Skotland

Fréttamynd

Ís­lenskur læknir í sögu­legri skilnaðardeilu í Skot­landi

Íslenskur læknir sem búsettur er í Skotlandi er í klemmu eftir að dómstóll í Edinborg komst að þeirri niðurstöðu að ekki hefði átt að veita honum og fyrrverandi eiginkonu hans lögskilnað árið 2021. Bjarni Eyvindsson giftist öðru sinni árið 2023 en yfirvofandi úrskurður gæti leitt til þess að hann verði giftur tveimur konum. Málið á sér engin fordæmi í skoskri réttarsögu.

Innlent
Fréttamynd

Rauðar við­varanir vegna Éowyn

Óveðrið Eowyn gengur nú yfir Bretlandseyjar og Írland er veðrið þegar farið að valda vandræðum. Þannig hefur fjölmörgum flugferðum verið aflýst á flugvöllunum í Glasgow, Edinborg og í Dyflinni.

Erlent
Fréttamynd

Vara við hvirfilbyljum á Bret­lands­eyjum

Breskir veðurfræðingar hafa gefið út rauða viðvörun á norðurhluta Írlands og í Skotlandi vegna öflugrar lægðar sem liggur vestur af Bretlandseyjum. Búist er við mjög öflugum vindhviðum á Bretlandseyjum á morgun og hefur einnig verið varað við mögulegum hvirfilbyljum vegna lægðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Nicola Sturgeon orðin ein­hleyp

Fyrrverandi fyrsti ráðherra Skotlands Nicola Sturgeon er skilin við eiginmann sinn Peter Murrell. Þau höfðu verið par í tuttugu og tvö ár og hjón í fimmtán ár.

Lífið
Fréttamynd

Mál horfinna systra skekur Skot­land

Leit að tveimur horfnum systrum, Eliza og Henrietta Huszti, í Aberdeen í Skotlandi hefur engan árangur borið, en ekkert hefur spurst til þeirra í rúma viku.

Erlent
Fréttamynd

Stofnandi Stealers Wheel látinn

Skoski tónlistarmaðurinn Joe Egan er látinn, 77 ára að aldri. Tilkynnt var um andlát hans á sunnudag. Joe Egan var annar tveggja stofnmeðlima hljómsveitarinnar Stealers Wheel, sem gerði garðinn frægan með laginu Stuck in the middle with you.

Lífið
Fréttamynd

Mesta mengunin vegna gossins mælst í Skot­landi

Gosmóða frá eldgosinu í Sundhnúksgígaröðinni hefur legið yfir höfuðborgarsvæðinu og nágrenni í dag. Þorsteinn Jóhannsson, umhverfisfræðingur hjá Umhverfisstofnun, segir vindátt stjórna því hvert gosmóðan fer hverju sinni. Í dag hafi verið hægviðri í fyrsta sinn frá því að gosið hófst og því hafi móðan lagst yfir höfuðborgarsvæðið.

Innlent
Fréttamynd

Eigin­maður Stur­geon á­kærður fyrir fjár­drátt

Peter Murrell, eiginmaður Nicolu Sturgeon, fyrrverandi oddvita skosku heimastjórnarinnar, var ákærður í tengslum við fjárfrátt hjá Skoska þjóðarflokknum í dag. Sturgeon sagði af sér skömmu áður en Murrell var handtekinn í fyrra.

Erlent
Fréttamynd

Fengu sér miðnætursnarl í Skot­landi

Eliza Reid forsetafrú og Una Sighvatsdóttir sérfræðingur forsetaembættisins fengu sér miðnætursnarl í opinberri ferð forseta Íslands til Skotlands í gærkvöldi. Una sló á létta strengi og birti mynd af þeim Elizu með sérfræðingi forsætisráðherra Skotlands.

Lífið
Fréttamynd

For­seta­hjónin og Lilja halda til Skot­lands

Forseti Íslands Guðni Th. Jóhannesson og Eliza Reid forsetafrú halda í dag til Edinborgar í Skotlandi ásamt Lilju Dögg Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptamálaráðherra. Markmið ferðarinnar er að styrkja enn frekar vinabönd Íslendinga og Skota með áherslu á sögu og menningu þjóðanna.

Innlent
Fréttamynd

Nánast allir í­búar Gasa reiða sig á okkur

Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi.

Innlent
Fréttamynd

Alistair Darling látinn

Breski stjórnmálamaðurinn Alistair Darling, sem var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Gordon Brown í fjármálakreppunni 2008, er látinn. Hann varð sjötugur að aldri.  

Erlent
Fréttamynd

NCIS-stjarnan David Mc­Callum er látinn

Breski leikarinn David McCallum, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í þáttunum The Man From U.N.C.L.E frá sjöunda áratugnum og í seinni tíð þáttunum NCIS, er látinn. Hann varð níræður.

Lífið