Frávísunarkröfu Zuism-bræðra hafnað Kjartan Kjartansson skrifar 9. apríl 2021 14:01 Einar Ágústsson við þingfestingu málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í desember. Hann var stjórnarmaður í Zuism en yngri bróðir hans Ágúst Arnar forstöðumaður. Vísir/Vilhelm Kröfu forsvarsmanna trúfélagsins Zuism um að ákæru á hendur þeim og félaginu yrði vísað frá var hafnað í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Mennirnir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Þeir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. „Fjármunum sem runnu til trúfélagsins frá ríkissjóði var í raun ekki varið til eða í þágu eiginlegrar trúariðkunar eða tengdrar starfsemi í skilningi þessara lagaskilyrða heldur með öðrum og óskyldum hætti og þar á meðal ráðstafað til eða í eigin þágu ákærðu, sem fóru einir með prófkúru trúfélagsins, ráðstöfun fiármuna þess og stjórn þess í reynd,“ segir í ákærunni. Auk bræðrannar er trúfélagið, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware í Bandaríkjunum ákærð í málinu. Héraðssaksóknari hefur krafist kyrrsetningar á flestum eignum Einars í tengslum við málið. Bæði Ágúst Arnar og Einar neituðu sök þegar málið gegn þeim var þingfest í desember. Greiðslur stöðvaðar vegna vafa um starfsemina Bræðurnir stofnuðu Zuism árið 2013 og hlaut félagið skráningu sem trúfélag árið 2014 þrátt fyrir að umsagnarnefnd dómsmálaráðuneytisins hefði lagst gegn því í tvígang. Lítil sem engin starfsemi fór þó fram í félaginu og þegar til stóð að sýslumaður afskráði það gaf sig fram hópur, ótengdur bræðrunum, sem tók yfir stjórn þess um skeið. Lofaði hópurinn að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Laðaði loforðið fleiri en þrjú þúsund manns að félaginu og varð Zuism þannig eitt fjölmennasta trúfélag landsins á tímabili. Þar með öðlaðist það rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Eftir átök um stjórn félagsins var Ágúst Arnar viðurkenndur forstöðumaður Zuism haustið 2017 og gerði hann loforð hópsins um endurgreiðslur sóknargjalda að sínu. Í ljós hefur þó komið að aðeins brot af þeim tugum milljóna króna sem Zuism fékk frá ríkinu fóru í endurgreiðslur til félagsmanna. Engin raunveruleg trúariðkun eða félagsstarf virðist nokkru sinni hafa farið fram á vegum Zuism. Vegna vafa um að raunveruleg starfsemi færi fram hjá Zuism ákvað sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum, að stöðva greiðslur sóknargjalda til félagsins í byrjun árs 2019. Engar greiðslur hafa verið inntar ef hendi til þess síðan. Ríkislögmaður hélt því fram að Zuism væri „málamyndafélagsskapur“ sem hefði þann tilgang að komast yfir fjármuni skattgreiðenda fyrir dómi þegar Zuism reyndi að hnekkja ákvörðun sýslumanns um að stöðva greiðslur til þess árið 2019. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfu Zuism í því máli. Zuism Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. 17. febrúar 2021 06:16 Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Í ákæru héraðssaksóknara eru bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir sakaðir um að hafa valdið íslenska ríkinu verulegri fjártjónshættu og fjártóni í reynd með því að styrkja og hagnýta sér ranga hugmynd embættismanna að trúfélagið Zuism uppfyllti skilyrði fyrir skráningu trúfélags. Á þeim forsendum hafi félagið fengið rúmlega 84,7 milljónir króna í sóknargjöld frá ríkinu. Þeir eru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. „Fjármunum sem runnu til trúfélagsins frá ríkissjóði var í raun ekki varið til eða í þágu eiginlegrar trúariðkunar