Bjargar erfðafræðin dæmdum raðmorðingja?: Fékk 30 ára dóm fyrir að myrða börnin sín en vísindamenn segja hana saklausa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 12. mars 2021 12:10 Folbigg ber vitni fyrir rannsóknarnefnd árið 2019. Á efri myndinni er Patrick og Laura þar fyrir neðan. Níutíu virtir vísindamenn og læknar hafa skrifað undir áskorun til ríkisstjóra Nýju Suður-Wales og skorað á hann að náða Kathleen Folbigg og láta hana umsvifalaust lausa. Folbigg hefur setið í fangelsi í 18 ár fyrir að hafa myrt fjögur börn sín, eitt af öðru, en sérfræðingarnir segja að dauða barnanna megi líklega rekja til erfðagalla. Folbigg hefur verið kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Við réttarhöldin lagði ákæruvaldið meðal annars fram dagbækur Folbigg, þar sem hún virðist álasa sjálfri sér fyrir dauða barnanna en stuðningsmenn hennar hafa bent á að hún tali aldrei um að hafa valdið dauða þeirra, heldur séu skrif hennar til marks um sektarkennd móður sem gat ekki verndað börnin sín frá dauðanum. Öll börnin með hættulegar genabreytingar Folbigg hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað freistað þess að fá dómnum snúið. Vegna þess hversu umdeilt málið hefur verið sáu yfirvöld í Nýju Suður-Wales sig tilneydd til að gefa út yfirlýsingu fyrir tveimur árum þar sem þau sögðu það hafa verið skoðað til hlítar. Nú segja vísindamenn hins vegar að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Caleb hafði verið greindur með flogaveiki þegar hann lést. Sérfræðingarnir, þeirra á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, segja ekkert benda til þess að börnin hafi verið kæfð og að dauða allra megi rekja til náttúrulegra orsaka. Ástralía Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira
Folbigg hefur setið í fangelsi í 18 ár fyrir að hafa myrt fjögur börn sín, eitt af öðru, en sérfræðingarnir segja að dauða barnanna megi líklega rekja til erfðagalla. Folbigg hefur verið kölluð „versti kvenraðmorðingi Ástralíu“ en árið 2003 var hún dæmd í 30 ára fangelsi fyrir að kæfa börn sín; Caleb, fæddan 1989, Patrick, fæddan 1990, Söruh, fædda 1992, og Lauru, fædda 1997. Við réttarhöldin lagði ákæruvaldið meðal annars fram dagbækur Folbigg, þar sem hún virðist álasa sjálfri sér fyrir dauða barnanna en stuðningsmenn hennar hafa bent á að hún tali aldrei um að hafa valdið dauða þeirra, heldur séu skrif hennar til marks um sektarkennd móður sem gat ekki verndað börnin sín frá dauðanum. Öll börnin með hættulegar genabreytingar Folbigg hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu og ítrekað freistað þess að fá dómnum snúið. Vegna þess hversu umdeilt málið hefur verið sáu yfirvöld í Nýju Suður-Wales sig tilneydd til að gefa út yfirlýsingu fyrir tveimur árum þar sem þau sögðu það hafa verið skoðað til hlítar. Nú segja vísindamenn hins vegar að nýuppgötvuð stökkbreyting hafi líklega valdið dauða stúlknana tveggja, Söruh og Lauru. Stúlkurnar erfðu hið stökkbreytta gen, CALM2 G114R, frá móður sinni en breytingar á því eru þekktar fyrir að valda hjartastoppi, meðal annars hjá sofandi ungabörnum. Báðar stúlkurnar voru með sýkingu þegar þær létust, sem vísindamennirnir telja hafa orðið til þess að hjarta þeirra stöðvaðist. Þá voru drengirnir báðir með tvær breytingar á geninu BSN, sem vitað er að veldur banvænni flogaveiki hjá músum. Caleb hafði verið greindur með flogaveiki þegar hann lést. Sérfræðingarnir, þeirra á meðal tveir Nóbelsverðlaunahafar, segja ekkert benda til þess að börnin hafi verið kæfð og að dauða allra megi rekja til náttúrulegra orsaka.
Ástralía Dómsmál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Segja að endurtaka verði kosningarnar umdeildu í Georgíu Sækja óvænt og hratt að Aleppo Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Rússar gera umfangsmiklar árásir á orkuinnviði Úkraínu Íranir hóta því að koma sér upp kjarnorkuvopnum Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Forsetaefni í Georgíu spilaði áður fyrir Manchester City Hinir 50 hafi allir verið „herra meðal-Jón“ Fangaskipti milli Bandaríkjanna og Kína Vopnahléið heldur en íbúar Gasa telja sig svikna Sendir Trump tóninn og hótar eigin tollum Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Sjá meira