Læknir gerist lagaspekingur Helgi Áss Grétarsson skrifar 12. apríl 2021 08:01 Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði. Hvað felst í sóttkví? Í byrjun febrúar sl. var sóttvarnarlögum breytt með lögum nr. 2/2021, þar sem m.a. hugtökin sóttkví og sóttvarnarhús voru skilgreind. Aðalatriði skilgreiningarinnar á sóttkví er að hún er takmörkun á athafnafrelsi einstaklings sem grunur leikur á að hafa verið útsettur fyrir smiti en er ekki veikur. Jafnframt er það hugtaksatriði að sá sem sætir sóttkví tryggi slíkan aðskilnað frá öðru fólki að komið sé í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu farsóttasýkingar. Af sóttkvíarhugtakinu leiðir ekki sjálfkrafa heimild til handa yfirvöldum að skerða athafnafrelsi einstaklings þannig að viðkomandi þurfi að sæta sóttkví annars staðar en á samastað sínum hér á landi. Sem dæmi, maður sem er búsettur á Súðavík, og er þar staddur þegar viðkomandi er gert skylt að sæta sóttkví, þarf ekki að þola það að yfirvöld flytji hann til Grímseyjar til að hann taki út sóttkvínna þar. Til þess verður einnig að líta að skýra ber sóttkvíarhugtakið í samhengi við önnur ákvæði sóttvarnarlaga, sbr. t.d. d-lið 9. gr. laga nr. 2/2021, sem efnislega segir m.a. að við beitingu sóttvarnarráðstafana skuli gæta meðalhófs og taka tillit til hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Sóttvarnarhús og tengsl þess við sóttkví Hýsa ber einstaklinga í sóttvarnarhúsi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eitt skilyrði er óundanþægt, nefnilega að grunur sé uppi um að einstaklingar séu smitaðir af farsótt eða staðfest er að svo sé. Fleiri skilyrði þurfa að vera uppfyllt, nefnilega að einstaklingar sem hýstir eru í sóttvarnarhúsi, eigi ekki samastað á Íslandi eða geti ekki af öðrum sökum eða vilji ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Þegar lesnar eru saman skilgreiningar á sóttkví og sóttvarnarhúsi er auðsætt að einstaklingur, sem hefur samastað hér á landi, og vill og getur sætt sóttkví í húsnæði á eigin vegum, getur ekki verið þvingaður til að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Þessi ályktun styðst einnig við þá staðreynd að ekkert í lögskýringargögnum gefur til kynna að tilgangurinn með setningu áðurnefndra laga nr. 2/2021 hafi verið að veita yfirvöldum slíka heimild. Prófraunin fyrir héraðsdómi Ástæða þess læknirinn Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi eru nýlegir úrskurðir héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sóttvarnaryfirvöld gætu ekki þvingað þá, sem kæmu til Íslands frá ákveðnum áhættulöndum, að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi þegar viðkomandi farþegar sýndu fram á að þeir hefðu samastað hér á landi og vildu taka út sóttkvínna þar. Að mati Kára, sóttvarnaryfirvalda og jafnvel margra annarra, er talið nauðsynlegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á til að ná betri stjórn á Covid-19 faraldrinum. Það mat kann að vera rétt. Vandinn er hins vegar sá að fyrirkomulag af þessu tagi þarf að styðjast við ákvæði í lögum en ekki eingöngu vera reist á fyrirmælum frá stjórnvöldum. Ef niðurstaða héraðsdóms hefði orðið önnur, hefði í raun og veru verið fallist á að stjórnvöld gætu svipt einstaklinga frelsi án lagaheimildar. Sem betur stóðst réttarkerfið þessa prófraun og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sönnuðu gildi sitt. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Læknirinn Kári Stefánsson hefur afrekað margt um ævina og eru margir honum þakklátir fyrir framlag hans í baráttunni við Covid-19 faraldurinn hér á landi. Á hinn bóginn er Kári ekki lagaspekingur og skýringar hans á tilteknum atriðum sóttvarnarlaga nr. 19/1997, sem settar voru fram í grein hans á visir.is, 10. apríl sl., báru þess vitni. Þörf er á að fjalla nánar um þessi lagaatriði. Hvað felst í sóttkví? Í byrjun febrúar sl. var sóttvarnarlögum breytt með lögum nr. 2/2021, þar sem m.a. hugtökin sóttkví og sóttvarnarhús voru skilgreind. Aðalatriði skilgreiningarinnar á sóttkví er að hún er takmörkun á athafnafrelsi einstaklings sem grunur leikur á að hafa verið útsettur fyrir smiti en er ekki veikur. Jafnframt er það hugtaksatriði að sá sem sætir sóttkví tryggi slíkan aðskilnað frá öðru fólki að komið sé í veg fyrir hugsanlega útbreiðslu farsóttasýkingar. Af sóttkvíarhugtakinu leiðir ekki sjálfkrafa heimild til handa yfirvöldum að skerða athafnafrelsi einstaklings þannig að viðkomandi þurfi að sæta sóttkví annars staðar en á samastað sínum hér á landi. Sem dæmi, maður sem er búsettur á Súðavík, og er þar staddur þegar viðkomandi er gert skylt að sæta sóttkví, þarf ekki að þola það að yfirvöld flytji hann til Grímseyjar til að hann taki út sóttkvínna þar. Til þess verður einnig að líta að skýra ber sóttkvíarhugtakið í samhengi við önnur ákvæði sóttvarnarlaga, sbr. t.d. d-lið 9. gr. laga nr. 2/2021, sem efnislega segir m.a. að við beitingu sóttvarnarráðstafana skuli gæta meðalhófs og taka tillit til hagsmuna sem njóta verndar stjórnarskrár og mannréttindasamninga sem Ísland er aðili að. Sóttvarnarhús og tengsl þess við sóttkví Hýsa ber einstaklinga í sóttvarnarhúsi að tilteknum skilyrðum uppfylltum. Eitt skilyrði er óundanþægt, nefnilega að grunur sé uppi um að einstaklingar séu smitaðir af farsótt eða staðfest er að svo sé. Fleiri skilyrði þurfa að vera uppfyllt, nefnilega að einstaklingar sem hýstir eru í sóttvarnarhúsi, eigi ekki samastað á Íslandi eða geti ekki af öðrum sökum eða vilji ekki einangra sig í húsnæði á eigin vegum. Þegar lesnar eru saman skilgreiningar á sóttkví og sóttvarnarhúsi er auðsætt að einstaklingur, sem hefur samastað hér á landi, og vill og getur sætt sóttkví í húsnæði á eigin vegum, getur ekki verið þvingaður til að taka út sóttkví í sóttvarnarhúsi. Þessi ályktun styðst einnig við þá staðreynd að ekkert í lögskýringargögnum gefur til kynna að tilgangurinn með setningu áðurnefndra laga nr. 2/2021 hafi verið að veita yfirvöldum slíka heimild. Prófraunin fyrir héraðsdómi Ástæða þess læknirinn Kári hefur síðustu daga gerst lagaskýrandi á opinberum vettvangi eru nýlegir úrskurðir héraðsdóms Reykjavíkur þar sem komist var að þeirri niðurstöðu að sóttvarnaryfirvöld gætu ekki þvingað þá, sem kæmu til Íslands frá ákveðnum áhættulöndum, að sæta sóttkví í sóttvarnarhúsi þegar viðkomandi farþegar sýndu fram á að þeir hefðu samastað hér á landi og vildu taka út sóttkvínna þar. Að mati Kára, sóttvarnaryfirvalda og jafnvel margra annarra, er talið nauðsynlegt að slíku fyrirkomulagi sé komið á til að ná betri stjórn á Covid-19 faraldrinum. Það mat kann að vera rétt. Vandinn er hins vegar sá að fyrirkomulag af þessu tagi þarf að styðjast við ákvæði í lögum en ekki eingöngu vera reist á fyrirmælum frá stjórnvöldum. Ef niðurstaða héraðsdóms hefði orðið önnur, hefði í raun og veru verið fallist á að stjórnvöld gætu svipt einstaklinga frelsi án lagaheimildar. Sem betur stóðst réttarkerfið þessa prófraun og grundvallarreglur stjórnskipunarinnar sönnuðu gildi sitt. Höfundur er lögfræðingur.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun