Hissa á uppsögn Basta og ræddu um vinaklíkuna í Safamýrinni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. mars 2021 22:30 Sebastian Alexandersson heldur ekki áfram með Fram. vísir/hulda margrét Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru hissa á þeirri ákvörðun Fram að segja þjálfaranum Sebastian Alexanderssyni upp störfum. Hann stýrir Fram út tímabilið en Einar Jónsson tekur svo við liðinu. Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira
Uppsögn Sebastians var til umræðu hjá þeim Jóhanni Gunnari Einarssyni og Ásgeiri Erni Hallgrímssyni í Lokaskotinu í Seinni bylgjunni í gær. „Ég var mjög hissa,“ sagði Jóhann Gunnar. „Þeir eru að fá týnda soninn heim en maður er alltaf hissa þegar þjálfarar eru látnir fara þegar maður sér ekki af hverju. Þeir eru ekkert mjög ofarlega og eru ekki með mannskap í það eins og er en eru miklu betri en þeir hafa verið síðustu tvö til þrjú ár.“ Ásgeir Örn tók í sama streng og Jóhann Gunnar. Hann sagði Sebastian hafa gert góða hluti í Safamýrinni. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart. Mér fannst holningin á Frömmurum fín og fannst þeir líta betur út en oft áður. Ef þú dæmir þetta bara út frá leikjunum er þetta illskiljanlegt. En við vitum ekkert hvað er að gerast bak við tjöldin og á æfingum. Það er það eina sem manni dettur í hug, að það sé einhver ólga,“ sagði Ásgeir Örn. Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið Henry Birgir Gunnarsson spurði gamla Frammarann Jóhann Gunnar út í meinta ólgu í Safamýrinni. Hann sagðist ekki telja að Sebastian væri búinn að missa klefann en Einar hafi sterk tengsl við stjórn handknattleiksdeildar Fram. „Þetta er ekki það held ég. Maður hefur heyrt að þetta sé þessi vinaklíka. Þetta er samheldinn hópur í stjórninni, fyrrverandi leikmenn sem þekkja Einar Jónsson mjög vel. Og eins Basti sagði í viðtali og var mjög opinskár með, fengu þeir fyrsta kostinn sinn ári seinna. Eins og pælingin hafi alltaf verið að fá Einar Jónsson,“ sagði Jóhann Gunnar sem tók þó fram að hann væri hrifinn af Einari sem þjálfara enda urðu þeir Íslandsmeistarar saman með Fram 2013. Hann sé því í hálfgerðri klemmu. „Basti er líka minn maður. Ég vann lengi með honum. Ég er beggja megin og finnst þetta ömurlegt. Ég get ekki ákveðið mig. Þetta er samt svo skrítið því það var ekkert sem benti til þess að Basti væri að gera eitthvað slæmt eða rangt.“ Í Lokaskotinu ræddu þeir Jóhann Gunnar og Ásgeir Örn einnig um möguleika Þórs á að halda sér í Olís-deildinni. Lokaskotið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Fram Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Dagskráin í dag: Lengjubikar kvenna, úrvalsdeildin í keilu og NBA Sport Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Elliði frábær þegar Gummersbach valtaði yfir Ljónin frá Löwen Blomberg-Lippe í góðri stöðu í Evrópudeildinni „Eins besta vörn sem við höfum spilað held ég“ „Frammistaða á alþjóðamælikvarða“ Haukar flugu inn í 8-liða úrslitin Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Uppgjörið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur skrefi nær undanúrslitum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Sjá meira