„Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2021 11:56 Guðmundur Felix fór í klippingu þegar hann fór heim af spítalanum um helgina og birti þessa mynd af því tilefni á Facebook. Guðmundur Felix Grétarsson segist ekki hafa áttað sig á því fyrr en hann fór heim í fyrsta sinn um helgina hversu mjög það hefur tekið á hann líkamlega að fá grædda á sig handleggi. Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Nú eru tveir mánuðir síðan Guðmundur Felix gekkst undir hina sögulegu aðgerð á sjúkrahúsi í Frakklandi og ræddi hann stöðuna í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hann var meðal annars spurður að því hvort það hafi ekki verið gott andlega að fá frí af spítalanum og komast heim. „Það var alveg rosalega gott en það var erfiðara eftir á en ég hélt. Ég fór heim á laugardaginn og ég held að ég hafi verið orðinn svo spenntur að ég svaf allan sunnudaginn. Ég er sprækari í hausnum heldur en ég er líkamlega,“ sagði Guðmundur Felix. Þá hafi þetta líka mögulega verið spennufall. „Ég áttaði mig ekki alveg á því hvað þetta er búið að taka rosalega mikið af mér. Það var náttúrulega alveg frábært að komast heim, foreldrar mínir voru báðir heima, við fengum okkur góða soðningu og svo voru bakaðar vöfflur og ég fékk klippingu. En ég fann það, þegar ég var kominn í gamla umhverfið, að þramma upp stigana til foreldra minna, ég yfirleitt hleyp, ég svona rétt druslaðist upp þá og svo var ég alveg búinn á því. Þetta var spennufall held ég líka.“ Guðmundur Felix sagði að sér þætti eins og hann fyndi fyrir einhverju sem líkist verkjum í upphandleggnum. „Og aðeins niður í handlegg en það er ekki komið út í húðina ennþá. Við gerðum test í síðustu viku, það eru ekki neinar taugar komnar út í húðina en þær ættu nú að fara að gera vart við sig fljótlega vona ég. En taugarnar þurfa að vaxa fyrst niður í arminn og svo koma þær eins og tré þar sem það vaxa greinar út frá þessu út í húð.“ Framundan hjá Guðmundi Felix er áfram mikil endurhæfing en á meðal þess sem verið er að vinna með núna er jafnvægið hans. „Það er mikið verið að vinna með jafnvægið mitt líka því þyngdarpunkturinn minn er alveg út úr kú. Allt í einu er ég orðinn svo rosalega framþungur og þyngdarpunkturinn búinn að hækka. Að láta mig standa á línu og loka augunum, ég fell bara eins og spýta ef ég geri það,“ sagði Guðmundur Felix en hlusta má á viðtalið við hann í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Handleggir græddir á Guðmund Felix Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent