Auðlindaarð heim í hérað! Gunnar Tryggvason skrifar 25. mars 2021 08:00 Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Sjá meira
Norðmenn eiga stærstu vatnsaflsauðlind Evrópu. Til að auka samfélagslega sátt um nýtingu hennar er orkufyrirtækjunum gert að greiða skatt af auðlindarentu hverrar virkjunar til nærsamfélagsins. Takið eftir, til nærsamfélagsins þ.e. sveitafélaga og millistigsins eða fylkjana. Þetta þykir réttlátt nálgun og hefur reynst með ágætum. Að einhverju leiti er þetta gert á Íslandi en á öðru formi eða með því að raforkufyrirtækin greiði fasteignagjöld af mannvirkjum. Færa má þó rök fyrir því að þær tekjur renni til of þröngs hóps nærsamfélagsins, enda sveitafélög á helstu virkjanasvæðum oft lítil og fámenn. Óhætt er að ætla að renta af nýtingu annara auðlinda muni hækka töluvert á næstu árum á Íslandi s.s. vegna stöðugrar hagræðingar og tækniframþróunar í sjávartúvegi, vexti fiskeldis og nýtingu vindorku svo eitthvað sé nefnt. Á nærsamfélagið minna tilkall til auðlindarentunnar í þessum geirum en í vatnsafli? Aldeilis ekki! Mundi slíkt fyrirkomulag auka sátt um nýtinguna. Stutta svarið er já, og þangað ættum við að stefna! Hagræðingin sem kvótakerfið og framsalið hafa leitt af sér í sjávarútvegi hefur skilað miklum fjárhagslegum ávinningi. En ávinning fyrir hvern? Ég hef lengi séð þessi mál þannig að ávinningurinn hafi að mestu runnið til þeirra sem fá kvóta úthlutað en kostnaðinn við hagræðinguna hafa samfélögin við sjávarsíðuna borið sjálf. Eigum við ekki að rétta kúrsinn af? Þó sum sveitafélög séu lítil og fámenn og ekkert þriðja stjórnsýslustig á Íslandi eins og Noregi þurfum við ekki að láta það hindra okkur í að dreifa auðlindaarðinum með þessum hætti. Nýta mætti áttaksverkefnið Sóknaráætlun Landshluta einmitt til þess að færa minni sveitafélögum fjármuni í samstarfi við nágranna sína. Með því ynnist tvíþættur sigur, meiri sátt um sjálfbæra nýtingu náttúruauðlinda og meiri samvinna í dreifðari byggðum. Höfundur er verkfræðingur og hefur boðið sig fram í oddvitasæti Samfylkingarinnar í NV-kjördæmi.
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar