Halldór Jóhann fer ekki með Barein á Ólympíuleikana Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. mars 2021 18:01 Halldór Jóhann á hliðarlínunni í Egyptalandi í janúar. EPA-EFE/Mohamed Abd El Ghany / POOL Halldór Jóhann Sigfússon verður ekki á hliðarlínunni er Barein tekur þátt á Ólympíuleikunum í Tókýó í sumar líkt og hann var er liðið tók þátt á HM í janúar. Hann var ekki tilbúinn að fórna starfi sínu á Selfossi. Halldór Jóhann var í upphafi þessa árs landsliðsþjálfari Barein sem og Selfyssinga í Olís deild karla í handbolta. Hann hefur ákveðið að segja starfi sínu sem landsliðsþjálfari Barein lausu. Þetta staðfesti Halldór í spjalli við RÚV í dag. Halldór Jóhann var upphaflega ráðinn í lok nóvember á síðasta ári og átti hann aðeins að stýra liðinu út HM í Egyptalandi. Átti að meta stöðuna að móti loknu. Það var hins vegar ljóst að Barein væri á leiðinni á Ólympíuleikana í fyrsta sinn en liðið vann Asíuforkeppnina um haustið 2019. Þá var Aron Kristjánsson þjálfari liðsins. Aron ákvað hins vegar að hætta þegar ljóst var að Ólympíuleikarnir færu ekki fram sumarið 2020. Hann tók svo við liði Hauka í Olís deild karla síðasta sumar. Barein fékk upphaflega Þjóðverjann Michael Roth eftir að Aron sagði starfi sínu lausu. Sá entist stutt og var Halldór Jóhann ráðinn til að stýra liðinu á HM. Þar komst liðið alla leið í milliriðla og vildi handknattleikssamband Barein semja við Halldór Jóhann með því skilyrði að hann væri ekki að þjálfa hér á landi. „Ég var ekki tilbúinn til að fórna mínu starfi á Selfossi en þeir vildu mig í fullt starf og búsettan úti,“ sagði Halldór Jóhann við RÚV í dag. Við Íslendingar munum samt eiga tvo fulltrúa í handboltanum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Alfreð Gíslason er enn þjálfari Þýskalands og Dagur Sigurðsson mun stýra liði Japans líkt og á HM í Egyptalandi. Í kvennaflokki gæti svo Þórir Hergeirsson verið á sínum hefðbundna stað með norska landsliðið en það kemur í ljós um helgina hvort liðið komist á Ólympíuleikana sem fram fara í sumar. Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira
Halldór Jóhann var í upphafi þessa árs landsliðsþjálfari Barein sem og Selfyssinga í Olís deild karla í handbolta. Hann hefur ákveðið að segja starfi sínu sem landsliðsþjálfari Barein lausu. Þetta staðfesti Halldór í spjalli við RÚV í dag. Halldór Jóhann var upphaflega ráðinn í lok nóvember á síðasta ári og átti hann aðeins að stýra liðinu út HM í Egyptalandi. Átti að meta stöðuna að móti loknu. Það var hins vegar ljóst að Barein væri á leiðinni á Ólympíuleikana í fyrsta sinn en liðið vann Asíuforkeppnina um haustið 2019. Þá var Aron Kristjánsson þjálfari liðsins. Aron ákvað hins vegar að hætta þegar ljóst var að Ólympíuleikarnir færu ekki fram sumarið 2020. Hann tók svo við liði Hauka í Olís deild karla síðasta sumar. Barein fékk upphaflega Þjóðverjann Michael Roth eftir að Aron sagði starfi sínu lausu. Sá entist stutt og var Halldór Jóhann ráðinn til að stýra liðinu á HM. Þar komst liðið alla leið í milliriðla og vildi handknattleikssamband Barein semja við Halldór Jóhann með því skilyrði að hann væri ekki að þjálfa hér á landi. „Ég var ekki tilbúinn til að fórna mínu starfi á Selfossi en þeir vildu mig í fullt starf og búsettan úti,“ sagði Halldór Jóhann við RÚV í dag. Við Íslendingar munum samt eiga tvo fulltrúa í handboltanum á Ólympíuleikunum í Tókýó. Alfreð Gíslason er enn þjálfari Þýskalands og Dagur Sigurðsson mun stýra liði Japans líkt og á HM í Egyptalandi. Í kvennaflokki gæti svo Þórir Hergeirsson verið á sínum hefðbundna stað með norska landsliðið en það kemur í ljós um helgina hvort liðið komist á Ólympíuleikana sem fram fara í sumar.
Handbolti Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Gagnrýnir CrossFit: Flýja alla ábyrgð og láta aðra sjá um kostnaðinn Sport Arne Slot: Hættuleg helgi fyrir Liverpool Enski boltinn Fær meira fyrir hálftíma ræðu en fyrir að spila heilt tímabil Körfubolti Arnar og Freyr ekki efstir á óskalista Óskars Hrafns Fótbolti „Ef þeim líkar ekki maturinn geta þeir dullað sér út“ Körfubolti Ætlaði að ná hundraðasta sigrinum en endaði upp á spítala Sport Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ Handbolti Rautt spjald eftir þrjátíu sekúndur en unnu samt úrslitaleikinn Fótbolti Tekur barnið sitt úr leikskóla svo að skíðakonan geti haldið jólin með þeim Sport Fleiri fréttir Stelpur sem geta lúðrað á markið „Ég fór ekkert alltof seint að sofa“ „Ég þarf smá útrás“ Íslendingaliðin með örugga sigra í Portúgal Janus og félagar á toppnum eftir sjöunda sigurinn í röð Norsku stelpurnar hans Þóris með fullt hús Öruggur sigur ÍBV gegn Val „Ætla að gefa þessum kosningum frí“ Steinlágu á móti neðsta liðinu Haukarnir með þrjú síðustu mörkin og eru í góðum málum Aðeins tvær hlupu hraðar en Dana Björg Elvar búinn að ganga frá samningi við Magdeburg Eyjamenn minnast Kolbeins í dag með því að drekka Kollabjórinn Þórir leyfði leikmanni að fara heim til að sinna fjölskyldumálum Skot Elínar Klöru mældist á meira en 101 kílómetra hraða Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð „Við vorum bara klaufar“ Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Uppgjörið: Fram - FH 29-30 | Dramatík í Úlfarsárdal Arnar og Elvar á toppnum Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ „Í seinni hálfleik voru aðeins of margir tapaðir boltar“ „Maður er hálf meyr“ „Kannski svolítið galið þegar maður bakkar aðeins aftur í tímann“ Færeysku stelpurnar svöruðu frábærlega fyrir sig Uppgjörið: Holland - Ísland 27-25 | Hetjuleg frammistaða gegn einu besta liði heims „Þær eru bara hetjur“ „Maður finnur aðeins fyrir fiðrildunum“ Monsi með eitt besta mark vikunnar í Evrópudeildinni Sjá meira