Þórsarar endurheimta Drungilas en enda þeir taphrinuna í toppslag kvöldsins? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2021 16:31 Adomas Drungilas skorar fyrir Þór í fyrri leiknum á móti Stjörnunni. Vísir/Elín Björg Liðin í öðru og þriðja sæti Domino´s deildar karla í körfubolta, Stjarnan og Þór Þorlákshöfn, mætast í Icelandic Glacial höllin í Þorlákshöfn í kvöld. Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira
Stjarnan er með tveimur stigum meira en Þórsliðið í öðru sæti deildarinnar en með sigri ná Þórsarar öðru sætinu og tryggja sér um leið betri innbyrðis stöðu á móti Garðbæingum út tímabilið. Leikur Þórs Þ. og Stjörnunnar verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4 og hefst útsendingin klukkan 18.05. Bæði liðin töpuðu síðasta leik sínum og Þórsarar hafa nú tapað tveimur leikjum í röð. Liðið lék síðasta leik án litháíska leikmannsins Adomas Drungilas sem tók út leikbann á móti Grindavík. Í leiknum á undan tapaði Þórsliðið á móti Keflavík en þar á undan hafði spútniklið vetrarins unnið fimm leiki í röð. Stjarnan tapaði óvænt á móti Þór Akureyri í síðasta leik sínum en Garðabæjarliðið hefur ekki tapað tveimur deildarleikjum í röð undanfarna rúmu sextán mánuði. Stjarnan hefur síðan unnið sex leiki í röð í næsta leik eftir tapleik. Þórsarar sóttu sigur í Garðabæinn í fyrri leik liðanna í janúar en Þórsliðið vann leikinn 111-100 þar sem umræddur Adomas Drungilas var með 20 stig, 14 fráköst, 5 stoðsendingar, 3 stolna bolta og 3 varin skot. Stjörnuliðið hefur ekki fengið á sig fleiri stig í einum leik en liðið er að fá á sig meðaltali 88,2 stig í leik. Ragnar Örn Bragason setti líka niður 20 stig í leiknum en hann var með fjóra þrista og alls voru fimm leikmenn Þórsliðsins með fimmtán stig eða meira því Larry Thomas og Emil Karel Einarsson skoruðu báðir 16 stig og Styrmir Snær Þrastarson var með 15 stig. Ægir Þór Steinarsson og Gunnar Ólafsson voru báðir með 24 stig fyrir Stjörnuna í leiknum og Mirza Sarajlija skoraði 19 stig. Stjörnuliðið lék án sænska landsliðsmannsins Alexander Lindqvist og verða væntanlega aftur án hans í kvöld þar sem hann fór til Svíþjóðar á dögunum vegna persónulegra ástæðna. Auk þess að sýna beint frá leik Þórs Þ. og Stjörnunnar þá verður leikur Vals og Tindastóls sýndur beint á Stöð 2 Sport frá klukkan 19.45 og á eftir honum verða Dominos Tilþrifin. Leikur Vals og Tindastóls er styrktarleikur fyrir Píeta samtökin. Píeta samtökin eru samtök sem sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Leikurinn verður í opinn dagskrá á Stöð 2 Sport og hefst klukkkan 20.15 en útsending hefst klukkan 19.45 þar sem vakin verður athygli á samtökunum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Stjarnan Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Sjá meira