Bjarki segir að þótt þúsund jarðskjálftar sé auðvitað mikill fjöldi skjálfta þá sé þetta frekar rólegt miðað við næturnar undanfarið. Þá sveiflist virknin upp og niður og það má búast við því að það haldi áfram.
Í dag verður unnið úr gervihnattamynd sem tekin var á laugardag og síðar í dag verður svo tekin önnur sams konar mynd sem skilar sér annað hvort í kvöld eða fyrramálið.
Aðspurður hvort kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur milli Keilis og Fagradalsfjalls segir Bjarki að gera verði ráð fyrir því á meðan skjálftavirknin sé viðvarandi. Enn hefur kvika þó ekki náð að brjóta sér leið upp á yfirborðið með eldgosi.