Kannast ekki við tal um aðskilnað en sagði áður „óhjákvæmilegt“ að stefna að því markmiði Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. mars 2021 14:48 Ráðherra vildi ekki kannast við það í dag að rætt hefði verið að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Dómsmálaráðherra sagðist að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun ekki kannast við að um það hefði verið rætt að stefna að aðskilnaði ríkis og kirkju. Stangast þetta á við fyrri ummæli ráðherra um málið. Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“ Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira
Uppfært kl. 16.58: Svo virðist sem misskilningur hafi orðið þegar ráðherra ræddi við fréttamann að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hið rétta er að það stóð ekki til að koma á aðskilnaði ríkis og kirkju með umræddu frumvarpi en ráðherra segir engu að síður stefnt að því með tíð og tíma. Stundin fjallaði um viðsnúning ráðherra í frétt í morgun en í nóvember 2019 hafði RÚV eftir Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur að hún hygðist á næsta ári setja af stað vinnu til að undirbúa aðskilnað ríkis og kirkju. Sagði hún kröfur um sjálfstæði trúfélaga og lífsskoðunarfélaga vera að aukast og að bregðast þyrfti við því. Vísaði hún til þeirra samninga sem gerðir voru í september það ár um aukið fjárhagslegt sjálfstæði Þjóðkirkjunnar og forræði yfir starfsmannamálum. „Og síðan hef ég hug á því í framhaldinu að fara að vinna með kirkjunni hver næstu skref verða og horfa til framtíðar í þeim efnum,“ sagði hún við RÚV, sem fullyrti að ráðherra hefði talað um að markmið þeirrar vinnu væri aðskilnaður ríkis og kirkju. „Óhjákvæmilegt“ að stefna að fullum aðskilnaði „Hérna er verið að leggja fram frumvarp í takt við þann samning sem var gerður við Þjóðkirkjuna 2019 um stóraukið sjálfstæði kirkjunnar,“ sagði ráðherra í viðtali eftir ríkisstjórnarfundinn í dag. Kannaðist hún ekki við að hafa áður rætt um að stefna að aðskilnaði og sagði meiri vinnu þurfa að liggja þar að baki. „En þetta er stórt skref og mikilvæg að þetta sé gert í sátt við kirkjuna og í takti við það samkomulag sem var gert við Þjóðkirkjuna í lok árs 2019,“ sagði hún. Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að umrætt frumvarp, ný heildarlög um Þjóðkirkjuna, færðu kirkjunni óheyrilegt fjármagn án nokkurra skuldbindinga. Þá sagði hann það uppfylla í engu orð um aðskilnað. Sjálf sagði Áslaug Arna í aðsendri grein í Morgunblaðinu í nóvember 2019: „Nýlegt samkomulag milli ríkisvaldsins og þjóðkirkjunnar felur í sér að hún verður ekki lengur eins og hver önnur ríkisstofnun. Hún mun fremur líkjast frjálsu trúfélagi sem ber ábyrgð á eigin rekstri og fjárhag. Þessar breytingar eru til mikilla bóta og óhjákvæmilegt að stefna áfram á sömu braut í átt að fullum aðskilnaði.“
Þjóðkirkjan Trúmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Innlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Fleiri fréttir Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa „Kannski ég læri að prjóna sokka“ Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sjá meira