Mestar líkur á enskum úrslitaleik í Meistaradeildinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2021 11:00 Liverpool maðurinn Sadio Mane með Meistaradeildarbikarinn en Liverpool vann hann síðasta þegar ensk félög mættust í úrslitaleiknum vorið 2019. Getty/Matthias Hangst Manchester City er sem fyrr sigurstranglegasta liðið í Meistaradeildinni í vor en það eru líka mestar líkur á að tvö lið úr ensku úrvalsdeildinni spili til úrslita í Tyrklandi. Það eru aðeins átta lið eftir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og nú er jafnframt ljóst hvaða leið bíður þessara átta liða ætli þau alla leið í úrslitaleikinn á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú sett saman sigurlíkur allra liðanna átta eftir að það var búið að draga bæði í átta liða úrslitin sem og undanúrslitin. The road to Istanbul is set! Which 2 teams will make the final? #UCLdraw | #UCL pic.twitter.com/HdgWQRCMHQ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Manchester City er með yfirstöðu í spákeppninni en lærisveinar Pep Guardiola eru eina liðið með meira en helmingslíkur á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það eru 56 prósent líkur á því að City liði spili til úrslita og 37 prósent líkur á því að liðið vinni Meistaradeildina. Það sem vekur kannski meiri athygli að það eru ekki mestar líkur á því að Manchester City mæti ríkjandi meisturum í Bayern München í úrslitaleiknum en það er ein góð skýring á því. City og Bayern munu nefnilega mætast í undanúrslitunum vinni þau viðureignir sínar í átta liða úrslitunum. Quarter-finals set Plot your own path to the final and decide who lifts the trophy in Istanbul... #UCLbracket | @GazpromFootball | #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Fyrir vikið eru meiri líkur hjá Chelsea að komast í úrslitaleikinn (43 prósent) og vinna titilinn (18 prósent) heldur hjá Bayern að komast alla leið (28 prósent) og verja titilinn (16 prósent). Jafnasta viðureign átta liða úrslitanna samkvæmt spánni er aftur á móti einvígi Liverpool og Real Madrid. Bæði eru með fimmtíu prósent líkur á að komast í undanúrslitin en Liverpool er einu prósenti líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það lið sem vinnur einvígi Liverpool og Real Madrid mætir einmitt Chelsea (eða Porto) í undanúrslitunum. Komist Manchester City loksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá eru mestar líkur á því að liðið mæti annaðhvort Chelsea eða Liverpool í alenskum úrslitaleik. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira
Það eru aðeins átta lið eftir í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu og nú er jafnframt ljóst hvaða leið bíður þessara átta liða ætli þau alla leið í úrslitaleikinn á Atatürk Ólympíuleikvanginum í Istanbul. Tölfræðisíðan FiveThirtyEight hefur nú sett saman sigurlíkur allra liðanna átta eftir að það var búið að draga bæði í átta liða úrslitin sem og undanúrslitin. The road to Istanbul is set! Which 2 teams will make the final? #UCLdraw | #UCL pic.twitter.com/HdgWQRCMHQ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Manchester City er með yfirstöðu í spákeppninni en lærisveinar Pep Guardiola eru eina liðið með meira en helmingslíkur á því að komast alla leið í úrslitaleikinn. Það eru 56 prósent líkur á því að City liði spili til úrslita og 37 prósent líkur á því að liðið vinni Meistaradeildina. Það sem vekur kannski meiri athygli að það eru ekki mestar líkur á því að Manchester City mæti ríkjandi meisturum í Bayern München í úrslitaleiknum en það er ein góð skýring á því. City og Bayern munu nefnilega mætast í undanúrslitunum vinni þau viðureignir sínar í átta liða úrslitunum. Quarter-finals set Plot your own path to the final and decide who lifts the trophy in Istanbul... #UCLbracket | @GazpromFootball | #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) March 19, 2021 Fyrir vikið eru meiri líkur hjá Chelsea að komast í úrslitaleikinn (43 prósent) og vinna titilinn (18 prósent) heldur hjá Bayern að komast alla leið (28 prósent) og verja titilinn (16 prósent). Jafnasta viðureign átta liða úrslitanna samkvæmt spánni er aftur á móti einvígi Liverpool og Real Madrid. Bæði eru með fimmtíu prósent líkur á að komast í undanúrslitin en Liverpool er einu prósenti líklegra til að komast í úrslitaleikinn. Það lið sem vinnur einvígi Liverpool og Real Madrid mætir einmitt Chelsea (eða Porto) í undanúrslitunum. Komist Manchester City loksins í úrslitaleik Meistaradeildarinnar þá eru mestar líkur á því að liðið mæti annaðhvort Chelsea eða Liverpool í alenskum úrslitaleik.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Aubameyang syrgir fallinn félaga Fótbolti Dagskráin í dag: Hvað gerir Man United? Sport Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Fótbolti Fleiri fréttir Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Veltu fyrir sér hvort það hafi verið rétt að taka Rashford af velli Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ Aubameyang syrgir fallinn félaga „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ Newcastle upp í þriðja sætið „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Tvö mörk á þremur mínútum sendu Inter í undanúrslit Skytturnar í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Ætlar ekki að verja forystuna Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Vita af hverju rangt lag var spilað fyrir leikinn á Villa Park Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR Luis Suárez: Messi vill spila á HM 2026 Reiði yfir stuttu banni Mbappé: „Hneykslið hefur verið staðfest“ „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ Sjá meira