Opið bréf til Kára Stefánssonar Helga Vala Helgadóttir skrifar 9. apríl 2021 07:00 Kæri Kári Í tilefni af Kastljósviðtali við þig í gærkvöldi fann ég hjá mér einlæga löngun til að skrifa þér bréf. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og þínum störfum. Ég trúi að þekking þín á því sviði sem þú starfar á sé á mjög háu stigi og finn að þú hefur einnig mikla ástríðu og eldmóð í þínum störfum. Ég kann vel við þetta sem og þá hreinskilni sem þú hefur tileinkað þér þegar þú segir hug þinn kinnroðalaust, stundum þannig að ég skell upp úr þegar ég nem að þú kunnir með einstaka orðum þínum að hafa farið ögn yfir strikið. Já, ég hef jafnvel gaman af því þegar ég horfi á óforskammað tilsvar þitt á köflum. Ég var sammála þér þegar þú nefndir að þú teldir ekki vera kominn brest í samstöðu almennings í landinu með sóttvörnum og sóttvarnarlækni. Ég tel nokkurn minnihluta efast um réttmæti aðgerða en að meginþorri almennings vilji fylgja ráðum okkar góða sóttvarnarlæknis sem vill ganga lengra í að verja landamærin svo við öll hér innanlands getum lifað sem eðlilegustu lífi. Ég fylgi þeim meginþorra í skoðunum og tel mikilvægt að við nýtum okkur sérstöðu legu landsins með nánast bara eina mögulega innkomu og gerum allt til að verja þjóðina fyrir veirunni. En þegar þú fórst að ræða niðurstöðu héraðsdóms í því máli sem nýverið lauk, er varðaði lögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra, þá þótti mér þú vera á nokkrum villigötum. Þú sagðir að ekki mætti draga annan lærdóm af þeim úrskurði en að dómurum héraðsdóms gætu orðið á mistök. Vissulega geta dómarar eins og aðrir gert mistök en í þessu máli tel ég að niðurstaðan hefði aldrei getað orðið önnur. Ég er í þeirri stöðu að vera hvort tveggja löglærð og hluti löggjafans og stýri að auki þeirri nefnd er annaðist vinnslu frumvarps heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið kom til þingsins rétt fyrir jól en gestakomur og vinnsla hófust strax á nýju ári eftir að umsagnarferli lauk. Skemmst er frá því að segja að ekkert í texta frumvarpsins, né heldur greinargerð með frumvarpi ráðherra sem skýrir betur einstaka greinar frumvarpsins og lýsir vilja höfundar, benti til þess að ætlunin væri að útbúa heimild til að skylda mætti ferðfólk til dvalar í sóttvarnarhúsi. Þá var heldur ekki óskað eftir því af hálfu ráðherra að því yrði á síðari stigum vinnunnar bætt inn í frumvarpið. Í frumvarpinu voru hins vegar tvö íþyngjandi ákvæði sem nokkuð var deilt um meðal einstaka þingmanna, annars vegar um útgöngubann og hins vegar um skyldubólusetningu. Um það leyti sem vinnsla frumvarpsins stóð yfir í velferðarnefnd átti sér stað hörmulegt slys á Djúpvegi í Skötufirði. Þar týndu lífi ung móðir og barn er bíll fjölskyldunnar valt, en fjölskyldan var á leið heim til sín vestur á firði í sóttkví eftir heimkomu frá útlöndum. Umræða hófst um mikilvægi þess að stjórnvöldum bæri skylda til að halda úti sóttkvíarhóteli fyrir þá einstaklinga sem ekki höfðu í önnur hús að venda þegar halda skyldi sóttkví, hvort tveggja vegna aðstæðna en ekki síður vegna búsetu fjarri Keflavíkurflugvelli. Var talið að hætta gæti skapast ef ferðafólk fyndi sig knúið til aksturs í fjölda klukkustunda beint eftir flug eingöngu vegna þess að þeim bæri að halda rakleitt í sóttkví. Í þeirri umræðu kom ekki til álita að húsið yrði notað til að skylda ferðafólk í sóttkví en áfram mátti skylda sýkta einstaklinga, sem neituðu að fara í einangrun, til dvalar í umræddu sóttvarnarhúsi. Stendur það ákvæði enn óhaggað. Í lok vinnu velferðarnefndar er útbúið nefndarálit og hafði þá stjórnarmeirihlutinn í nefndinni komist að þeirri niðurstöðu sín á milli að ekki yrði af setningu tveggja íþyngjandi atriða í lög að þessu sinni er varðar útgöngubann og skyldubólusetningu heldur skyldi það bíða heildarendurskoðunar laganna. Þá var sömuleiðis ekkert um það rætt að skylda ætti fólk til dvalar í sóttkvíarhúsi. Við umræðu í þingsal eftir ofangreinda vinnu ræddi enginn nefndarmaður eða aðrir þingmenn sem tóku til máls um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli utan undirrituð sem tilgreindi einmitt að ekki hefði verið vilji stjórnarliða að setja inn slíka skyldu. Hafði ég á orði í báðum umræðum á þingi að mér hugnaðist frekar að setja skýr heimildarákvæði í lögin frekar en að vera í þeirri stöðu, líkt og þá var, að stjórnvöld væru að framkvæma aðgerðir sem þau hefðu ekki lagastoð fyrir. En gott og vel, á þeim tímapunkti nefndi hvorki sóttvarnarlæknir né heilbrigðisráðherra þörf á skyldudvöl í sóttvarnarhúsi, ég aumur stjórnarandstöðuþingmaður fann mig því ekki knúna til að berjast fyrir slíku ákvæði, enda hafði enginn sýnt neinn vilja til þess. Skrifaði ég þó undir nefndarálitið með fyrirvara þar sem ég taldi annars vegar að setja ætti frekari heimildir til ráðherra, þótt ekki kæmi til að þær yrðu nokkru sinni notaðar, sem og að skylda ætti heilbrigðisráðherra til að bera mest íþyngjandi ákvarðanir sínar undir þingið til staðfestingar eins og þekkist í öðrum ríkjum. Af þessum sökum veit ég ekki hvað þú átt við þegar þú segir „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ því það var hvorki að finna í frumvarpi ráðherra, nefndaráliti velferðarnefndar né ræddi nokkur einasti þingmaður um það í þingsal. Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki, því þessi umræða átti sér ekki stað. Þegar þú talar svo um að hin þröngu skilgreining á sóttvarnarhúsi sé æðri almannahagsmunum, þá þarftu að hafa í huga að umrædd skilgreining er í lögunum eingöngu til skýringar á notkun sóttvarnarhús en myndi að mínu áliti ekki standast ein og sér sem lagaheimild fyrir stjórnvöld til að skylda fólk í sóttvarnarhús. Þegar um frelsissviptingu er að ræða, þ.e. þegar fólk fær ekki ráðið ferðum sínum og staðsetningu, verður að vera skýr lagaheimild til staðar og lítið mál að bæta slíkri heimild í upptalningu atriða sem fyrir eru í sóttvarnarlögum. Það var hins vegar ekki gert og á því ber héraðsdómari ekki ábyrgð. Kæri Kári. Við viljum standa saman að sóttvörnum og við viljum bæði fylgja sóttvarnarlækni en ég vil líka að ráðamenn þjóðarinnar, sem falið hefur verið að fara með framkvæmdavaldið, tryggi að fyrir öllum ákvörðunum sínum sé skýr lagastoð. Það er grundvallaratriði í réttarríki að valdhafar fari að leikreglum sem settar eru til varnar borgurum landsins. Það er enda hægðarleikur að bæta nauðsynlegum ákvæðum við sóttvarnarlögin ef vilji stendur enn til þess enda tel ég, án þess að hafa talið ígrundað í þingsal, meirihluta fyrir slíkri lagasetningu á Alþingi. Með þessum orðum vil ég hvetja þig til að íhuga hvort rétt sé að tala niður dómstóla landsins sem eingöngu hafa það lögbundna hlutverk að dæma eftir lögunum. Ég er ekki viss um að við aukum samstöðu meðal þjóðarinnar og hvet þig til að íhuga orð mín, sem sett eru fram, svo ég endurtaki, í fullri vinsemd og af virðingu um leið og ég þakka þér af öllu hjarta fyrir það starf sem þú og starfsfólk þitt hafið unnið í þágu þjóðarinnar undanfarið rúmt ár. Það er ómetanlegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Helga Vala Helgadóttir Alþingi Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Sjá meira
Kæri Kári Í tilefni af Kastljósviðtali við þig í gærkvöldi fann ég hjá mér einlæga löngun til að skrifa þér bréf. Ég ber mikla virðingu fyrir þér og þínum störfum. Ég trúi að þekking þín á því sviði sem þú starfar á sé á mjög háu stigi og finn að þú hefur einnig mikla ástríðu og eldmóð í þínum störfum. Ég kann vel við þetta sem og þá hreinskilni sem þú hefur tileinkað þér þegar þú segir hug þinn kinnroðalaust, stundum þannig að ég skell upp úr þegar ég nem að þú kunnir með einstaka orðum þínum að hafa farið ögn yfir strikið. Já, ég hef jafnvel gaman af því þegar ég horfi á óforskammað tilsvar þitt á köflum. Ég var sammála þér þegar þú nefndir að þú teldir ekki vera kominn brest í samstöðu almennings í landinu með sóttvörnum og sóttvarnarlækni. Ég tel nokkurn minnihluta efast um réttmæti aðgerða en að meginþorri almennings vilji fylgja ráðum okkar góða sóttvarnarlæknis sem vill ganga lengra í að verja landamærin svo við öll hér innanlands getum lifað sem eðlilegustu lífi. Ég fylgi þeim meginþorra í skoðunum og tel mikilvægt að við nýtum okkur sérstöðu legu landsins með nánast bara eina mögulega innkomu og gerum allt til að verja þjóðina fyrir veirunni. En þegar þú fórst að ræða niðurstöðu héraðsdóms í því máli sem nýverið lauk, er varðaði lögmæti reglugerðar heilbrigðisráðherra, þá þótti mér þú vera á nokkrum villigötum. Þú sagðir að ekki mætti draga annan lærdóm af þeim úrskurði en að dómurum héraðsdóms gætu orðið á mistök. Vissulega geta dómarar eins og aðrir gert mistök en í þessu máli tel ég að niðurstaðan hefði aldrei getað orðið önnur. Ég er í þeirri stöðu að vera hvort tveggja löglærð og hluti löggjafans og stýri að auki þeirri nefnd er annaðist vinnslu frumvarps heilbrigðisráðherra til breytinga á sóttvarnarlögum. Frumvarpið kom til þingsins rétt fyrir jól en gestakomur og vinnsla hófust strax á nýju ári eftir að umsagnarferli lauk. Skemmst er frá því að segja að ekkert í texta frumvarpsins, né heldur greinargerð með frumvarpi ráðherra sem skýrir betur einstaka greinar frumvarpsins og lýsir vilja höfundar, benti til þess að ætlunin væri að útbúa heimild til að skylda mætti ferðfólk til dvalar í sóttvarnarhúsi. Þá var heldur ekki óskað eftir því af hálfu ráðherra að því yrði á síðari stigum vinnunnar bætt inn í frumvarpið. Í frumvarpinu voru hins vegar tvö íþyngjandi ákvæði sem nokkuð var deilt um meðal einstaka þingmanna, annars vegar um útgöngubann og hins vegar um skyldubólusetningu. Um það leyti sem vinnsla frumvarpsins stóð yfir í velferðarnefnd átti sér stað hörmulegt slys á Djúpvegi í Skötufirði. Þar týndu lífi ung móðir og barn er bíll fjölskyldunnar valt, en fjölskyldan var á leið heim til sín vestur á firði í sóttkví eftir heimkomu frá útlöndum. Umræða hófst um mikilvægi þess að stjórnvöldum bæri skylda til að halda úti sóttkvíarhóteli fyrir þá einstaklinga sem ekki höfðu í önnur hús að venda þegar halda skyldi sóttkví, hvort tveggja vegna aðstæðna en ekki síður vegna búsetu fjarri Keflavíkurflugvelli. Var talið að hætta gæti skapast ef ferðafólk fyndi sig knúið til aksturs í fjölda klukkustunda beint eftir flug eingöngu vegna þess að þeim bæri að halda rakleitt í sóttkví. Í þeirri umræðu kom ekki til álita að húsið yrði notað til að skylda ferðafólk í sóttkví en áfram mátti skylda sýkta einstaklinga, sem neituðu að fara í einangrun, til dvalar í umræddu sóttvarnarhúsi. Stendur það ákvæði enn óhaggað. Í lok vinnu velferðarnefndar er útbúið nefndarálit og hafði þá stjórnarmeirihlutinn í