Þættirnir hafa verið sýndir á miðvikudögum en þar er rætt við leiðtoga og fulltrúa stjórnmálaflokkanna um stöðu og horfur í ferðaþjónustu.
Sigmundur Davíð verður þar gestur Jóhannesar Þórs Skúlasonar, framkvæmdastjóra SAF, í fimmta þætti sem fer í loftið í dag klukkan 9.15.
Hægt verður að fylgjast með í spilaranum að neðan.
„Fólk í ferðaþjónustu hefur brennandi áhuga á að heyra afstöðu einstakra stjórnmálaflokka og stjórnmálamanna til atvinnugreinarinnar. Í þáttunum verður reynt að leiða fram þá sýn sem flokkarnir hafa gagnvart viðspyrnu og framtíð atvinnugreinarinnar og efnahagslífsins inn í næstu mánuði og næsta kjörtímabil. Hvernig sjá þau framtíð greinarinnar fyrir sér?
Hvernig ætla þau að styðja við endurreisn hennar og hvaða breytingar þarf að gera á rekstrarumhverfinu? Hvert verður hlutverk ferðaþjónustu í verðmætasköpun og gjaldeyrisöflun á næstu árum og áratugum?“ segir í tilkynningu frá SAF, en fylgjast má með þættinum í spilaranum að ofan.