Fyrir þremur árum síðan vann Spartak Subotica 2-0 sigur á Radnicki Nis. Sigurinn tryggði Spartak þriðja sætið í serbíu sem gaf félaginu sæti í forkeppni Evrópudeildarinnar.
Í leiknum sjálfum fékk Radnicki tvö rauð spjöld og tvær vítaspyrnur dæmdar á sig og það er nánast allt sem bendir til þess að dómari leiksins hafi haft óhreint mjöl í pokahorninu.
Erlendir fjölmiðlar á borð við Goal og AS skrifa nú að dómarinn hafi verið dæmdur í fangelsi fyrir spillingu en eitt af atvikunum úr leiknum má sjá hér að neðan.
Le football serbe et ses penalties mystères part 7. Si tu te prends un petit pont dans ta surface de réparation; c'est pénalty contre toi. Spartak Subotica vs Nis cette après-midi pic.twitter.com/J7ew2bLqpW
— Lazar van Parijs (@LazarVP) May 13, 2018