Keflavík hefur slítur samstarfi sínu við Max Montana en félagið staðfestir þetta á heimsíðu sinni. Karfan.is sagði fyrst frá þessu en Körfuknattleiksdeild Keflavíkur hefur nú staðfest fréttirnar.
„Á fundi stjórnar Körfuknattleiksdeildar Keflavíkur í gærkvöldi var tekin sú ákvörðun að segja upp samningi við leikmann liðsins Max Montana. Ástæða uppsagnar á samningnum var brot leikmannsins á agareglum félagsins. Það er því ljóst að leikmaðurinn mun ekki spila meira fyrir lið Keflavíkur á þessu keppnistímabili,“ segir í fréttinni á heimasíðu Keflavíkur.
Max kom til Keflavíkurliðsins í byrjun febrúar eða rétt fyrir lok gluggans og hefur hann aðeins leikið sex leiki með Keflavíkurliðinu.
Keflvíkingar hafa unnið fimm af þessum sex leikjum en Montana var með 9,0 stig, 1,7 frákast og 0,3 stoðsendingar að meðaltali á 14,3 mínútum í leik.
Montana hitti úr 35,5 prósent þriggja stiga skota sinna en hann skoraði þrjá þrista í tveimur leikjum, fyrst á móti Tindastól og svo á móti Þór Ak. þar sem hann var með átján stig.
Keflvíkingar eru í frábærum málum í Domino´s deildinni, með tólf sigra í fjórtán leikjum og fjögurra stiga forskot. Næsti leikur er á móti nágrönnunum í Njarðvík á föstudagskvöldið.