Segir réttara að tíu prósent hagkerfisins séu í lagi Sylvía Hall skrifar 8. apríl 2021 18:51 Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands. Vísir/Frosti Konráð Guðjónsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, segir fullyrðingar Gylfa Zoëga hagfræðiprófessors um að níutíu prósent hagkerfisins séu í lagi vera fjarri lagi. Þrátt fyrir að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni hafi hagkerfið átt magurra ár í fyrra samanborið við 2019. „Stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri. Svo eru hér atvinnugreinar sem hafa aldrei gengið betur, verslun með föt og annað sem Íslendingar eru vanir að fara til útlanda. Núna kaupa þeir innanlands,“ sagði Gylfi í viðtali í Kastljósi fyrir páska. Í grein sem birtist á Vísi í dag gerir Konráð athugasemdir við þessi ummæli og segir hann „í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi“ að einfalda stöðu hagkerfisins með þessum hætti. Konráð nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings; í fyrsta lagi hafi störfum fækkað í 22 af 25 atvinnugreinum milli ára við lok síðasta árs og fjölgun hafi nær einungis verið hjá hinu opinbera eða í starfsemi sem er að miklu leyti í eigu hins opinbera. Í öðru lagi hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman í 40 af 46 atvinnugreinum og samdrátturinn verið níu prósent milli ára. Í þriðja lagi hafi verðmætasköpun minnkað í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina á síðasta ári. „Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu,“ skrifar Konráð. Kreppan muni bitna á öllum Hann segir rétt að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni sem stendur, en ástæðan sé stórtækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Laun þeirra sem enn hafi vinnu hafi hækkað og samdráttur í flestum greinum verið sex prósent eða minni. Það sé þó ekki nóg til þess að segja að níutíu prósent hagkerfisins sé í lagi. „Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga.“ Að mati Konráðs sé nauðsynlegt að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný, ella muni kreppan bitna á öllum en ekki sumum. „Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni. Efnahagsmál Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira
„Stóra myndin er sú að 90 prósent af hagkerfinu eru í lagi og kaupmáttur hefur aldrei verið meiri. Svo eru hér atvinnugreinar sem hafa aldrei gengið betur, verslun með föt og annað sem Íslendingar eru vanir að fara til útlanda. Núna kaupa þeir innanlands,“ sagði Gylfi í viðtali í Kastljósi fyrir páska. Í grein sem birtist á Vísi í dag gerir Konráð athugasemdir við þessi ummæli og segir hann „í besta falli frjálslegt og í versta falli alvarlega villandi“ að einfalda stöðu hagkerfisins með þessum hætti. Konráð nefnir þrjú atriði máli sínu til stuðnings; í fyrsta lagi hafi störfum fækkað í 22 af 25 atvinnugreinum milli ára við lok síðasta árs og fjölgun hafi nær einungis verið hjá hinu opinbera eða í starfsemi sem er að miklu leyti í eigu hins opinbera. Í öðru lagi hafi atvinnuvegafjárfesting dregist saman í 40 af 46 atvinnugreinum og samdrátturinn verið níu prósent milli ára. Í þriðja lagi hafi verðmætasköpun minnkað í yfirgnæfandi fjölda atvinnugreina á síðasta ári. „Sé tekið tillit til stærðar atvinnugreina má segja að 73% hagkerfisins hafi upplifað samdrátt. Ef við horfum eingöngu á viðskiptahagkerfið og drögum frá greinar hins opinbera eins og heilbrigðisþjónustu, opinbera stjórnsýslu og fræðslustarfsemi var samdráttur í 91% af hagkerfinu,“ skrifar Konráð. Kreppan muni bitna á öllum Hann segir rétt að stærstur hluti landsmanna finni lítið fyrir kreppunni sem stendur, en ástæðan sé stórtækar aðgerðir af hálfu ríkisins. Laun þeirra sem enn hafi vinnu hafi hækkað og samdráttur í flestum greinum verið sex prósent eða minni. Það sé þó ekki nóg til þess að segja að níutíu prósent hagkerfisins sé í lagi. „Með framangreindar tölur í huga er þó ekki að sjá að 90% af hagkerfinu sé í lagi heldur að meirihluti hagkerfisins hafi átt magurra ár heldur en 2019, sem þó var nokkuð þungt í skugga falls WOW air. Út frá því er nærtækara er að segja að 10% af hagkerfinu sé í lagi, sérstaklega ef hið opinbera er sett út fyrir sviga.“ Að mati Konráðs sé nauðsynlegt að ferðaþjónustan nái vopnum sínum á ný, ella muni kreppan bitna á öllum en ekki sumum. „Orð Gylfa voru sett fram í samhengi landamæraopnunar og ferðaþjónustu sem er í raun önnur umræða. Skiljanlegt er að á því séu skiptar skoðanir og það er rétt að landsmenn allir eiga mikið undir því að halda veirunni og samkomutakmörkunum í lágmarki. Aftur á móti eiga landsmenn mismikið undir endurreisn ferðaþjónustunnar. Það breytir samt ekki því að þrátt fyrir að kreppan lendi verst á ferðaþjónustu og tengdum greinum eru hlutföll Gylfa fjarri því að lýsa stöðunni.
Efnahagsmál Mest lesið 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Stytta skammarkrókinn til muna Neytendur Morgunblaðið skammað fyrir að birta óvart lítið merki Neytendur Bobbingastaður í bobba Viðskipti erlent Gjaldþrota meðhöndlari Viðskipti innlent Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Viðskipti erlent Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu Viðskipti innlent Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Viðskipti innlent Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Viðskipti innlent Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Sjá meira