Bjartsýni sem ríkti hjá ferðaþjónustunni er á bak og burt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:00 Björn Rangarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Stöð 2 Hertar samkomutakmarkanir hafa áhrif á margar greinar atvinnulífsins en sú grein sem hefur orðið fyrir einna mesta áfallinu er ferðaþjónustan. Það ríkti bjartsýni í geiranum í síðustu viku en það hefur breyst eftir fréttir dagsins. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum byrjuð að sjá aukningu í bókunum, sérstaklega núna þegar opnaði fyrir lönd utan Schengen og svo var innanlandsmarkaðurinn auðvitað að taka við sér líka. Þetta eru alveg gríðarleg vonbrigði,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Kynnisferðir hafa hafið rútuferðir að eldgosinu í Geldingadal. Fyrsta ferðin var farin í dag. „Við erum bara að bíða eftir leiðbeiningum frá Samgöngustofu, það er ekki búið að gefa út reglugerðina og við munum bara fara eftir þeirri reglugerð þannig að það verður bara að koma í ljós seinna í kvöld væntanlega,“ segir Björn. Þá hafa Kynnisferðir haldið úti Flugrútunni svokölluðu á ný undanfarinn mánuð. Björn segir notkunina litla. „Því miður er lítil notkun á Flugrútunni og innan við 5 prósent lendingafarþega nota okkur þjónustu. Því miður erum við að sjá allt of marga brjóta sóttkví og er að sækja aðstandendur upp á völl. Við höfum verið að kalla eftir því að það sé meira eftirlit og jafnvel harðari viðurlög við því að brjóta sóttkví við komuna til landsins,“ segir Björn. Hann segir ekki hafa verið brugðist við þeim ábendingum. „Lögreglan hefur ekki sagst hafa þann mannskap sem þarf til að bregðast við þessu. Það eru þau svör sem við höfum fengið,“ segir Björn. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði. Við vorum byrjuð að sjá aukningu í bókunum, sérstaklega núna þegar opnaði fyrir lönd utan Schengen og svo var innanlandsmarkaðurinn auðvitað að taka við sér líka. Þetta eru alveg gríðarleg vonbrigði,“ segir Björn Ragnarsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða. Kynnisferðir hafa hafið rútuferðir að eldgosinu í Geldingadal. Fyrsta ferðin var farin í dag. „Við erum bara að bíða eftir leiðbeiningum frá Samgöngustofu, það er ekki búið að gefa út reglugerðina og við munum bara fara eftir þeirri reglugerð þannig að það verður bara að koma í ljós seinna í kvöld væntanlega,“ segir Björn. Þá hafa Kynnisferðir haldið úti Flugrútunni svokölluðu á ný undanfarinn mánuð. Björn segir notkunina litla. „Því miður er lítil notkun á Flugrútunni og innan við 5 prósent lendingafarþega nota okkur þjónustu. Því miður erum við að sjá allt of marga brjóta sóttkví og er að sækja aðstandendur upp á völl. Við höfum verið að kalla eftir því að það sé meira eftirlit og jafnvel harðari viðurlög við því að brjóta sóttkví við komuna til landsins,“ segir Björn. Hann segir ekki hafa verið brugðist við þeim ábendingum. „Lögreglan hefur ekki sagst hafa þann mannskap sem þarf til að bregðast við þessu. Það eru þau svör sem við höfum fengið,“ segir Björn.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33 Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58 Mest lesið „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum Innlent Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Fleiri fréttir Reyna að ræða við þingmann sem kvartað hafði verið undan vegna slæmrar lyktar „Er ekki hægt að hafa sér þátt fyrir hann?“ Fjölmenn lögregluaðgerð á Ísafirði „Leikurinn er ekki búinn fyrr en hann er búinn“ Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Svona voru kappræður flokksleiðtoganna Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Sjá meira
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42
Smit í World Class Laugum um helgina: Þrjátíu sendir í sóttkví Þrjátíu einstaklingar sem sóttu líkamsræktarstöð World Class um helgina hafa verið sendir í sóttkví eftir að einn þeirra greindist smitaður af covid-19 á laugardaginn. Fólkið var allt við æfingar í sóttvarnarhólfi B í tækjasal líkamsræktarstöðvarinnar. Þetta staðfestir Guðbjörn Gunnarsson, stöðvarstjóri World Class Laugum, í samtali við Vísi. 24. mars 2021 17:33
Reyna að koma til móts við áhyggjur rekstraraðila Ríkisstjórnin hyggst framlengja úrræði á borð við lokunargreiðslur og viðspyrnustyrki út árið en núgildandi lög um slíka styrki renna út á næstu mánuðum. Þá stendur til að framlengja gjaldfresti á stuðningslánum sem er ætlað að styðja við smærri fyrirtæki sem glíma við erfiðleika vegna faraldursins. 24. mars 2021 16:58