„Búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2021 19:01 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska A-landsliðinu gegn Belgíu er Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Davíð Snorri Jónasson, nýr U21 árs landsliðsþjálfari Íslands, segir að þjálfarateymið hafi teiknað upp aðstæður eitt og tvö - eftir því hvaða leikmenn verði í hópnum. Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira
Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri
EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Íslenski boltinn Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Fótbolti Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Fleiri fréttir „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Losað um hlekki Jóns Dags sem lagði upp eftir tuttugu sekúndur Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Sjá meira