Róbert segir miður að átján ára samstarfi við Halldór ljúki svona Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. mars 2021 10:02 Róbert Wessman, stofnandi Alvotech. Alvotech Engin gögn benda til þess að eitthvað hafi verið athugavert við stjórnunarhætti Róberts Wessman og engin ástæða er til þess að aðhafast neitt, segir í yfirlýsingu frá lyfjafyrirtækinu Alvogen. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lagði í morgun fram alvarlegar ásakanir á hendur Róberti og skorar á stjórnina að víkja honum úr starfi. Róbert segir miður að átján ára samstarfi hans við Halldór Kristmannsson ljúki með þessum hætti. Í yfirlýsingunni segir að í janúar hafi stjórn Alvogen borist bréf frá starfsmanni fyrirtækisins kvartanir á hendur forstjóranum, Róberti Wessman, og athugasemdir gerðar við starfshætti hans. „Starfsmaðurinn gerði að auki fjárkröfu á forstjórann,“ segir í yfirlýsingunni en upphæðarinnar er ekki getið. Alvogen hafi strax sett á fót óháða nefnd til að fara með málið og á meðan hafi Róbert sagt sig frá störfum stjórnarinnar. Lögfræðistofan White & Case LLP var fengin til að fara yfir kvartanirnar auk þess sem Lex lögmannsstofa var fengin til að vera ráðgefandi varðandi það sem sneri að íslenskum lögum og íslenskri vinnulöggjöf. „Allir starfsmenn sem rætt var við báru Róberti vel söguna. Þá bentu engin gögn til þess að eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts,“ segir enn fremur. Niðurstaðan sé skýr og ljóst að efni kvartananna eigi sér enga stoð. Kvartanirnar lutu sem fyrr segir að stjórnunarháttum Róberts en Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að Róbert hafi beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. „Ekkert bendir til þess að starfshættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls. Stjórn Alvogen ber fullt traust til Róberts og hans stjórnunarhátta. Stjórnin telur mikilvægt að upplýsa um málið og þannig iðka fullt gagnsæi af hálfu fyrirtækisins og framfylgja þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur sett sér um að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. Uppfært klukkan 11:53 Róbert sendi frá sér yfirlýsingu á tólfta tímanum þar sem hann segir að sér þyki mjög miður að samstarfi þeirra Halldórs til átján ára hafi lokið með þessum hætti. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan en Róbert hefur ekki orðið við óskum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Vegna fréttaflutnings í dag vegna ásakana Halldórs Kristmannssonar á hendur mér er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Það er augljóst af bréfasendingum lögmanna Halldórs, Quinn Emanuel, að ásakanir hans eru gerðar í fjárhagslegum tilgangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa honum. Eins og fram hefur komið var fengin óháð alþjóðleg lögmannsstofa til að fara ofan í saumana á kvörtunum Halldórs. Talað var við tugi starfsmanna og farið yfir fjölda gagna og niðurstaðan var skýr. Til að tryggja enn betur trúverðugleika þeirrar skoðunar sem fram fór var önnur óháð lögmannsstofa fengin til að fara yfir ferli skoðunarinnar og staðfesta þá. Fyrir mig eru þessar ásakanir mjög mikil vonbrigði enda vegið að mínum starfsheiðri og persónu. Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti. Róbert Wessman Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Framkvæmdastjóri fyrirtækisins lagði í morgun fram alvarlegar ásakanir á hendur Róberti og skorar á stjórnina að víkja honum úr starfi. Róbert segir miður að átján ára samstarfi hans við Halldór Kristmannsson ljúki með þessum hætti. Í yfirlýsingunni segir að í janúar hafi stjórn Alvogen borist bréf frá starfsmanni fyrirtækisins kvartanir á hendur forstjóranum, Róberti Wessman, og athugasemdir gerðar við starfshætti hans. „Starfsmaðurinn gerði að auki fjárkröfu á forstjórann,“ segir í yfirlýsingunni en upphæðarinnar er ekki getið. Alvogen hafi strax sett á fót óháða nefnd til að fara með málið og á meðan hafi Róbert sagt sig frá störfum stjórnarinnar. Lögfræðistofan White & Case LLP var fengin til að fara yfir kvartanirnar auk þess sem Lex lögmannsstofa var fengin til að vera ráðgefandi varðandi það sem sneri að íslenskum lögum og íslenskri vinnulöggjöf. „Allir starfsmenn sem rætt var við báru Róberti vel söguna. Þá bentu engin gögn til þess að eitthvað væri athugavert við stjórnunarhætti Róberts,“ segir enn fremur. Niðurstaðan sé skýr og ljóst að efni kvartananna eigi sér enga stoð. Kvartanirnar lutu sem fyrr segir að stjórnunarháttum Róberts en Halldór Kristmannsson, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sagði í samtali við Morgunblaðið í dag að Róbert hafi beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. „Ekkert bendir til þess að starfshættir Róberts Wessman séu þess eðlis sem greint er frá í bréfinu og engin ástæða er til að aðhafast neitt vegna þessa máls. Stjórn Alvogen ber fullt traust til Róberts og hans stjórnunarhátta. Stjórnin telur mikilvægt að upplýsa um málið og þannig iðka fullt gagnsæi af hálfu fyrirtækisins og framfylgja þeirri stefnu sem fyrirtækið hefur sett sér um að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi,“ segir í yfirlýsingunni. Uppfært klukkan 11:53 Róbert sendi frá sér yfirlýsingu á tólfta tímanum þar sem hann segir að sér þyki mjög miður að samstarfi þeirra Halldórs til átján ára hafi lokið með þessum hætti. Yfirlýsinguna má sjá í heild að neðan en Róbert hefur ekki orðið við óskum fréttastofu um viðtal vegna málsins. Vegna fréttaflutnings í dag vegna ásakana Halldórs Kristmannssonar á hendur mér er nauðsynlegt að eftirfarandi komi fram. Það er augljóst af bréfasendingum lögmanna Halldórs, Quinn Emanuel, að ásakanir hans eru gerðar í fjárhagslegum tilgangi enda koma þar fram kröfur um greiðslur til handa honum. Eins og fram hefur komið var fengin óháð alþjóðleg lögmannsstofa til að fara ofan í saumana á kvörtunum Halldórs. Talað var við tugi starfsmanna og farið yfir fjölda gagna og niðurstaðan var skýr. Til að tryggja enn betur trúverðugleika þeirrar skoðunar sem fram fór var önnur óháð lögmannsstofa fengin til að fara yfir ferli skoðunarinnar og staðfesta þá. Fyrir mig eru þessar ásakanir mjög mikil vonbrigði enda vegið að mínum starfsheiðri og persónu. Mér þykir mjög miður að samstarfi okkar Halldórs til 18 ára hafi lokið með þessum hætti. Róbert Wessman
Deilur Halldórs Kristmannssonar og Róberts Wessman Tengdar fréttir Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44 Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Viðskipti innlent Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Neytendur Fleiri fréttir Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Sjá meira
Sakar Róbert Wessman um líflátshótanir, ofbeldi og ógnanir Framkvæmdastjóri hjá lyfjafyrirtækjunum Alvogen og Alvotech hefur skorað á stjórnir fyrirtækjanna að víkja Róberti Wessman forstjóra úr starfi vegna stjórnarhátta hans og meintrar ósæmilegrar hegðunar. Sakar hann Róbert um að hafa beitt sig ofbeldi og hótað starfsmönnum og óvildarmönnum lífláti. 29. mars 2021 08:44