Ísland í alfaraleið Pálmi Freyr Randversson skrifar 30. mars 2021 15:01 Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim. Óhjákvæmileg afleiðing nýliðinna atburða í Súesskurði er umræður um aðrar siglingaleiðir milli Atlantshafs og Kyrrahafs og í því samhengi er freistandi að hugsa um staðsetningu Íslands. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru einn af þeim þáttum sem eru ofarlega í huga Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, ekki síst með tilliti til nálægðar Keflavíkurflugvallar við Helguvíkurhöfn. Í dag er Helguvíkurhöfn fyrst og fremst fraktskipahöfn í tengslum við starfsemi á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þjónar einnig sem löndunarhöfn fyrir uppsjávarskip. Fraktskipum hefur fjölgað mikið í Helguvíkurhöfn á síðustu árum samhliða uppgangi flugvallarins og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu um ókomna framtíð. Þar er mikið rými til stækkunar og aðeins fjórir kílómetrar frá höfninni til Keflavíkurflugvallar. Þetta skapar mörg tækifæri og gæti verið samkeppnisforskot fyrir Ísland sem flutningaland. Mörg tækifæri eru fyrirséð í rekstri og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík ef samspil stórskipahafnar og alþjóðaflugvallar er haft að leiðarljósi. Tækifæri á borð við þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, verða á meðal þess sem kallað verður eftir að skoða í alþjóðlegri hönnunar- og hugmyndasamkeppni sem Kadeco stendur fyrir síðar á árinu. Nú þegar hafa margar af helstu hönnunar- og ráðgjafarstofur heims lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt og móta þannig sýn fyrir framtíð Suðurnesja og Íslands. Þó svo að flutningaskip á lengd við 17 Hallgrímskirkjur muni kannski seint leggja leið sína um íslenskar hafnir fleygir tækninni fram samhliða auknum kröfum um flutningstíma vara og kolefnisfótspor flutninga. Ísland getur án efa verið í stóru hlutverki í þeirri þróun og er athafnasvæðið við Keflavíkurflugvöll tækifæri sem litið verður til á alþjóðavísu. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Keflavíkurflugvöllur Súesskurðurinn Skipaflutningar Samgöngur Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Fréttir af strönduðu flutningaskipi í Súesskurði hafa vakið ótal áhugaverðar umræður um stöðu vöruflutninga í heiminum. Ljóst er að skurðurinn er einn lykilþátta siglingakerfisins og þegar umferð um hann stöðvast þá hefur það áhrif á vöruflutninga um allan heim. Óhjákvæmileg afleiðing nýliðinna atburða í Súesskurði er umræður um aðrar siglingaleiðir milli Atlantshafs og Kyrrahafs og í því samhengi er freistandi að hugsa um staðsetningu Íslands. Vöruflutningar til og frá Íslandi eru einn af þeim þáttum sem eru ofarlega í huga Kadeco, þróunarfélags Keflavíkurflugvallar, ekki síst með tilliti til nálægðar Keflavíkurflugvallar við Helguvíkurhöfn. Í dag er Helguvíkurhöfn fyrst og fremst fraktskipahöfn í tengslum við starfsemi á iðnaðarsvæðinu í Helguvík en þjónar einnig sem löndunarhöfn fyrir uppsjávarskip. Fraktskipum hefur fjölgað mikið í Helguvíkurhöfn á síðustu árum samhliða uppgangi flugvallarins og er gert ráð fyrir áframhaldandi aukningu um ókomna framtíð. Þar er mikið rými til stækkunar og aðeins fjórir kílómetrar frá höfninni til Keflavíkurflugvallar. Þetta skapar mörg tækifæri og gæti verið samkeppnisforskot fyrir Ísland sem flutningaland. Mörg tækifæri eru fyrirséð í rekstri og uppbyggingu iðnaðarsvæðisins í Helguvík ef samspil stórskipahafnar og alþjóðaflugvallar er haft að leiðarljósi. Tækifæri á borð við þessi, ásamt fjölmörgum öðrum, verða á meðal þess sem kallað verður eftir að skoða í alþjóðlegri hönnunar- og hugmyndasamkeppni sem Kadeco stendur fyrir síðar á árinu. Nú þegar hafa margar af helstu hönnunar- og ráðgjafarstofur heims lýst yfir áhuga sínum á að taka þátt og móta þannig sýn fyrir framtíð Suðurnesja og Íslands. Þó svo að flutningaskip á lengd við 17 Hallgrímskirkjur muni kannski seint leggja leið sína um íslenskar hafnir fleygir tækninni fram samhliða auknum kröfum um flutningstíma vara og kolefnisfótspor flutninga. Ísland getur án efa verið í stóru hlutverki í þeirri þróun og er athafnasvæðið við Keflavíkurflugvöll tækifæri sem litið verður til á alþjóðavísu. Höfundur er framkvæmdastjóri Kadeco.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun