„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. mars 2021 22:00 Löng bílaröð að bílastæðaaðstöðu við gönguleiðina að gosinu myndaðist í kvöld. Vísir/Arnar Löng bílaröð myndaðist að bílastæðinu sem liggur við gönguleið að gossvæðinu í Geldingadal í kvöld. Klukkan níu var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg og svæðið verður rýmt á miðnætti. Formaður björgunarsveitarinnar í Grindavík biður fólk að sýna þolinmæði á svæðinu. „Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna. Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
„Fólk heldur að þetta sé eins og Kringlan, að það losni stæði fljótlega þegar fólk er búið að versla. En það er enginn að versla. Fólk er bara mætt á svæðið til að horfa og stæðin losna seint,“ segir Bogi Adolfsson, formaður björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, í samtali við Vísi. Hann áætlar að þúsundir hafi lagt leið sína á svæðið í dag, líkt og í gær. Hann bendir á að á svæðinu sé ekki risastórt, malbikað bílastæði. Fólk sé einfaldlega að leggja á túnum. Þá ítrekar hann að fólk geti ekki búist við því að fá stæði strax eða fljótlega eftir að það mætir. „Seinnipartinn fer fólk svo að hanga lengur út af ljósaskiptunum. Fólk þarf bara að átta sig á því að svæðið höndlar ekki þennan ágang,“ segir Bogi. Fólk fylgist með fréttum af umferð Hann segir þá að björgunarsveitarfólk reyni að standa vaktina meðan þörf er á. Líkt og í gær var lokað fyrir umferð um Suðurstrandarveg klukkan níu í kvöld. Svæðið verður svo rýmt á miðnætti. „Þessir dagar þar sem hefur verið einhver traffík eru eiginlega allir nokkuð svipaðir,“ segir Bogi og bætir við að á tímapunkti í dag hafi bílaröðin nánast náð inn í Grindavík. „Þó það sé verið að reyna að vísa í stæði fljótt munum við aldrei hafa undan svona,“ segir Bogi og beinir því til fólks að sýna þolinmæði. Björgunarsveitarfólk hefur staðið vaktina í Geldingadölum frá því gos hófst þann 19. mars.Vísir/Vilhelm „Ef það heyrir í fréttum að það séu margir á leiðinni eða margir mættir, þá ætti fólk kannski bara að íhuga að vera ekkert að hoppa inn í bíl og koma bara seinna.“ Hann segir þá dæmi um að fólk sé að koma í fjórða, fimmta eða jafnvel sjötta skiptið síðan gosið hófst fyrir tíu dögum síðan og veltir því upp að harðar samkomutakmarkanir, þar sem staðir á borð við bíó, leikhús og annað slíkt hafi þurft að loka, spili inn í vinsældir gosstöðvanna. „Svæðið tekur miklum breytingum. Kantarnir [á hrauninu]eru orðnir háir og það getur alveg losnað steinn úr og hraunbuna með,“ segir Bogi, sem hvetur alla sem hyggja á ferð að gosstöðvunum til að vera vel búna.
Eldgos í Fagradalsfjalli Eldgos og jarðhræringar Björgunarsveitir Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira