Skoraði í síðasta fótboltaleiknum sínum og fékk bónorð í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2021 09:30 Matt Stonham bað Rhali Dobson strax eftir síðasta leikinn hennar eins og sjá má á þessari mynd. Getty/Darrian Traynor Ástralska knattspyrnukonan Rhali Dobson er að leggja skóna á hilluna aðeins 28 ára gömul svo hún geti hjálpað kærasta sínum í baráttunni við heilaæxli. Hann beið hennar við hliðarlínuna með trúlofunarhring eftir síðasta leikinn. Rhali Dobson er framherji ástralska liðsins Melbourne City og var að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Dobson kvaddi með því að skora eitt marka Melbourne City í 2-1 sigri á Perth Glory. Það var þó ekki markið hennar sem stal fyrirsögnum í fjölmiðlum heimsins heldur það sem gerðist strax eftir leikinn. Australia international Rhali Dobson announced she would be retiring from football at age 28 to support her boyfriend, who is undergoing radiotherapy and chemotherapy for brain cancer, before Melbourne City played Perth Glory on Thursday.She scored.They won.He proposed pic.twitter.com/55Eg2jloQK— B/R Football (@brfootball) March 25, 2021 Matt, kærasti Rhali, greindist aftur með heilaæxli á dögunum og framundan er bæði erfið geislameðferð og lyjameðferð. Hún ætlar að vera til staðar fyrir hann á þessum erfiða og krefjandi tíma og ákvað því að hætta að spila fótbolta. Eftir leikinn þá fór Rhali til Matt mjög sátt með markið sitt og sigurinn. Kvöldið átti þó eftir að verða enn betra. Matt fór nefnilega út á grasið og niður á hné. Hann tók síðan upp hring og bað hennar. Rhali sagði já við mikinn fögnið viðstaddra ekki síst liðsfélaga hennar sem hópuðust í kringum hana og glöddust með henni. Rhali Dobson is retiring aged 28 to help her partner battle brain cancer. He proposed to her immediately after her final game, on the pitch. pic.twitter.com/896HiVYMcz— SPORTbible (@sportbible) March 25, 2021 Matt hafði látið fjarlægja æxli í heila fyrir sex árum eftir að hafa fengið flog á fótboltavellinum. Nú tók krabbameinið sig aftur upp og framundan er geislameðferð til maí og svo tólf mánaða lyfjameðferð. „Við uppgötvuðum þetta nokkuð snemma og þetta lítur betur út af því hann er svo ungur. Hann var með engin einkenni og þetta var bara venjubundin læknisskoðun,“ sagði Rhali Dobson og það var aldrei vafi hjá henni að kveðja fótboltann. „Hann er stærri en sportið. Hann er heimurinn minn,“ sagði Dobson. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Matt bað hennar eftir leikinn. Fótbolti Ástralía Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira
Rhali Dobson er framherji ástralska liðsins Melbourne City og var að spila sinn síðasta leik á ferlinum. Dobson kvaddi með því að skora eitt marka Melbourne City í 2-1 sigri á Perth Glory. Það var þó ekki markið hennar sem stal fyrirsögnum í fjölmiðlum heimsins heldur það sem gerðist strax eftir leikinn. Australia international Rhali Dobson announced she would be retiring from football at age 28 to support her boyfriend, who is undergoing radiotherapy and chemotherapy for brain cancer, before Melbourne City played Perth Glory on Thursday.She scored.They won.He proposed pic.twitter.com/55Eg2jloQK— B/R Football (@brfootball) March 25, 2021 Matt, kærasti Rhali, greindist aftur með heilaæxli á dögunum og framundan er bæði erfið geislameðferð og lyjameðferð. Hún ætlar að vera til staðar fyrir hann á þessum erfiða og krefjandi tíma og ákvað því að hætta að spila fótbolta. Eftir leikinn þá fór Rhali til Matt mjög sátt með markið sitt og sigurinn. Kvöldið átti þó eftir að verða enn betra. Matt fór nefnilega út á grasið og niður á hné. Hann tók síðan upp hring og bað hennar. Rhali sagði já við mikinn fögnið viðstaddra ekki síst liðsfélaga hennar sem hópuðust í kringum hana og glöddust með henni. Rhali Dobson is retiring aged 28 to help her partner battle brain cancer. He proposed to her immediately after her final game, on the pitch. pic.twitter.com/896HiVYMcz— SPORTbible (@sportbible) March 25, 2021 Matt hafði látið fjarlægja æxli í heila fyrir sex árum eftir að hafa fengið flog á fótboltavellinum. Nú tók krabbameinið sig aftur upp og framundan er geislameðferð til maí og svo tólf mánaða lyfjameðferð. „Við uppgötvuðum þetta nokkuð snemma og þetta lítur betur út af því hann er svo ungur. Hann var með engin einkenni og þetta var bara venjubundin læknisskoðun,“ sagði Rhali Dobson og það var aldrei vafi hjá henni að kveðja fótboltann. „Hann er stærri en sportið. Hann er heimurinn minn,“ sagði Dobson. Hér fyrir ofan má sjá þessa skemmtilegu stund þegar Matt bað hennar eftir leikinn.
Fótbolti Ástralía Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Haaland væntanlega úr leik í deildinni Saka klár í slaginn á ný Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Hvorki zombie-bit né tattú Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Napólí heldur pressunni á toppliði Inter „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Lewandowski með tvö og er á toppnum Cecilía fagnaði ótrúlegum sigri á toppliði Juventus Gleðifréttir fyrir Ísland: Glódís spilaði fyrir landsleikina mikilvægu Manchester City nokkuð þægilega í 4-liða úrslit Sætur sigur Alberts og félaga sem nálgast Meistaradeildarsæti Sjóðheitur Hilmir skoraði í fyrsta leik fyrir Viking Rashford lauk ævintýri Stefáns Teits og félaga Tók Ara þrjár mínútur að skora fyrsta markið Þættirnir um Arnar og Bjarka byrja í kvöld: „Þetta er búið að vera ævintýri“ Stefán Teit dreymir um bikarævintýri og Wembley Haaland sakaður um að meiða lukkudýrið Dagur Dan fagnaði eftir skelfileg mistök Sjá meira