Telja Belga líklegasta til að vinna EM í sumar | Þjóðverjar koma þar á eftir Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. mars 2021 22:02 Belgum er spáð sigri á EM í sumar. Jeroen Meuwsen/Getty Images Enski fjölmiðillinn The Guardian birti í dag lista yfir allar þjóðirnar sem taka þátt á Evrópumótinu í knattspyrnu karla í sumar. Var þeim raðað í sæti eftir hversu líklegar þær eru til að vinna mótið. Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðinu vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Sjá meira
Listinn er að sjálfsögðu til gamans gerður og margt getur auðvitað breyst frá deginum í dag og þangað til í sumar. Euro 2020 power rankings: breaking down the final 24. By @m_christenson https://t.co/M1BVY0r1GY— Guardian sport (@guardian_sport) March 26, 2021 1. Belgía Belgía er í fyrsta sæti listans. Gullkynslóð Belga er að renna út á tíma með að vinna til verðlauna á stórmóti. Liðið vann brons á HM í Rússlandi árið 2018 en nú er komið að því að taka gullið. Fjarvera Edens Hazard hafði lítil áhrif á liðið í öruggum 3-1 sigri gegn Wales í undankeppni HM á dögunum. Leikmannahópurinn er ógnarsterkur og Belgía hefur trónað á toppi heimslista FIFA undanfarin þrjú ár. Gullverðlaun á EM sumarið 2021 eru því meiri krafa heldur en óskhyggja. 2. Þýskaland Hvort 3-0 sigur Þýskalands gegn Íslandi hafi áhrif á valið er óvíst en það er ljóst að þýska liðið er til alls líklegt. Jogi Löw, þjálfari Þýskalands, sagði muninn á 6-0 tapinu gegn Spánverjum og svo 3-0 sigrinum á Íslandi aðallega vera ástríðuna á vellinum. Ef Þjóðverjar halda þessari sömu ástríðu sem og öllum sínum helstu mönnum heilum þá gæti vel verið að Löw endi feril sinn sem landsliðsþjálfari með bikar í hödnunum. 3. England Enska landsliðið hefur sjaldan verið jafn áhugavert og það er í dag. Að því sögðu þá eru það eflaust aðeins Englendingar sem hafa trú á að England geti unnið EM. 4. Portúgal Cristiano Ronaldo og félagar koma inn í mótið sem ríkjandi meistarar og hver veit nema þeir vinni það aftur. Portúgalska liðið er mun sterkara nú en það var í Frakklandi sumarið 2016 þó svo að Ronaldo sé nokkrum árum eldri. Hann missti af úrslitaleiknum í Frakklandi og vill eflaust bæta upp fyrir það. 5. Frakkland Ríkjandi heimsmeistarar eru aðeins í fimmta sæti á listanum. Didier Deschamps ákvað að stilla upp í 4-4-2 gegn Úkraínu í fyrstu umferð undankeppni HM 2022. Ssegja má að sú tilraun hafi einfaldlega ekki gengið upp en leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Með Kylian Mbappé er þó allt mögulegt. 6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
6. Spánn 7. Tyrkland 8. Ítalía 9. Danmörk 10. Sviss 11. Tékkland 12. Svíþjóð 13. Pólland 14. Austurríki 15. Wales 16. Úkraína 17. Króatía 18. Holland 19. Rússland 20. Skotland 21. Ungverjaland 22. Finnland 23. Slóvakía 24. Norður-Makedónía
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Körfubolti Fleiri fréttir Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Einkunnir Íslands: Sveindís Jane best en liðinu vantaði herslumuninn Bruno bestur í mars Jóhann Berg bjó til fimm færi en ekkert þeirra nýttist Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar Þrjár kempur spila með KV í sumar Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Sjá meira
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum
Leik lokið: Ísland - Noregur 0-0 | Færasköpun ekki vandamálið en biðin lengist eftir fyrsta sigrinum Fótbolti