„Rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 17. mars 2021 06:30 Það hefur verið tiltölulega rólegt á Reykjanesskaganum í nótt þótt mörg hundruð skjálftar hafi engu að síður mælst. Aðeins þrír þeirra hafa verið yfir þremur. Vísir/Vilhelm Rúmlega 400 skjálftar hafa mælst á Reykjanesskaganum frá miðnætti. Þar af hafa þrír þeirra verið yfir þremur að stærð, sá stærsti varð klukkan 02:37 og var 3,3 að stærð. Upptök hans voru 1,9 kílómetra suður af Fagradalsfjalli. Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Elísabet Pálmadóttir, náttúruvárfræðingur, tekur undir það þegar blaðamaður spyr hvort þessi nótt hafi ekki verið svona frekar róleg miðað við það sem á undan er gengið í hrinunni sem hófst með stórum skjálfta upp á 5,7 fyrir þremur vikum. „Já, ég held að þetta sé alveg rólegasta nóttin síðan hrinan byrjaði. Það var frekar rólegt í gær í þessari hrinu en þetta er náttúrulega mjög mikið,“ segir Elísabet. Skjálftarnir eru því enn mjög margir sé miðað við hvernig jarðskjálftavirkni er venjulega á Reykjanesskaga. Þá er ekki hægt að segja að atburðurinn sé búinn eða fullyrða neitt um að honum sé að ljúka þar sem nýjustu gervitunglamyndir og GPS-mælingar sýna að kvika sé enn að flæða inn í kvikuganginn sem myndast hefur á milli Keilis og Fagradalsfjalls. ´ Á meðan svo er megi enn búast við gosi þótt jarðskjálftarnir séu kannski eitthvað færri á ákveðnum tímapunkti. Elísabet segir að til að hægt sé að segja að þetta sé búið þá þyrfti kvikan að hætta að flæða inn í ganginn og skjálftavirknin að fjara út. Kannski gerist það en of snemmt sé að segja til um það. Enn megi jafnframt búast við stórum jarðskjálfta í Brennisteinsfjöllum á milli Kleifarvatns og Bláfjalla upp á allt að 6,5 og eru raunar að mælast einn og einn skjálfti þar. Elísabet segir að vel sé fylgst með því svæði einnig en enn er þó virknin mest bundin við Fagradalsfjall.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Innlent Fleiri fréttir „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Samfylkingin mælist með 27 prósenta fylgi Réðust á og hótuðu starfsmönnum verslunar Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sjá meira
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent
Borgarstjóra falið að beita sér fyrir því að einkaflug á Reykjavíkurflugvelli fari annað Innlent