Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 10:02 Hinrik, hertogi af Sussex, með eiginkonu sinni Meghan Markle. Vísir/EPA Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. Hjónin hafa ekki fengið öryggisgæslu á vegum bresku konungsfjölskyldunnar undanfarin misseri og í nýlegu viðtali lýsti Hinrik áhyggjum af öryggi fjölskyldu sinnar. Slúðurvefurinn TMZ hefur eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar að sami karlmaður hafi brotist inn í hús hertogahjónanna í Montecito í Kaliforníu, fyrst á aðfangadagskvöld og svo aftur á öðrum degi jóla. Maðurinn er sagður hafa ekið alla leiðina frá Ohio en ekki liggi fyrir hvað hann vildi hjónunum né hvort að þau hafi verið heima þegar hann mætti óboðinn heim til þeirra. Hinrik, sem gengur undir gælunafninu „Harry“, sagði í viðtali við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey á dögunum að þegar hann og Markle létu af formlegum störfum fyrir konungsfjölskylduna og fluttu til Norður-Ameríku hafi þau verið svipt lífvarðasveit sinni. Benti prinsinn á að þrátt fyrir að þau komi ekki lengur fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar steðji ýmsar ógnir enn að þeim. Viðtalið við hjónin vakti mikla athygli innan og utan Bretlands. Í því lýstu þau meðal annars rasisma innan bresku konungshallarinnar. Hinrik sagði að Karl Bretaprins, faðir sinn, hafi hætt að svara honum í síma eftir að hann og Markle ákváðu að láta af opinberum störfum. Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Tengdar fréttir Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Hjónin hafa ekki fengið öryggisgæslu á vegum bresku konungsfjölskyldunnar undanfarin misseri og í nýlegu viðtali lýsti Hinrik áhyggjum af öryggi fjölskyldu sinnar. Slúðurvefurinn TMZ hefur eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar að sami karlmaður hafi brotist inn í hús hertogahjónanna í Montecito í Kaliforníu, fyrst á aðfangadagskvöld og svo aftur á öðrum degi jóla. Maðurinn er sagður hafa ekið alla leiðina frá Ohio en ekki liggi fyrir hvað hann vildi hjónunum né hvort að þau hafi verið heima þegar hann mætti óboðinn heim til þeirra. Hinrik, sem gengur undir gælunafninu „Harry“, sagði í viðtali við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey á dögunum að þegar hann og Markle létu af formlegum störfum fyrir konungsfjölskylduna og fluttu til Norður-Ameríku hafi þau verið svipt lífvarðasveit sinni. Benti prinsinn á að þrátt fyrir að þau komi ekki lengur fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar steðji ýmsar ógnir enn að þeim. Viðtalið við hjónin vakti mikla athygli innan og utan Bretlands. Í því lýstu þau meðal annars rasisma innan bresku konungshallarinnar. Hinrik sagði að Karl Bretaprins, faðir sinn, hafi hætt að svara honum í síma eftir að hann og Markle ákváðu að láta af opinberum störfum.
Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Tengdar fréttir Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07