eða tengdrar starfsemi í skilningi þessara lagaskilyrða heldur með öðrum og óskyldum hætti og þar á meðal ráðstafað til eða í eigin þágu ákærðu, sem fóru einir með prófkúru trúfélagsins, ráðstöfun fiármuna þess og stjórn þess í reynd,“ segir í ákærunni. Auk bræðrannar er trúfélagið, einkahlutafélagið EAF sem Einar er í forsvari fyrir og bandaríska skúffufélagið Threescore LLC í Delaware í Bandaríkjunum ákærð í málinu. Héraðssaksóknari hefur krafist kyrrsetningar á flestum eignum Einars í tengslum við málið. Bæði Ágúst Arnar og Einar neituðu sök þegar málið gegn þeim var þingfest í desember. Greiðslur stöðvaðar vegna vafa um starfsemina Bræðurnir stofnuðu Zuism árið 2013 og hlaut félagið skráningu sem trúfélag árið 2014 þrátt fyrir að umsagnarnefnd dómsmálaráðuneytisins hefði lagst gegn því í tvígang. Lítil sem engin starfsemi fór þó fram í félaginu og þegar til stóð að sýslumaður afskráði það gaf sig fram hópur, ótengdur bræðrunum, sem tók yfir stjórn þess um skeið. Lofaði hópurinn að endurgreiða félagsmönnum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Laðaði loforðið fleiri en þrjú þúsund manns að félaginu og varð Zuism þannig eitt fjölmennasta trúfélag landsins á tímabili. Þar með öðlaðist það rétt á tugum milljóna króna frá ríkinu í formi sóknargjalda. Eftir átök um stjórn félagsins var Ágúst Arnar viðurkenndur forstöðumaður Zuism haustið 2017 og gerði hann loforð hópsins um endurgreiðslur sóknargjalda að sínu. Í ljós hefur þó komið að aðeins brot af þeim tugum milljóna króna sem Zuism fékk frá ríkinu fóru í endurgreiðslur til félagsmanna. Engin raunveruleg trúariðkun eða félagsstarf virðist nokkru sinni hafa farið fram á vegum Zuism. Vegna vafa um að raunveruleg starfsemi færi fram hjá Zuism ákvað sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra, sem hefur eftirlit með skráðum trú- og lífsskoðunarfélögum, að stöðva greiðslur sóknargjalda til félagsins í byrjun árs 2019. Engar greiðslur hafa verið inntar ef hendi til þess síðan. Ríkislögmaður hélt því fram að Zuism væri „málamyndafélagsskapur“ sem hefði þann tilgang að komast yfir fjármuni skattgreiðenda fyrir dómi þegar Zuism reyndi að hnekkja ákvörðun sýslumanns um að stöðva greiðslur til þess árið 2019. Héraðsdómur sýknaði ríkið af kröfu Zuism í því máli.
Zuism Dómsmál Efnahagsbrot Tengdar fréttir Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. 17. febrúar 2021 06:16 Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01 Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Sjá meira
Saksóknari fann fleiri milljónir Zuism-bræðra í Bandaríkjunum Héraðssaksóknari hefur gert þá kröfu að fleiri eignir Einars Ágústssonar, annars fyrirsvarsmanna trúfélagsins Zuism, verði gerðar upptækar. Um er að ræða allar eignir Einars á reikningum hjá breska verðbréfafyrirtækinu Interactive Brokers í London. Um er að ræða samanlagt rúmlega 16 þúsund dollara eða andvirði rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna. 17. febrúar 2021 06:16
Zuism nýtti sér þekkta veikleika á lögum um trúfélög Ríkislögreglustjóri varaði við því að ófullnægjandi lög um trú- og lífsskoðunarfélög sköpuðu hættu á að þau væru misnotuð í þágu brotastarfsemi meira en ári áður en stjórnendur Zuism voru ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. 21. desember 2020 09:01
Zuism endurgreiddi innan við 5% sóknargjalda og lánaði tengdum aðilum milljónir Í ársreikningi fyrir árið 2017 sem forstöðumaður Zuism skrifaði undir kemur fram að félagið hafi lánað tengdum aðilum níu milljónir króna. 16. janúar 2020 09:15