Íslendingur handtekinn á Spáni vegna meints barnaníðs Kjartan Kjartansson skrifar 13. apríl 2021 11:08 Maðurinn var handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins (guardia civil). Myndin er úr safni og tengist efni fréttarinnar ekki. Vísir/EPA Spænska lögreglan handtók íslenskan karlmann á sextugsaldri sem er grunaður um kynferðisbrot gegn átta börnum undri lögaldri í bænum Torre Pacheco í Murcia-héraði á suðaustanverðum Spáni. Maðurinn er sagður hafa tælt börnin og boðið þeim verðmæti. Sagt er frá málinu í héraðsblaðinu La Verdad í dag. Maðurinn, sem er sagður 59 ára gamall, hafi verið handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins. Hann er sagður sitja í fangelsi og hafa hlotið dóma á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómarnir nái allt aftur til ársins 1988. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Rannsókn á manninum, sem er sagður hafa búið í Torre Pacheco frá síðasta sumri, hófst eftir að foreldrar barnanna tilkynntu lögreglu um að hann kunni að hafa misnotað þau kynferðislega. Þegar maðurinn var handtekinn fannst klám- og barnaníðsefni á fartölvu hans og snjallsíma. Maðurinn er sagður hafa vingast við börnin, unnið sér traust þeirra og boðið þeim litla fjárhagslega greiða í skiptum við kynferðislegar athafnir. Spænska þjóðvarðliðið er sagt vinna með alþjóðalögreglunni Interpol að því að kanna hvort að maðurinn sé ákærður annars staðar. Vitað sé að hann hafi búið í nokkrum löndum Rómönsku-Ameríku undanfarin ár. Þetta er í annað skipti á innan við hálfu ári sem Íslendingur er handtekinn á Spáni í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Íslenskur karlmaður á flótta var handtekinn í október en sá hafði hlotið tólf ára fangelsisdóm í Danmörku fyrir að brjóta kynferðislega gegn á dóttur sinni. Spánn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Sagt er frá málinu í héraðsblaðinu La Verdad í dag. Maðurinn, sem er sagður 59 ára gamall, hafi verið handtekinn í aðgerð spænska þjóðvarðliðsins. Hann er sagður sitja í fangelsi og hafa hlotið dóma á Íslandi fyrir kynferðisbrot gegn börnum. Dómarnir nái allt aftur til ársins 1988. Þá hafi hann verið dæmdur fyrir kynferðisbrot gegn fjórum börnum. Rannsókn á manninum, sem er sagður hafa búið í Torre Pacheco frá síðasta sumri, hófst eftir að foreldrar barnanna tilkynntu lögreglu um að hann kunni að hafa misnotað þau kynferðislega. Þegar maðurinn var handtekinn fannst klám- og barnaníðsefni á fartölvu hans og snjallsíma. Maðurinn er sagður hafa vingast við börnin, unnið sér traust þeirra og boðið þeim litla fjárhagslega greiða í skiptum við kynferðislegar athafnir. Spænska þjóðvarðliðið er sagt vinna með alþjóðalögreglunni Interpol að því að kanna hvort að maðurinn sé ákærður annars staðar. Vitað sé að hann hafi búið í nokkrum löndum Rómönsku-Ameríku undanfarin ár. Þetta er í annað skipti á innan við hálfu ári sem Íslendingur er handtekinn á Spáni í tengslum við kynferðisbrot gegn börnum. Íslenskur karlmaður á flótta var handtekinn í október en sá hafði hlotið tólf ára fangelsisdóm í Danmörku fyrir að brjóta kynferðislega gegn á dóttur sinni.
Spánn Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Íslendingar erlendis Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira