Ríkisstjórinn sagður hafa hyglað fjölskyldu við skimun Kjartan Kjartansson skrifar 25. mars 2021 09:37 Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, er sagður hafa lagt fyrir heilbrigðisstarfsfólk ríkisins að veita ættingjum hans og vinum forgang í skimun. AP/Brendan McDermid Fjölskylda Andrews Cuomo, ríkisstjóra New York, og aðrir vel tengdir einstaklingar fengu forgang í skimun fyrir kórónuveirunni við upphaf faraldursins þar í fyrra. Á sama tíma áttu almennir borgarar í ríkinu erfitt með að komast í skimun. Háttsettur læknir ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisstarfsmenn voru sendir heim til ættingja Cuomo og vildarvina, að sögn heimildarmanna Washington Post. Rannsóknastofa ríkisins greindi sýnin svo samstundis. Á þeim tíma annaði rannsóknastofan aðeins nokkur hundruð sýnum á dag. Nítján milljónir manna búa í New York. Á meðal þeirra sem eru sagðir hafa fengið slíkan forgang í skimun er Chris Cuomo, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni CNN, og bróðir ríkisstjórans. Læknir var sendur heim til hans á Hamptons-svæðinu skammt frá New York-borg og tók sýni úr honum og fjölskyldu hans. Þáttastjórnandinn greindist með Covid-19 í mars í fyrra. Lög í New York banna embættismönnum að nýta sér stöðu sína til að veita sjálfum sér eða öðrum forgang. Sumir embættismenn eru sagðir hafa verið uggandi yfir því að heilbrigðisstarfsmönnum væri sagt að veita ættingjum Cuomo forgang í skimun fram yfir almenna borgara. Talsmaður Cuomo ber því við að á upphafsdögum faraldursins hafi mikil áhersla verið lögð á smitrakningu og heilbrigðisstarfsmenn hafi stundum verið sendir heim til fólks sem var talið smitað af Covid-19 til að taka sýni. Á meðal þeirra sem hafi fengið slíkar heimsóknir hafi verið almennir borgarar, ríkisþingmenn, fréttamenn, starfsmenn ríkisins og fjölskyldur þeirra. Cuomo ríkisstjóri á fyrir í vök að verjast vegna ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Leiðtogar Demókrataflokksins, sem Cuomo tilheyrir, á ríkisþingi New York og á Bandaríkjaþingi hafa hvatt Cuomo til að segja af sér vegna þeirra. Einnig sætir stjórn hans gagnrýni fyrir að hafa reynt að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í faraldrinum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Háttsettur læknir ríkisstjórnarinnar og heilbrigðisstarfsmenn voru sendir heim til ættingja Cuomo og vildarvina, að sögn heimildarmanna Washington Post. Rannsóknastofa ríkisins greindi sýnin svo samstundis. Á þeim tíma annaði rannsóknastofan aðeins nokkur hundruð sýnum á dag. Nítján milljónir manna búa í New York. Á meðal þeirra sem eru sagðir hafa fengið slíkan forgang í skimun er Chris Cuomo, þáttastjórnandi á sjónvarpsstöðinni CNN, og bróðir ríkisstjórans. Læknir var sendur heim til hans á Hamptons-svæðinu skammt frá New York-borg og tók sýni úr honum og fjölskyldu hans. Þáttastjórnandinn greindist með Covid-19 í mars í fyrra. Lög í New York banna embættismönnum að nýta sér stöðu sína til að veita sjálfum sér eða öðrum forgang. Sumir embættismenn eru sagðir hafa verið uggandi yfir því að heilbrigðisstarfsmönnum væri sagt að veita ættingjum Cuomo forgang í skimun fram yfir almenna borgara. Talsmaður Cuomo ber því við að á upphafsdögum faraldursins hafi mikil áhersla verið lögð á smitrakningu og heilbrigðisstarfsmenn hafi stundum verið sendir heim til fólks sem var talið smitað af Covid-19 til að taka sýni. Á meðal þeirra sem hafi fengið slíkar heimsóknir hafi verið almennir borgarar, ríkisþingmenn, fréttamenn, starfsmenn ríkisins og fjölskyldur þeirra. Cuomo ríkisstjóri á fyrir í vök að verjast vegna ásakana fjölda kvenna um að hann hafi áreitt þær kynferðislega. Leiðtogar Demókrataflokksins, sem Cuomo tilheyrir, á ríkisþingi New York og á Bandaríkjaþingi hafa hvatt Cuomo til að segja af sér vegna þeirra. Einnig sætir stjórn hans gagnrýni fyrir að hafa reynt að hylma yfir raunverulegan fjölda látinna á hjúkrunarheimilum í faraldrinum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Mál Andrew Cuomo Tengdar fréttir Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21 Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Þrýstingur á ríkisstjóra New York um að segja af sér eykst Tveir öldungadeildarþingmenn Demókrataflokksins frá New York bættust í hóp flokksmanna sem hvetja Andrew Cuomo, ríkisstjóra ríkisins, um að segja af sér í gær. Sjö konur hafa nú stigið fram og sakað Cuomo um kynferðislega áreitni eða óviðeigandi hegðun. 13. mars 2021 11:21
Hefja rannsókn til embættismissis á ríkisstjóra New York Dómsmálanefnd ríkisþingsins í New York í Bandaríkjunum rannsakar nú hvort að Andrew Cuomo, ríkisstjóri, hafi gerst sekur um embættisbrot. Sex konur hafa stigið fram og sakað ríkisstjórann um kynferðislega áreitni. 12. mars 2021 13:26