Kári segir dæmi þess að ferðamenn hundsi sóttkví og fari beint í Geldingadali Eiður Þór Árnason og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 26. mars 2021 17:07 Geldingadalir hafa á skömmum tíma orðið langvinsælasti ferðamannastaður landsins. Samsett Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist hafa heyrt dæmi þess að erlendir ferðamenn sem komi til að skoða eldgosið í Geldingadölum brjóti sóttkví með markvissum hætti. Sóttvarnalæknir greindi frá því í dag að einstaklingur sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum sem farnar hafi verið að gosstöðvunum og lýsti yfir áhyggjum af smithættu á svæðinu. „Mér skilst að það sé svolítið vandamál við gosstöðvarnar að þar séu ferðamenn sem eiga að vera í sóttkví og við verðum að finna einhverja leið til að taka á því. Það er að segja að fólk sé að koma hingað með bókað far aftur heim þremur dögum eftir að það kemur og á samt að fara í fimm daga sóttkví. Það hljómar heldur illa,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fylgjast með öllum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði við Fréttablaðið í gær að embættið fylgdist ekki sérstaklega með því hvort fólk sem sæki gosstöðvarnar sé að brjóta sóttkví. Ekki væri hægt að ætlast til þess að lögreglumenn sem standi vaktina á Suðurstrandarvegi, þaðan sem flestir hefja gönguna að gosstöðvunum, geti spurt alla þá sem væru á ferðinni hvort þeir eigi að vera í sóttkví. Þá sagðist hann ekki vita til þess að vandamál þessu tengt hafi komið upp við gosstöðvarnar. Mikill fjöldi fólks hefur reynt að komast að gosstöðvunum og hefur ásóknin valdið umferðartöfum á Suðurstrandarvegi.Vísir/Vilhelm Bað fólk um að fresta ferðum sínum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biðlaði til fólks að fara mjög varlega í hópferðum að gosstöðvunum og helst að bíða með að gera sér leið þangað á næstunni. Þúsundir manna hafa farið á svæðið síðustu daga. „Þegar maður sér myndir frá gosstöðvunum og af þeim gríðarlega fjölda sem er þar að safnast saman af Íslendingum og útlendingum og fólki sem er að ganga í þéttum hópum, þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það geti komið upp einhvers konar smit og smithætta við þær aðstæður,“ sagði sóttvarnalæknir fyrr í dag. Þórólfur vildi ekki veita nánari upplýsingar um það með hvaða hætti einstaklingurinn tengist ferðum í Geldingadali en eitthvað hefur verið um skipulagðar ferðir á svæðið undanfarna daga. Ákveðið hefur verið að veita allt að tíu milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða jarðeldana á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Minni á upphaf þriðju bylgjunnar Kári segir að stjórnvöld hafi almennt gripið myndarlega í taumanna til að bregðast við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarna daga og vonar að það takist að kveða þetta niður í kútinn áður en þetta verður of stórt. „Ég vona að við náum utan um þetta en ég er svolítið smeykur því mér finnst þetta líta töluvert út eins og byrjunin á þriðju bylgjunni. Í þetta skiptið gripum við þó í taumanna miklu miklu fyrr og ég vona að það skili sér.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“ Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið. 23. mars 2021 14:39 Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Sóttvarnalæknir greindi frá því í dag að einstaklingur sem greindist utan sóttkvíar tengist hópferðum sem farnar hafi verið að gosstöðvunum og lýsti yfir áhyggjum af smithættu á svæðinu. „Mér skilst að það sé svolítið vandamál við gosstöðvarnar að þar séu ferðamenn sem eiga að vera í sóttkví og við verðum að finna einhverja leið til að taka á því. Það er að segja að fólk sé að koma hingað með bókað far aftur heim þremur dögum eftir að það kemur og á samt að fara í fimm daga sóttkví. Það hljómar heldur illa,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Ekki hægt að fylgjast með öllum Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, sagði við Fréttablaðið í gær að embættið fylgdist ekki sérstaklega með því hvort fólk sem sæki gosstöðvarnar sé að brjóta sóttkví. Ekki væri hægt að ætlast til þess að lögreglumenn sem standi vaktina á Suðurstrandarvegi, þaðan sem flestir hefja gönguna að gosstöðvunum, geti spurt alla þá sem væru á ferðinni hvort þeir eigi að vera í sóttkví. Þá sagðist hann ekki vita til þess að vandamál þessu tengt hafi komið upp við gosstöðvarnar. Mikill fjöldi fólks hefur reynt að komast að gosstöðvunum og hefur ásóknin valdið umferðartöfum á Suðurstrandarvegi.Vísir/Vilhelm Bað fólk um að fresta ferðum sínum Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir biðlaði til fólks að fara mjög varlega í hópferðum að gosstöðvunum og helst að bíða með að gera sér leið þangað á næstunni. Þúsundir manna hafa farið á svæðið síðustu daga. „Þegar maður sér myndir frá gosstöðvunum og af þeim gríðarlega fjölda sem er þar að safnast saman af Íslendingum og útlendingum og fólki sem er að ganga í þéttum hópum, þá er ástæða til að hafa áhyggjur af því að það geti komið upp einhvers konar smit og smithætta við þær aðstæður,“ sagði sóttvarnalæknir fyrr í dag. Þórólfur vildi ekki veita nánari upplýsingar um það með hvaða hætti einstaklingurinn tengist ferðum í Geldingadali en eitthvað hefur verið um skipulagðar ferðir á svæðið undanfarna daga. Ákveðið hefur verið að veita allt að tíu milljónum króna úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða jarðeldana á Reykjanesi.Vísir/Vilhelm Minni á upphaf þriðju bylgjunnar Kári segir að stjórnvöld hafi almennt gripið myndarlega í taumanna til að bregðast við hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar undanfarna daga og vonar að það takist að kveða þetta niður í kútinn áður en þetta verður of stórt. „Ég vona að við náum utan um þetta en ég er svolítið smeykur því mér finnst þetta líta töluvert út eins og byrjunin á þriðju bylgjunni. Í þetta skiptið gripum við þó í taumanna miklu miklu fyrr og ég vona að það skili sér.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47 Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44 Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“ Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið. 23. mars 2021 14:39 Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58 Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Innlent Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Innlent Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Innlent Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Innlent „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Innlent Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs Innlent Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu Innlent Fleiri fréttir Myndband af ránstilrauninni: Ýtti ræningja með byssu burt og ýtti á neyðarhnappinn Þriggja ára stríð, myndband af ráni og ljót borg Husky réðst á hreindýr, sem þurfti að aflífa Guðrún nýtur meiri stuðnings hjá almenningi Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn haldi skólakerfinu í gíslingu „Stjórnmálamenn í Lazy Boy bíði þess að skattgreiðendur sendi þeim peninga“ Grasrót kennara lætur til sín taka á samfélagsmiðlum Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir Kynnti tveggja milljarða viðbótarstuðning við Úkraínu í Kænugarði Kristrún í Kænugarði og átök innan sveitarfélaganna Fimm hundruð tré felld og ákvörðunar beðið Jón undir feldi eins og Diljá Hafa bæði í hyggju að leiða flokkana sína í næstu kosningum Kafað eftir reiðhjóli í Reykjavíkurhöfn Áslaug Arna og Guðrún tókust á í Pallborðinu Kristrún og fleiri leiðtogar mæta til Kænugarðs „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Sjá meira
Tíu milljónir til Grindavíkur til að bæta aðgengi við gosstöðvarnar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, hefur ákveðið að Framkvæmdasjóður ferðamannastaða leggi allt að tíu milljónir króna til að bæta aðgengi fyrir þá sem vilja skoða gosstöðvarnar á Reykjanesi. 26. mars 2021 16:47
Geta ekki fylgst með hvort sóttkvíarbrjótar sæki gosstöðvarnar heim Lögreglan á Suðurnesjum hefur ekki sérstaklega augun á því hvort fólk sem sækir gosstöðvarnar í Geldingadal heim eigi að vera í sóttkví. 25. mars 2021 06:44
Bílastæðavandi við gönguleiðina: „Þetta er ekki Kringlan“ Björgunarsveitarmaður í svæðisstjórn björgunarsveitanna á Suðurnesjum mælir eindregið með því að fólk fari stikuðu leiðina að gosstöðvunum. Þannig sé best að ná til fólks ef eitthvað kemur upp á. Gríðarlegur bílastæðavandi blasir við í dag en hann biðlar til fólks að vanda sig við að leggja því viðbragðsaðilar verði alltaf að hafa greiða leið. 23. mars 2021 14:39
Beinir því til fólks að taka hunda ekki með að gosstöðvunum Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, beinir því til hundaeigenda að skilja ferfætlingana eftir heima þegar haldið er upp í Geldingadali til að skoða gosstöðvarnar þar. 25. mars 2021 21:58