Þetta varð ljóst eftir að rafrænum kosningum á auknu kjördæmisþingi flokksins lauk í dag. Alls gáfu níu manns kost á sér í forvalinu í fyrstu fjögur sætin, en atkvæði voru greidd um efstu þrjú.
Annað sætið á listanum skipar Jónína Björg Magnúsdóttir og Sigurður Orri Kristjánsson það þriðja.
Guðjón S. Brjánsson alþingismaður leiddi lista flokksins í kjördæminu í síðustu kosningum en hann sóttist ekki eftir endurkjöri.