Hér eru nokkur atriði sem geta verið vísbendingar um að starfsmaður ætli sér að segja upp og hætta.
- Viðkomandi tekur ekki lengur þátt í langtímaverkefnum
- Viðkomandi hefur nýlega uppfært upplýsingar um sjálfan sig á LinkedIn
- Talar minna en áður á fundum, tekur minni þátt en áður á fundum
- Sýnir mikinn áhuga á að mæta á ráðstefnur, málþing eða vinnustofur sem haldnar eru annars staðar
- Meiri fjarvera en verið hefur
- Heldur sig meira til hlés en áður
- Fer meira afsíðis til að sinna persónulegum samtölum í síma
- Stöðuhækkun innan teymisins gæti hafa virkað á viðkomandi þannig að hann/hún hafi verið sniðgengin (hefði frekar átt að fá stöðuhækkunina)
- Sýnir minni áhuga en áður á að læra eitthvað nýtt eða sýna framfarir í vinnu
- Starf viðkomandi hefur staðnað (rannsóknir sýna að ef starfsmaður upplifir sig staðnaðan í starfi eftir tíu mánuði í starfi, aukast líkurnar á að viðkomandi vilji hætta)
- Viðkomandi fór nýlega í gegnum miklar breytingar í persónulegu lífi (til dæmis skilnaður, barneignir, veikindi ástvinar eða fasteignakaup)
- Afköst hafa minnkað hjá viðkomandi
- Náinn starfsfélagi viðkomandi hætti nýlega
- Virðist ekki sýna eins mikinn áhuga og áður á að fá jákvæða endurgjöf frá yfirmanni
- Núningar við annan starfsfélaga, óleyst samskiptavandamál
- Forðast þátttöku í félagslífi starfsfólks/teymis
- Úthlutar verkefnum oftar til annarra
- Kemur sjaldnar en áður með nýjar hugmyndir eða tillögur
- Er lengur en áður í mat- eða kaffihléum
- Sýnileg breyting á því hvernig viðkomandi mætir eða fer úr vinnu. Til dæmis starfsmaður sem hefur oft verið að vinna þar til á síðustu stundu í dagslok og nýtir hverja mínútu, en fer allt í einu að sýna þá hegðun að vera klár til að yfirgefa vinnustaðinn og bíða eftir því að honum ljúki og leyfilegt að fara
- Kvartar ekki lengur. Ef starfsmaður sem var vanur að segja ef honum/henni fannst eitthvað mega betrumbæta en hættir því allt í einu, gæti það verið vísbending um að viðkomandi er að undirbúa sig undir það að hætta
- Byrjaður að kvarta. Hér er breytt hegðun á hinn veginn og þá meira þannig að starfsmaður sem var vanur að kvarta sjaldan og vera mjög jákvæður er allt í einu orðin neikvæðari og/eða er farinn að kvarta oftar en áður
- Var að klára nám eða öðlast viðbótarréttindi
- Er ekki eins opin/n í samskiptum og áður og sýnir jafnvel tilburði til að annað fólk sjái ekki á tölvuskjáinn sinn eða sambærileg breyting á hegðun
- Svarar ekki eins fljótt skilaboðum og áður, í tölvupóstum, Messenger, Teams eða annars staðar
Þá er stjórnendum bent á að fylgja eftir sinni eigin sannfæringu eða innsæi. Ef stjórnandi hefur á tilfinningunni að starfsmaður sé að hugsa sér til hreyfings, er það oft eitt og sér tilefni til þess að setjast niður með viðkomandi og ræða málin.