnað. 26. júní 2020 14:53
Gátu ekki rofið nafnleynd þeirra sem kvörtuðu undan Atla Rafni eftir á Ekki var hægt að láta einstaklinga sem kvörtuðu undan meintri kynferðislegri áreitni eða ofbeldi Atla Rafns Sigurðarsonar, leikara, hjá Borgarleikhúsinu sæta því að nafnleynd þeirra yrði rofin eftir á. Ríkislögmaður sagði að Leikfélag Reykjavíkur yrði að svara fyrir það sem það gerði með ásakanirnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. 19. maí 2020 12:08