nefndinni komist að þeirri niðurstöðu sín á milli að ekki yrði af setningu tveggja íþyngjandi atriða í lög að þessu sinni er varðar útgöngubann og skyldubólusetningu heldur skyldi það bíða heildarendurskoðunar laganna. Þá var sömuleiðis ekkert um það rætt að skylda ætti fólk til dvalar í sóttkvíarhúsi. Við umræðu í þingsal eftir ofangreinda vinnu ræddi enginn nefndarmaður eða aðrir þingmenn sem tóku til máls um skyldudvöl í sóttkvíarhóteli utan undirrituð sem tilgreindi einmitt að ekki hefði verið vilji stjórnarliða að setja inn slíka skyldu. Hafði ég á orði í báðum umræðum á þingi að mér hugnaðist frekar að setja skýr heimildarákvæði í lögin frekar en að vera í þeirri stöðu, líkt og þá var, að stjórnvöld væru að framkvæma aðgerðir sem þau hefðu ekki lagastoð fyrir. En gott og vel, á þeim tímapunkti nefndi hvorki sóttvarnarlæknir né heilbrigðisráðherra þörf á skyldudvöl í sóttvarnarhúsi, ég aumur stjórnarandstöðuþingmaður fann mig því ekki knúna til að berjast fyrir slíku ákvæði, enda hafði enginn sýnt neinn vilja til þess. Skrifaði ég þó undir nefndarálitið með fyrirvara þar sem ég taldi annars vegar að setja ætti frekari heimildir til ráðherra, þótt ekki kæmi til að þær yrðu nokkru sinni notaðar, sem og að skylda ætti heilbrigðisráðherra til að bera mest íþyngjandi ákvarðanir sínar undir þingið til staðfestingar eins og þekkist í öðrum ríkjum. Af þessum sökum veit ég ekki hvað þú átt við þegar þú segir „alla hafa reiknað með að lögin væru sett til að hægt væri að skikka fólk í sóttvarnarhús“ því það var hvorki að finna í frumvarpi ráðherra, nefndaráliti velferðarnefndar né ræddi nokkur einasti þingmaður um það í þingsal. Hvaða „alla“ þú ert að tala um veit ég ekki, því þessi umræða átti sér ekki stað. Þegar þú talar svo um að hin þröngu skilgreining á sóttvarnarhúsi sé æðri almannahagsmunum, þá þarftu að hafa í huga að umrædd skilgreining er í lögunum eingöngu til skýringar á notkun sóttvarnarhús en myndi að mínu áliti ekki standast ein og sér sem lagaheimild fyrir stjórnvöld til að skylda fólk í sóttvarnarhús. Þegar um frelsissviptingu er að ræða, þ.e. þegar fólk fær ekki ráðið ferðum sínum og staðsetningu, verður að vera skýr lagaheimild til staðar og lítið mál að bæta slíkri heimild í upptalningu atriða sem fyrir eru í sóttvarnarlögum. Það var hins vegar ekki gert og á því ber héraðsdómari ekki ábyrgð. Kæri Kári. Við viljum standa saman að sóttvörnum og við viljum bæði fylgja sóttvarnarlækni en ég vil líka að ráðamenn þjóðarinnar, sem falið hefur verið að fara með framkvæmdavaldið, tryggi að fyrir öllum ákvörðunum sínum sé skýr lagastoð. Það er grundvallaratriði í réttarríki að valdhafar fari að leikreglum sem settar eru til varnar borgurum landsins. Það er enda hægðarleikur að bæta nauðsynlegum ákvæðum við sóttvarnarlögin ef vilji stendur enn til þess enda tel ég, án þess að hafa talið ígrundað í þingsal, meirihluta fyrir slíkri lagasetningu á Alþingi. Með þessum orðum vil ég hvetja þig til að íhuga hvort rétt sé að tala niður dómstóla landsins sem eingöngu hafa það lögbundna hlutverk að dæma eftir lögunum. Ég er ekki viss um að við aukum samstöðu meðal þjóðarinnar og hvet þig til að íhuga orð mín, sem sett eru fram, svo ég endurtaki, í fullri vinsemd og af virðingu um leið og ég þakka þér af öllu hjarta fyrir það starf sem þú og starfsfólk þitt hafið unnið í þágu þjóðarinnar undanfarið rúmt ár. Það er ómetanlegt. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar og formaður Velferðarnefndar Alþingis.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun