Flestir þeirra skjálfta sem mælst hafa í kvöld hafa orðið fyrir norðan, austsuðaustur af Flatey. Sterkustu skjálftarnir, á bilinu 2 til 3, hafa hins vegar flestir mælst á Reykjanesinu.
Um 8.500 jarðskjálftar mældust vikuna 15. til 21. mars en vikuna þar á undan mældust um 19.000 skjálftar. Langflestir voru staðsettir á Reykjanesskaga, þar sem hrina hófst 24. febrúar síðastliðinn og eldgos 19. mars.
