Fordómafulla Ísland Lúðvík Júlíusson skrifar 16. mars 2021 11:01 Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mannréttindi Réttindi barna Lúðvík Júlíusson Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur. Segjum að fjögurra ára barn greinist með dæmigerða einhverfu. Ef barnið uppfyllir ákveðin skilyrði hjá Tryggingastofnun(TR) þá getur það fengið umönnunarkort. Umönnunarkort veitir ýmisleg réttindi. Ein þeirra eru frítt í sund með einum fylgdaraðila. Þegar barnið fer í sund þá sýnir fylgdaraðilinn umönnunarkortið í afgreiðslu og fær afhenta tvo miða. Þarna byrjar vandamálið. Í mörgum sundlaugum á Íslandi, og þangað til nýlega í Reykjavík, þá fá þau afhenta miða sem á stendur „öryrki“. Finnst fólki það í lagi? Barn með einhverfu er barn. Það ætti því í öllum kringumstæðum að fá miða sem stendur á „barn“. Sveitarfélögin segjast þurfa góða tölfræði yfir sundlaugargesti og því þurfi að prenta „öryrki“ á miðann. Það er ekki rétt. Í sölukerfum samtímans eru notuð vörunúmer og upplýsingatækni til að greina tölfræðina. Það skiptir engu máli hvaða nöfn vörunúmerin fá. Flest alvöru sölukerfi eru sveigjanleg og heimila að prentaðar séu aðrar upplýsingar á miða og kvittanir en koma fram í sölukerfi. Það er því hægt að fá fullkomnar upplýsingar um sundlaugargesti án þess að rétta barni miða sem stendur á „öryrki“. Heilsufarsupplýsingar eru flokkaðar sem viðkvæmar upplýsingar í persónuverndarlögum. Gerðar eru ríkari kröfur til vinnslu og meðferðar þessara upplýsinga. Þetta eru til dæmis upplýsingar sem ekki eru almennar eins og aldur og kyn heldur geta þær varðað viðkvæmar félagslegar og heilsufarslegar upplýsingar sem koma engum öðrum við en sundlaugargesti og starfsfólki í afgreiðslu. Þess vegna á ekki að afhenda barni og/eða fylgdaraðila miða sem stendur á „öryrki“. Þarna er sveitarfélag að prenta á miða viðkvæmar persónuupplýsingar sem eiga að fara leynt. Það er algjör óþarfi og tilgangslaus vinnsla persónuupplýsinga. Í einhverjum tilfellum eru börnin að fara í sund með öðrum börnum og að sjálfsögðu eiga öll börn að fá eins miða. Hverjum dettur í hug að annað sé í lagi? Ungt barn, jafnvel þó það sé með fötlun, veit ekki alltaf að það sé eitthvað öðruvísi en önnur börn. Það þarf ekki einu sinni að vita það því öll börn eru ólík, með ólíka hæfni. Jafnvel önnur börn í kringum þau eru ekkert að spá í því. Börn geta oft verið víðsýnni en fullorðnir. Margar hindranir hafa verið í vegi barnsins en það hefur sigrast á þeim með útsjónarsemi og hvatningu. Það þarf ekkert á því að halda að starfsmaður í sundlaug setji á það stimpil. Ég skil ekki einu sinni tilganginn með því. Þetta á einnig við varðandi aðra sundlaugargesti. Þegar gestur fær afhentan miða í afgreiðslu þá skráir tölvan hvort um sé að ræða barn, fullorðinn, öryrkja, eldri borgara o.s.fr.v. Það þarf ekki að prenta þetta á miðan, það á ekki að stimpla fólk. Allir sem fara í sundlaugar eru sundlaugargestir. Leyfum börnum að vera börn eins lengi og hægt er og hættum að stimpla fólk með þessum hætti. Ég skora á sveitarfélög, ríki og stofnanir að breyta vinnulagi sínu og sýna börnum, jafnt sem fullorðnum, virðingu og tillitssemi. Höfundur er viðskiptafræðingur og áhugamaður um réttindi barna.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun