„Þetta er búið að vera besta liðið í vetur“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 4. apríl 2021 11:31 Keflavík hefur verið besta lið Dominos-deildar karla í körfubolta samkvæmt sérfræðingum Körfuboltakvölds og svo segja gárungarnir að taflan ljúgi aldrei. Vísir/Hulda Margrét Farið var yfir efstu sex lið Dominos-deildar karla í körfubolta í síðasta þætti Dominos Körfuboltakvölds. Nú er komið að efstu tveimur liðum deildarinnar, Keflavík og Þór Þorlákshöfn. „Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
„Í öðru sæti er lið sem hefur breyst ansi lítið. Lið sem hefur heillað flesta sem fylgjast með íslenskum körfubolta. Það hefur gengið ansi vel hjá Lárusi Jónssyni að búa til liðsheild úr þessu liði,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi. „Að þurfa ekki að gera neina breytingu er frábært. Til hvers að gera breytingu þegar það gengur vel. Einhverjir hefðu freistast til að bæta við einum leikmanni eða eitthvað.“ sagði Benedikt Guðmundsson um Þórsara. Farið var yfir innkomu Larry Thomas og hans frábæru innkomu inn í liðið eftir að leika í 1. deild hér á landi undanfarin misseri. Eftir að fara yfir erlendu leikmennina þá var Styrmir Snær Þrastarson, uppáhald Körufuboltakvölds, að sjálfsögðu ræddur. „Stærsta ákvörðun sem Lárus Jónsson hefur tekið, mögulega í ár og þegar við horfum fram veginn, var að segja við Styrmi Snæ Þrastarson: Gjörðu svo vel, hérna er liðið þitt, nú átt þú þetta svið,“ sagði Kjartan Atli. Í spilaranum hér að neðan má sjá alla umræðu um Þór Þorlákshöfn. Klippa: Umræðan um Þór Þorlákshöfn „Þetta er búið að vera besta liðið í vetur. Þeim var spáð 7. sæti á síðasta tímabili, þá vissi enginn hverjir Dean Williams eða Dominykas Mikla voru. Þeir voru svo eitt besta liðið í fyrra og það var vitað að þeir yrðu hrikalega góðir í vetur. Litlar sem engar breytingar, þeir eru að byggja ofan á síðasta tímabil og verða bara betri og betri í því sem þeir eru að gera. Það ætti ekki að koma á óvart að þeir séu á þessum stað,“ sagði Benedikt. „Þeir eru besta varnarliðið í vetur. Hlutverkaskiptingin er algjörlega klár, það þarf ekkert að pæla í henni. Fyrir mér bara besta liðið í vetur,“ bætti hann svo við. „Ég tek undir það sem Benni er að segja, þetta er frábært byrjunarlið. Ég vill líka leggja áherslu á það að þeir eru búnir að fá helling út úr strákunum á bekknum í vetur. Það er held ég líka af því langoftast eru þeir að koma inn í og spila með fjórum af bestu leikmönnum Íslands. Það er voðalega erfitt að klúðra þannig,“ sagði Teitur Örlygsson. „Leikmenn eins og Ágúst Orrason hefur mér fundist mjög flottur í vetur. Við höfum oft gagnrýnt varnarleikinn hjá Gústa en mér finnst hann vera búinn að bæta hann. Hann neglir leikmenn niður núna en áður fyrr sleppti hann mönnum þegar hann náði ekki að halda þeim fyrir framan sig. Mér finnst Gústi búinn að þroskast mikið sem leikmaður,“ bætti Teitur við. Hér að neðan má sjá umræðu Körfuboltakvölds um Keflavík, topplið Dominos-deildar karla í körfubolta. Klippa: Umræðan um Keflavík Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Þór Þorlákshöfn Keflavík ÍF Tengdar fréttir Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01 „Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00 Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Körfubolti Í beinni: Brentford - Man. Utd | Ekki unnið í einn og hálfan mánuð Enski boltinn Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Körfubolti Fleiri fréttir „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið Sjá meira
Körfuboltakvöld: Þeir ætla sér klárlega að vinna þetta Í nýjasta Domino's Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sæti deildarinnar nú þegar Domino's deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í þriðja og fjórða sæti. 3. apríl 2021 23:01
„Beautiful“ þegar stjörnur liðsins eru duglegustu mennirnir Í nýjasta Domino´s Körfuboltakvöldi var farið yfir stöðuna á liðunum sem skipa sex efstu sætum deildarinnar nú þegar Domino´s deild karla er aftur komin í kórónuveiruhlé. Hér má sjá hvað menn höfðu að segja um liðin í fimmta og sjötta sæti. 3. apríl 2021 08:00