Orð gegn orði og óljóst hve biðin er löng Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. mars 2021 12:31 Fulltrúum heilsugæslunnar ber ekki saman um svör Ríkiskaupa. Óskar Reykdalsson, forstjóri Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir heilsugæsluna aldrei hafa fengið þau svör að rannsóknir á leghálssýnum væru útboðsskyldar. Þetta gengur þvert á fullyrðingar Kristjáns Oddssonar, verkefnastjóra Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana. Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni. Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá því að í fyrirspurnum sem Kristján sendi Landspítalanum í júlí síðastliðnum greindi hann frá fundi fulltrúa heilsugæslunnar og Ríkiskaupa. Þar sagði: „Undirritaður og Birgir Guðjónsson deildarstjóri eigna og innkaupa hjá HH áttu fund með fulltrúum Ríkiskaupa 29. júní 2020 og þar kom m.a. fram að kostnaður vegna rannsókna á leghálssýnum sem árið 2019 var áætlaður um 140 m.kr. sé útboðsskyldur á Evrópska efnahagssvæðinu en gera mætti undantekningu í einhverja mánuði eftir 1. janúar 2021 vegna þess að ekki mun gefast tími til að fullbúa útboðsgögn fyrir áramót.“ Í svörum Ríkiskaupa vegna málsins var fundurinn staðfestir og þar kom fram að á honum hefðu verið ræddir „möguleikar og hugsanlegar útfærslur á útboðum kæmi til þess. Rætt var um mögulega útboðsskyldu og tímalengd útboðsvinnu. Jafnframt var rætt hvort og hvernig hægt væri að brúa bilið, á meðan samningslaust væri, meðan útboðsgögn væru í vinnslu.“ Þegar Vísir fór þess á leit við Óskar að hann svaraði því hvers vegna rannsóknirnar hefðu ekki verið settar í útboðsferli, fékkst hins vegar eftirfarandi svar: „HH hefur aldrei fengið þau svör að rannsóknirnar væru útboðskyldar og jafnframt haft samráð við Sjúkratryggingar Íslands og Heilbrigðisráðuneytið um það verklag. Þar er reynsla af slíkum samningum mikil.“ Spurður að því hvort það stæði til að setja rannsóknirnar í útboð sagði hann að engin ákvörðun hefði verið tekin um það að svo stöddu. Óskar svaraði því ekki hvenær elstu leghálssýnin sem enn hafa ekki verið greind voru tekin en samkvæmt umræðum í Facebook-hópnum Aðför að heilsu kvenna, bíða konur enn sem fóru í sýnatöku í janúar. „Sýnataka á vegumheilsugæslunnar hófst 4. janúar 2021. Ákveðin töf myndaðist á sendingum sýna vegna samninga við dönsku rannsóknarstofuna. Nú er komið gott flæði í sendingarnar og unnið að því að koma svörum í ferli,“ sagði í svarinu. Vísir spurði einnig um það hver biðtíminn væri núna; það er, ef sýni væri tekið í dag, hvenær mætti þá vænta svars. Þá var einnig spurt um misvísandi fullyrðingar Kristjáns og Óskars, sem hafa sagt að svör muni berast innan tíu daga annars vegar og mánaðar hins vegar. Báðum spurningum var svarað á sama hátt: „Samkvæmt samningi skal öllum svörum svarað innan 3 vikna frá því þau berast rannsóknarstofu.“ Þessi svör vekja nokkuð aðrar væntingar en þau sem Kristján gaf þegar Vísir ræddi við hann í janúar, eftir að gengið var frá samningi við Hvidovre-sjúkrahúsið. Þá sagði Kristján að konur mættu vænta svara í mesta lagi tíu til fjórtán dögum eftir að sýni voru tekin eða bárust heilsugæslunni frá kvensjúkdómalækni.
Skimun fyrir krabbameini Heilbrigðismál Heilsugæsla Tengdar fréttir Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14 Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Leghálssýnin greind á Hvidovre sjúkrahúsinu: Biðin styttist í mest tíu til fjórtán daga Búið er að ganga frá samningi um að tvö þúsund þúsund leghálssýni íslenskra kvenna verði rannsökuð á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfn. 29. janúar 2021 21:14