Maðurinn fundinn sem leitað var að við gosstöðvarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 22. mars 2021 10:01 Frá gosstöðvunum í Geldingadal. Vísir/Vilhelm Maður sem leitað hefur verið í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal er fundinn. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira
Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Innlent Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Innlent „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Innlent Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Innlent Kennaraverkfalli frestað Innlent „Ég sé eftir því að nokkru leyti“ Innlent Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Innlent Pútín hótar afdrifaríkum árásum á Kænugarð Erlent Þessi mættu best og verst í þinginu Innlent Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Innlent Fleiri fréttir „Allt það sem mannlegur máttur ræður við er undir góðri stjórn“ „Stjórnmálamenn eru að gera sig að fíflum í beinni útsendingu“ Ísstífla hrannast upp í Ölfusá Önnin kláruð með eðlilegum hætti í MR Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Dynjandisheiði boðin út „á allra næstu dögum“ Miklar gleðifréttir og gott að fá nemendur og starfsfólk aftur í hús Samtökin '78 kæra oddvita Lýðræðisflokksins Svona verður kosningavaka Stöðvar 2 Næststærsta gosið hingað til Kennaraverkfalli frestað „Við setjum ekki líf og limi fólks í hættu til að flytja kjörgögn“ Tveir teknir með falin fíkniefni á leið til Ísafjarðar Kappræður gerðar upp: „Hann lenti upp á kant við nánast alla í stúdíóinu“ Engin kæra borist vegna upptakanna Svifryksmengun í borginni í dag og næstu daga Bein útsending: Fundur fólksins í Hörpu Óbreytt skólahald í Sunnulækjarskóla eftir helgi Ekkert D-vítamín í kæstum hákarli Fleiri gular viðvaranir á kjördag Slæm spá fjölgar þeim sem greitt hafa atkvæði Áframhaldandi gasmengun í Grindavík Margir greiða atkvæði utan kjörfundar fyrir austan Heilskimun Intuens enn til skoðunar hjá landlæknisembættinu Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna slyss í íshellaferð Æfing lögreglu og fíkniefnamál ollu misskilningi Þessi mættu best og verst í þinginu Sakborningur í Elko-málinu líka grunaður um heimilisofbeldi Um 173 milljónir króna á hvern fanga í nýju fangelsi á Stóra-Hrauni Sjá meira