Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Landris á Sundhnúksgígaröðinni heldur áfram en hefur örlítið hægt á sér á síðustu vikum. Sérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa uppfært hættumat vegna og helst það óbreytt frá síðustu viku. Innlent 18.2.2025 15:27
Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Fullyrt var á samfélagsmiðlinum X að hluti ágóða sem myndi hljótast af rafmynt sem ber heitið Volcoino eða $VCOIN myndi renna til þeirra sem misstu lífibrauð sitt og húsin sín í Grindavík vegna jarðhræringanna á Reykjanesskaga. Reikningnum þar sem þetta var fullyrt hefur verið eytt og virði rafmyntarinnar fallið gríðarlega. Viðskipti innlent 15.2.2025 20:03
Líklegast að gos hefjist í seinni hluta febrúar Gos gæti hafist hvenær sem er á Reykjanesi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi er komið upp í það sem þarf til að koma af stað kvikuhlaupi. Benedikt G. Ófeigsson segir erfitt að þrengja tímarammann en líklegast sé að gosið komið upp í kringum seinni hluta febrúar eða byrjun mars. Innlent 12.2.2025 23:44
Eldgosin í stærri kantinum verði þau við flekamótin Líkur á enn öðru eldgosi á Reykjanesskaga aukast með hverjum degi þar sem kvikumagnið undir Svartsengi svipar nú til þess sem kom upp í síðasta gosi. Ármann Höskuldsson eldfjallafræðingur segir líklegt að við séum komin í seinni hluta goshrinunnar á Reykjanesskaga. Innlent 29. janúar 2025 21:48
„Seinni hluta febrúar eða snemma í mars er líklegt“ Búast má við eldgosi á Reykjanesskaga um mánaðamótin febrúar / mars, miðað við núverandi stöðu. Prófessor í jarðeðlisfræði segir vísbendingar um að tekið sé að síga á seinni hluta eldgosahrinu síðustu ára. Innlent 29. janúar 2025 12:16
Líkur á eldgosi fara vaxandi Aflögunarmælingar sýna áframhaldandi landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Atburðarrásin heldur því áfram á svipaðan hátt og fyrir síðustu gos. Líkanreikningar sýna að magn kviku sem safnast hefur undir Svartsengi nálgast það magn sem kom upp í síðasta eldgosi. Innlent 28. janúar 2025 16:21
Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Landris heldur áfram á Sundhnúksgígaröðinni en en hraði landriss hefur minnkað örlítið. Í tilkynningu frá Veðurstofunni kemur fram að þessi breyting hafi ekki áhrif á fyrra mat Veðurstofunnar um líklega atburðarás á svæðinu og að enn megi gera ráð fyrir því að líkur á kvikuhlaupi og jafnvel eldgosi á Sundhnúksgígaröðinni fari að aukast í lok janúar eða byrjun febrúar Innlent 21. janúar 2025 14:41
Snarpur skjálfti við Trölladyngju Snarpur jarðskjálfti mældist við Trölladyngju á Reykjanesskaga í dag. Skjálftinn var 3,3 að stærð og greindinst hann á mælum klukkan 13:45 í dag. Þá hafa nokkrir eftirskjálftar fylgt honum. Innlent 18. janúar 2025 14:39
Áframhaldandi landris við Svartsengi Áfram en landris og kvikusöfnun undir Svartsengi. Hættumat Veðurstofu Íslands er óbreytt. Innlent 14. janúar 2025 16:21
Hraunbreiðan enn heit og hættuleg göngufólki Kvikusöfnun undir Svartsengi heldur áfram. Það sýna aflögunargögn frá Veðurstofunni fram og til 30. desember 2024. Samkvæmt tilkynningu Veðurstofunnar eru auknar líkur á kvikuhlaupi eða jafnvel eldgosi í lok janúar. Enn er hraunbreiðan frá síðasta eldgosi talin hættuleg göngufólki. Nýtt hættumat fyrir svæðið hefur verið birt. Innlent 2. janúar 2025 15:47
Prófa rýmingarflautur í Grindavík í dag Klukkan 11 í dag mun Lögreglan á Suðurnesjum prófa rýmingarflautur í Grindavík og Svartsengi. Í tilkynningu kemur fram að þetta sé gert til að prófa virkni fjarræsibúnaðar og handræsibúnaðar sem settur hefur verið við flauturnar og til að tryggja virkni búnaðar. Innlent 2. janúar 2025 08:56
Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Varnargarðsmenn við Grindavík hlutu afgerandi kosningu í vali á manni ársins á Vísi og Reykjavík síðdegis á Bylgjunni. Valið var kunngjört í þættinum Reykjavík árdegis á Bylgjunni rétt í þessu. Innlent 31. desember 2024 11:33
Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Fyrsti þáttur heimildaþáttaraðarinnar Grindavík fór í loftið í gær. Þar var stiklað á stóru sigrunum í körfuboltasögu Grindvíkinga. Körfubolti 30. desember 2024 07:00
Öflug skjálftahrina við Reykjaneshrygg Skjálftavirkni við Reykjaneshrygg jókst til muna í dag en nærri áttatíu jarðskjálftar hafa orðið frá því í nótt. Innlent 29. desember 2024 17:45
Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Í heimildaþáttaröðinni Grindavík lýsa bæjarbúar meðal annars upplifun sinni af hinum örlagaríka degi, 10. nóvember 2023, þegar þeir þurftu að flýja heimili sín. Körfubolti 29. desember 2024 10:01
Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Eldfjalla- og náttúruvárhópur Suðurlands líkir óróahviðum í Ljósufjallakerfinu við þær sem sáust í aðdraganda eldsumbrotanna á Reykjanesskaga. Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur vekur athygli á því að mun stærri jarðskjálftahrina hafi orðið í Ljósufjöllum árið 1938 með stærsta skjálfta upp á 5,2 stig. Innlent 20. desember 2024 12:12
Landris heldur áfram á stöðugum hraða Landris í Svartsengi heldur áfram á stöðugum hraða og því áframhaldandi kvikusöfnun. Síðasta eldgos á svæðinu var það annað stærsta frá því í desember í fyrra en í gær 18. desember var eitt ár liðið frá því að fyrsta eldgosið í atburðarrásinni á Sundhnúksgígaröðinni hófst. Hættumat gildir að óbreyttu til 2. janúar 2025. Innlent 19. desember 2024 12:44
Hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári Áætlað er að verktakar hafi fjórar til fimm vikur á nýju ári, til þess að hækka varnargarða norðan við orkuverið í Svartsengi. Kostnaður við aðgerðina er minnst milljarður, en verkfræðingur segir tjónið af því að aðhafast ekkert geta orðið mun meira. Innlent 18. desember 2024 11:37
Forsetar mættu á tilfinningaríka stund með Grindvíkingum Það voru miklar tilfinningar í gær í Smárabíó þegar fyrstu tveir þættirnir af heimildaþáttaröðinni Grindavík voru forsýndir. Fyrsti þáttur verður sýndur á Stöð 2 Sport sunnudaginn 29. desember en þættirnir eru eftir Garðar Örn Arnarson og Sigurð Má Davíðsson, þeim sömu og gerðu Edduverðlaunaþáttaraðirnar Víkingur: Fullkominn endir og Jón Arnór. Lífið 17. desember 2024 10:44
Krefjast þess að faðir þeirra verði úrskurðaður látinn Börn Lúðvíks Péturssonar, sem féll í sprungu í Grindavík fyrir rétt tæpu ári, hafa krafist þess fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur að ákveðið verði með dómi að faðir þeirra sé talinn látinn. Innlent 16. desember 2024 12:58
Nýtt bílastæði hafi kostað gríðarlegt fjármagn Nýtt bílastæði innan varnargarðanna við Bláa lónið var opnað í fyrsta skipti í dag eftir hamfarir sem fylgdu eldgosi á svæðinu í nóvember. Framkvæmdastjóri segir nýja stæðið hafa kostað gífurlegt fjármagn og vinnu. Þá hefur Grindavíkurvegur nú einnig verið opnaður umferð. Innlent 15. desember 2024 12:01
Telur að slysið sem leiddi bróður hans til dauða verði veigamikið í rýni „Við höfum alveg frá fyrsta degi talað fyrir því að þessi atburður sé þannig að það þurfi að fara yfir í rauninni alla atburðarásina og ná sýn á stóru myndina,“ segir Elías Pétursson, bróðir Lúðvíks Péturssonar, sem lést eftir að hafa fallið ofan í sprungu í Grindavík í janúar síðastliðnum. Innlent 13. desember 2024 08:00
Eldgosinu er lokið Eldgosinu austur af Stóra-Skógfelli er lokið. Þetta var staðfest í dag þegar almannavarnir flugu drónaflug yfir svæðið og engin virkni var sjáanleg. Innlent 9. desember 2024 14:45
Kanna með dróna hvort eldgosinu sé lokið Veðurstofan bíður nú færis til að geta kannað með drónaflugi hvort að eldgosinu sé lokið. Flogið verður með dróna yfir svæðið í dag til að staðfesta. Innlent 9. desember 2024 11:40