Fjármálaráðherra segir ASÍ stoppa það af að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað! Vilhjálmur Birgisson skrifar 14. apríl 2021 12:30 Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. En í einu af andsvörum sagði Bjarni Benediksson fjármálaráðherra að hann persónulega væri sammála því að launafólk hefði val um að setja 3,5% af 15,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað. Hann sagði hátt og skýrt að hann hefði ekkert á móti því. Það kom einnig fram í andsvari hjá fjármálaráðherra að í fyrstu hafi það einnig verið hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að launafólk hefði frjálst val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað. Síðan sagði fjármálaráðherra með miklum þunga að það væri Alþýðusamband Íslands sem vildi það alls ekki og sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að launafólk fái ekki þetta val. Að hugsa sér að þegar iðgjaldið var hækkað um 3,5% árið 2016 vildu Samtök atvinnulífsins að launafólk hefði val um að setja þessa viðbót iðgjaldsins í frjálsan viðbótarsparnað. Rétt hjá fjármálaráðherra En það er Alþýðusamband Íslands sem hefur komið í veg fyrir að launafólk hafi þetta val og ég veit að þetta er rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir að ASÍ sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að þetta fari helst allt í samtrygginguna eða með takmörkunum í einhverja tilgreinda séreign. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að þegar ég var fyrsti varaforseti ASÍ þá var ég að berjast fyrir því að launafólk hefði þetta frjálsa val. Enda tel ég að það að sé vilji hjá stórum hluta félagsmanna ASÍ að hafa slíkt val um ráðstöfun á sínum lífeyri. Það liggur hins vegar fyrir að lítill hópur innan ASÍ hefur alltaf viljað að þetta fari allt í samtrygginguna. En hvernig væri að spyrja launafólk um hvort það vilji hafa val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað og ég ítreka það að ég tel gríðarlegan stuðning hjá almennu launafólki við að hafa slíkt val. Ég veit alla vega ekki um neinn launamann sem stekkur hæð sína yfir því að hafa ekki val um hvernig hann ráðstafar sínum lífeyrisréttindum. Það hefur verið ákall frá almenningi um að einfalda lífeyriskerfið, ætlar einhver að halda því fram að verið sé að einfalda lífeyriskerfið með þessari lagasetningu? Nei, það er alls ekki verið að gera það enda kallar þessi breyting á enn meira flækjustig þar sem verið er að búa nýjan bastarð sem heitir tilgreind séreign. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að allt framlagið renni óáreitt inní samtrygginguna, en ef vilji sjóðfélaga sé til að nýta sér úrræðið um tilgreinda séreign skuli hann óska eftir slíkri ráðstöfun við þann lífeyrissjóð sem tekur við iðgjaldi hans til öflunar lífeyrisréttinda í sameign. Fyrir hvern er Alþýðusamband Íslands að vinna? Nú liggur fyrir að bæði fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins hafa ekkert á móti því að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað, nei það er ASÍ sem stoppar málið af! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vilhjálmur Birgisson Neytendur Lífeyrissjóðir Fjármál heimilisins Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég hlustaði vel og rækilega á umræður á Alþingi í gær þar sem breytingar á lágmarksiðgjaldi í lífeyrissjóði voru til umræðu. Það kom margt afar forvitnilegt fram í máli fjármálaráðherra sem talaði fyrir frumvarpinu. En í einu af andsvörum sagði Bjarni Benediksson fjármálaráðherra að hann persónulega væri sammála því að launafólk hefði val um að setja 3,5% af 15,5% iðgjaldi í frjálsan viðbótarsparnað. Hann sagði hátt og skýrt að hann hefði ekkert á móti því. Það kom einnig fram í andsvari hjá fjármálaráðherra að í fyrstu hafi það einnig verið hugmyndir Samtaka atvinnulífsins að launafólk hefði frjálst val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað. Síðan sagði fjármálaráðherra með miklum þunga að það væri Alþýðusamband Íslands sem vildi það alls ekki og sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að launafólk fái ekki þetta val. Að hugsa sér að þegar iðgjaldið var hækkað um 3,5% árið 2016 vildu Samtök atvinnulífsins að launafólk hefði val um að setja þessa viðbót iðgjaldsins í frjálsan viðbótarsparnað. Rétt hjá fjármálaráðherra En það er Alþýðusamband Íslands sem hefur komið í veg fyrir að launafólk hafi þetta val og ég veit að þetta er rétt hjá fjármálaráðherra þegar hann segir að ASÍ sé búið að leggja á sig margra ára vinnu við að þetta fari helst allt í samtrygginguna eða með takmörkunum í einhverja tilgreinda séreign. Af hverju segi ég það? Jú, vegna þess að þegar ég var fyrsti varaforseti ASÍ þá var ég að berjast fyrir því að launafólk hefði þetta frjálsa val. Enda tel ég að það að sé vilji hjá stórum hluta félagsmanna ASÍ að hafa slíkt val um ráðstöfun á sínum lífeyri. Það liggur hins vegar fyrir að lítill hópur innan ASÍ hefur alltaf viljað að þetta fari allt í samtrygginguna. En hvernig væri að spyrja launafólk um hvort það vilji hafa val um að setja 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað og ég ítreka það að ég tel gríðarlegan stuðning hjá almennu launafólki við að hafa slíkt val. Ég veit alla vega ekki um neinn launamann sem stekkur hæð sína yfir því að hafa ekki val um hvernig hann ráðstafar sínum lífeyrisréttindum. Það hefur verið ákall frá almenningi um að einfalda lífeyriskerfið, ætlar einhver að halda því fram að verið sé að einfalda lífeyriskerfið með þessari lagasetningu? Nei, það er alls ekki verið að gera það enda kallar þessi breyting á enn meira flækjustig þar sem verið er að búa nýjan bastarð sem heitir tilgreind séreign. Það er gert ráð fyrir því í frumvarpinu að allt framlagið renni óáreitt inní samtrygginguna, en ef vilji sjóðfélaga sé til að nýta sér úrræðið um tilgreinda séreign skuli hann óska eftir slíkri ráðstöfun við þann lífeyrissjóð sem tekur við iðgjaldi hans til öflunar lífeyrisréttinda í sameign. Fyrir hvern er Alþýðusamband Íslands að vinna? Nú liggur fyrir að bæði fjármálaráðherra og Samtök atvinnulífsins hafa ekkert á móti því að launafólk fái val um að ráðstafa 3,5% í frjálsan viðbótarsparnað, nei það er ASÍ sem stoppar málið af! Höfundur er formaður Verkalýðsfélags Akraness.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun