Þetta sýna nýjar tölur hagstofunnar þar í landi en Guardian greinir frá málinu.
Samkvæmt tölunum myndu nú 54,7 prósent Englendinga mælast með mótefni í blóði sínu en miðað var við tölur frá 14. mars síðastliðnum. Í Wales er talan aðeins lægri, eða 50,5 prósent og í Skotlandi er hún talin vera 42,6 prósent.
Rannsóknin var framkvæmd á þann hátt að blóðsýni voru tekin úr stórum hópi fólks sem valið var af handahófi, sextán ára og eldra.
Þetta bendir til að bólusetningar í Bretlandi hafi skilað árangri, en um þrjátíu milljónir manna þar í landi hafa nú fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis.
Um 4,3 milljónir manna hafa smitast af kórónuveirunni í Bretlandi frá upphafi faraldursins og þá hafa rúmlega 126 þúsund dauðsföll verið rakin til Covid-19.