„Búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö“ Anton Ingi Leifsson skrifar 15. mars 2021 19:01 Arnar Þór Viðarsson og Davíð Snorri Jónasson stýrðu íslenska A-landsliðinu gegn Belgíu er Freyr Alexandersson og Erik Hamrén voru í sóttkví. VÍSIR/VILHELM Davíð Snorri Jónasson, nýr U21 árs landsliðsþjálfari Íslands, segir að þjálfarateymið hafi teiknað upp aðstæður eitt og tvö - eftir því hvaða leikmenn verði í hópnum. Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira
Davíð Snorri tilkynnir sinn fyrsta landsliðshóp á fimmtudaginn, hópinn sem fer á EM U21 árs, en daginn áður tilkynnir Arnar Þór Viðarsson hóp íslenska A-landsliðsins fyrir þrjá leiki í undankeppni HM. Segir Davíð að þetta sé ekki hefðbundið vinnuumhverfi að stýra fyrsta leiknum á EM, án allra æfingaleikja. „Þetta er ekki hefðbundið vinnu umhverfi þegar maður er að taka við liði en aftur á móti er það þannig við höfum getað nýtt tímann vel í að skoða andstæðinga, tala við leikmenn og skoða fyrst og fremst okkar lið. Við erum búnir að nýta tímann vel og verðum klárir í Ungverjalandi,“ sagði Davíð við Ríkharð Óskar Guðnason í Sportpakka kvöldsins. En er hægt að setja sér einhver markmið fyrir svona mót, með enga æfingaleiki né undirbúning? „Það er hægt. Við erum með lið sem hefur staðið sig mjög vel og átti góða undankeppni, þar sem alltaf voru tekin skref fram á við. Nú erum við komin á stærsta sviðið og það eru tækifæri að taka fleiri skref saman.“ „Þetta eru þrír leikir og það eru í boði að spila fleiri leiki saman en við þurfum fyrst og fremst að tryggja það að við nýtum hvern dag sem best - svo við séum eins vel undirbúnir eins og hægt er fyrir hvern leik. Það eru markmiðin okkar.“ Eins og áður segir verða hóparnir báðir tilkynntir í vikunni og mun Davíð standa til boða, þeir leikmenn sem ekki verða valdir í A-landsliðið. „Það er líf þjálfarans að þurfa aðlagast hlutum og aðlagast þeim hratt. Það er staðan sem við erum í. Við fylgjum A-landsliðinu og erum að vinna í málinu. Við erum búnir að teikna upp aðstæður eitt og tvö og svo vinnum við úr því þegar við fáum endanlega niðurstöðu,“ en erfitt verður fyrir mótherja Íslands að minnsta kosti að rýna í byrjunarlið Íslands. „Við getum litið á það þannig. Það er auðvitað nýtt þjálfarateymi og við erum með góðan grunn sem við munum byggja á. Svo munum við reyna finna einhverja „detaila“ sem við munum vinna með.“ Ísland er með Frakklandi, Danmörku og Rússlandi í riðlinum, sem hefst í Ungverjalandi eftir tíu daga. „Athyglin fer líklega mest á Frakkland og Danmörku en aftur á móti er það þannig að við erum að horfa á að öll liðin vinna riðilinn sinn og gerðu það vel. Rússarnir, sem við eigum í fyrsta leiknum og okkar orka er búið að fara mest í, eru með hörkulið og vilja spila fótbolta. Það verður mjög skemmtilegur leikur.“ Mörg auga verða á mótinu og Davíð segir að sviðið verði ekki stærra. „Það eru allir í þessu til að komast á stærsta sviðið. Við erum komnir þangað. Allir landsleikir eru stór gluggi en þetta er vissulega extra stórt. Ég held að það sé gott fyrir leikmennina. Það vilja allir vera þarna og nú er það okkar að sýna hvað við getum.“ Félög geta neitað leikmönnum að taka þátt í landsliðsverkefnum vegna kórónuveirunnar og reglna um sóttkví. Davíð segir að það sé ekki komin svör frá öllum félögum hvort að eitthvert þeirra banni sínum manni að ferðast í mótið. „Það er möguleiki en við erum að bíða eftir hundrað prósent svörum,“ sagði Davíð. Klippa: Sportpakkinn - Davíð Snorri
EM U21 í fótbolta 2021 Sportpakkinn Mest lesið Jafngildi 20 Þjóðarhalla við Hringbraut svo ein á að geta risið í Laugardal Sport Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Íslenski boltinn Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Formúla 1 Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Dagskráin í dag: Átta liða úrslit FA bikarsins og margt fleira Sport Sabonis ekki með Litháen á EM Körfubolti Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Körfubolti Fleiri fréttir Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í fokking ljótri stöðu“ Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Markasúpa í Mjólkurbikarnum Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Segja Barcelona hafa svindlað og kærðu Arnór fyrsta nafn á eftirsóknarverðum lista Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Spyrja sig hvort Freyr geti heillað eins og Slot í Liverpool „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Harry Redknapp kallaði Tuchel þýskan njósnara Slegin út með tíu mörkum í tveimur leikjum Fögnuðu grimmt og gætu fengið bann Helgi Kolviðs aftur í þjálfun Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Brassar vilja fá Ancelotti til bjargar Eiginkonan varð að færa Marquinhos miklar sorgarfréttir Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt Gömul ummæli Bartons dregin fram: „Menn sem berja konur eru skíthælar“ „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari Til skoðunar að tilkynna málið til lögreglu Chelsea og Man City gætu þénað sextán milljarða á HM félagsliða Glæsimark Russo fullkomnaði endurkomu Arsenal Lyon örugglega áfram á kostnað Bayern Glódís Perla aftur á bekknum Umboðsmaður Davies gagnrýnir landsliðsþjálfarann Sjá meira