1. apríl 2021: Fríar þyrluferðir, lítið notuð kynlífstæki og óvænt bóluefni í boði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. apríl 2021 18:04 Fjöldi Íslendinga féll fyrir aprílgöbbum í ár. Vísir Fólk og fyrirtæki keppast gjarnan við að reyna að láta fólk hlaupa apríl á fyrsta degi þessa herrans mánaðar sem er í dag. Þótt almenna reglan hafi í gegnum tíðina verið sú að reyna að fá fólk til að hlaupa apríl í orðsins fyllstu merkingu, það er í tíma og rúmi, þá hafa göbbin í ár líkt og í fyrra mörg einkennst af því að vera á rafrænu formi með einum eða örðum hætti í ljósi kórónuveirufaraldursins. Aprílgabb Vísis birtist í frétt í morgun þar sem leitað var að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af raunveruleikaþættinum Æði sem slegið hefur í gegn á Stöð 2. Tæplega þrjú þúsund manns létu blekkjast og ýttu á ábendingahnapp sem fylgdi fréttinni. Margir þeirra sendu fínustu ábendingar um þá sem þeir töldu geta slegið í gegn í þáttunum. Tik Tok-notandinn @bara_palli skrásetti það þegar hann féll fyrir Vísisgabbinu: @bara_palli Ég hef aldrei verið eins svikinn...eins gott að ég fái cameo í seríu 3 @patrekurjaimee @binniglee @bassi_maraj ##fyp ##æði2 ##funny ##iceland ##aprilfools original sound - Bara Palli Þyrluferð og Cocoa Puffs Þá birti Fréttablaðið í morgun frétt þar sem segir frá því að Þórarinn Ævarsson, eigandi pítsustaðarins Spaðans og fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, hafi stofnað þyrluþjónustuna Þyrluspaðann og hyggist bjóða upp á ódýrar þyrluferðir yfir eldgosið í Geldingadölum. „Til að fagna páskum býður Fréttablaðið tíu lesendum að fljúga með Spaðaásnum að eldstöðvunum. Með því að senda tölvupóst á [email protected] fer viðkomandi í pott sem dregið verður úr klukkan fimm í dag. Fyrsta ferð er áætluð í fyrramálið klukkan 6.30,“ segir í aprílgabbi Fréttablaðsins. DV sagði frá því að birgjar og endursöluaðilar muni sitja uppi með gríðarlegan lager af bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms eftir að fréttir bárust af því að morgunkornin vinsælu yrðu tekin af markaði vegna nýrrar Evrópureglugerðar. Haft er eftir vörumerkjastjóra í frétt DV að sé ekki annað í stöðunni en að gefa lagerinn sem til er af morgunkorninu. „Hægt verður að nálgast pakkanna í þjónustuveri innflytjandans á Korputorgi í dag til 15:00 og á Glerártorgi á Akureyri til 14:00,“ segir í fréttinni. Lítið notuð „leikföng“ Þá sagðist Mjölnir MMA á Facebook síðu sinni vera komið í samstarf við Landspítalann um bólusetningu með 400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir meðlimi Mjölnis. Kynlífstækjaverslunin Losti auglýsti einnig „lítið notuð kynlífstæki á frábæru verði,“ sem hægt væri að koma og versla í verslun fyrirtækisins í Borgartúni. View this post on Instagram A post shared by Losti.is (@losti.is) Á samfélagsmiðlum rifjuðu sumir upp gamalt aprílgabb, meðal annars þetta hér frá árinu 2001, þegar fjölmiðlar féllu sjálfir fyrir aprílgabbi. Eitt svakalegasta aprílgabb Íslandssögunnar er 20 ára. Einhver hringdi inn frétt. Blaðamaður hringdi í viðmælanda sem lék með - en spurði víst hvort blaðamaður vissi ekki örugglega hvaða dagur væri, sem hann jánkaði víst. 2. apríl birtist þetta á forsíðu og baksíðu. pic.twitter.com/4LnyFa78tS— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) April 1, 2021 Aprílgabb Tengdar fréttir Leita að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af Æði Raunveruleikaþátturinn Æði hefur slegið rækilega í gegn á Stöð 2+. Önnur þáttaröð fór í loftið nú í vetur. Sú þriðja fer í tökur í sumar og er hafin leit að fjórðu stjörnunni til að vera í burðarhlutverki. 1. apríl 2021 07:00 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Aprílgabb Vísis birtist í frétt í morgun þar sem leitað var að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af raunveruleikaþættinum Æði sem slegið hefur í gegn á Stöð 2. Tæplega þrjú þúsund manns létu blekkjast og ýttu á ábendingahnapp sem fylgdi fréttinni. Margir þeirra sendu fínustu ábendingar um þá sem þeir töldu geta slegið í gegn í þáttunum. Tik Tok-notandinn @bara_palli skrásetti það þegar hann féll fyrir Vísisgabbinu: @bara_palli Ég hef aldrei verið eins svikinn...eins gott að ég fái cameo í seríu 3 @patrekurjaimee @binniglee @bassi_maraj ##fyp ##æði2 ##funny ##iceland ##aprilfools original sound - Bara Palli Þyrluferð og Cocoa Puffs Þá birti Fréttablaðið í morgun frétt þar sem segir frá því að Þórarinn Ævarsson, eigandi pítsustaðarins Spaðans og fyrrverandi framkvæmdastjóri IKEA, hafi stofnað þyrluþjónustuna Þyrluspaðann og hyggist bjóða upp á ódýrar þyrluferðir yfir eldgosið í Geldingadölum. „Til að fagna páskum býður Fréttablaðið tíu lesendum að fljúga með Spaðaásnum að eldstöðvunum. Með því að senda tölvupóst á [email protected] fer viðkomandi í pott sem dregið verður úr klukkan fimm í dag. Fyrsta ferð er áætluð í fyrramálið klukkan 6.30,“ segir í aprílgabbi Fréttablaðsins. DV sagði frá því að birgjar og endursöluaðilar muni sitja uppi með gríðarlegan lager af bæði Cocoa Puffs og Lucky Charms eftir að fréttir bárust af því að morgunkornin vinsælu yrðu tekin af markaði vegna nýrrar Evrópureglugerðar. Haft er eftir vörumerkjastjóra í frétt DV að sé ekki annað í stöðunni en að gefa lagerinn sem til er af morgunkorninu. „Hægt verður að nálgast pakkanna í þjónustuveri innflytjandans á Korputorgi í dag til 15:00 og á Glerártorgi á Akureyri til 14:00,“ segir í fréttinni. Lítið notuð „leikföng“ Þá sagðist Mjölnir MMA á Facebook síðu sinni vera komið í samstarf við Landspítalann um bólusetningu með 400 skömmtum af bóluefni AstraZeneca fyrir meðlimi Mjölnis. Kynlífstækjaverslunin Losti auglýsti einnig „lítið notuð kynlífstæki á frábæru verði,“ sem hægt væri að koma og versla í verslun fyrirtækisins í Borgartúni. View this post on Instagram A post shared by Losti.is (@losti.is) Á samfélagsmiðlum rifjuðu sumir upp gamalt aprílgabb, meðal annars þetta hér frá árinu 2001, þegar fjölmiðlar féllu sjálfir fyrir aprílgabbi. Eitt svakalegasta aprílgabb Íslandssögunnar er 20 ára. Einhver hringdi inn frétt. Blaðamaður hringdi í viðmælanda sem lék með - en spurði víst hvort blaðamaður vissi ekki örugglega hvaða dagur væri, sem hann jánkaði víst. 2. apríl birtist þetta á forsíðu og baksíðu. pic.twitter.com/4LnyFa78tS— Brynjólfur Þór Guðmundsson (@BrynThor) April 1, 2021
Aprílgabb Tengdar fréttir Leita að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af Æði Raunveruleikaþátturinn Æði hefur slegið rækilega í gegn á Stöð 2+. Önnur þáttaröð fór í loftið nú í vetur. Sú þriðja fer í tökur í sumar og er hafin leit að fjórðu stjörnunni til að vera í burðarhlutverki. 1. apríl 2021 07:00 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Lífið Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Fleiri fréttir Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Vilja vera einn af vorboðunum Katrín Tanja minnist Theo: „Hann kenndi mér hvernig á að elska“ Fincher leikstýrir Pitt í framhaldi á Tarantino-mynd Giskaði sig í eina milljón Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Sjá meira
Leita að fjórða meðlimnum fyrir nýja þáttaröð af Æði Raunveruleikaþátturinn Æði hefur slegið rækilega í gegn á Stöð 2+. Önnur þáttaröð fór í loftið nú í vetur. Sú þriðja fer í tökur í sumar og er hafin leit að fjórðu stjörnunni til að vera í burðarhlutverki. 1. apríl 2021 07:00