Íhuga að kæra HSÍ og Stjörnuna og segja kostnaðinn nálgast milljón króna Sindri Sverrisson skrifar 16. apríl 2021 10:01 KA/Þór er á toppi Olís-deildarinnar og getur orðið deildarmeistari í fyrsta sinn. vísir/hulda „Mér þykir líklegt að við leitum áfram réttar okkar eftir þeim leiðum sem eru í boði,“ segir Sævar Pétursson, framkvæmdastjóri KA. Hann telur afar ólíklegt að leikur KA/Þórs og Stjörnunnar í Olís-deild kvenna verði leikinn á ný í þessum mánuði. Stjarnan kærði úrslit leiks liðanna í febrúar eftir að í ljós kom að eitt marka KA/Þórs hafði verið oftalið í fyrri hálfleik. Liðin skoruðu 26 mörk hvort en mistök á ritaraborði, sem dómarar leiksins áttuðu sig ekki á, urðu til þess að KA/Þór var í fyrstu skráð með sigur, 27-26. Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær úrskurð sinn þess efnis að liðin skyldu mætast að nýju, í venjulegum 60 mínútna leik þrátt fyrir að mistökin hafi orðið í stöðunni 17-12 fyrir KA/Þór. Sævar segir kostnað KA/Þórs vegna málsins farinn að slaga upp í eina milljón króna nú þegar skikka eigi Akureyringa til að ferðast aftur í Garðabæinn. Málinu sé hins vegar síður en svo lokið. Leikurinn hefur afar mikla þýðingu en KA/Þór á möguleika á að verða deildarmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Liðið er efst þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Olís-deildinni en aðeins stigi á undan Fram og mætast liðin í lokaumferðinni. Ákveðið hefur verið að næstsíðasta umferð fari fram 1. maí og lokaumferðin 8. maí. Telur engar líkur á að leikurinn fari fram áður en deildakeppni á að ljúka Sævar segir HSÍ vilja að leikurinn fari fram 27. eða 28. apríl en telur mjög litlar líkur á að af því verði. Því er mikil óvissa um lok Olís-deildar kvenna og úrslitakeppnina. „Ég tel engar líkur á því að þessi leikur verði spilaður fyrir 1. maí, þegar næstsíðasta umferðin á að fara fram í deildinni. Ég held að málinu verði ekki lokið fyrir þann tíma, ef að við förum með það til ÍSÍ eða fyrir almenna dómstóla. Á meðan að málið er í ferli í íþróttahreyfingunni á ég ekki von á því að leikurinn verði spilaður,“ segir Sævar. Áfrýjunardómstóll ÍSÍ eða almennir dómstólar Vísir ræddi við Sævar í gær og sagði hann Akureyringa þá enn vera að átta sig á dómnum og þýðingu hans. Nú sé til skoðunar að fara með málið til áfrýjunardómstóls Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, eða jafnvel fyrir almenna dómstóla: „Við erum að meta hvar við stöndum varðandi að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ. Svo er ekkert launungarmál að við höfum aðeins skoðað að fara með málið fyrir almenna dómstóla, því við verðum fyrir kostnaði sem við teljum algjörlega út í hött. Áfrýjunardómstóll HSÍ skuldbindur okkur nefnilega til að mæta á okkar eigin kostnað í endurtekinn leik, þó að við eigum enga sök að máli. Við berum enga ábyrgð en fáum allan kostnaðinn dæmdan á okkur,“ segir Sævar. Sævar segir að hugsanlegri kæru yrði beint til bæði Stjörnunnar og HSÍ. „Við viljum skoða hvort að það hafi skapast skaðabótaskylda með því hvernig staðið hefur verið að öllu þessu máli, bæði varðandi framkvæmd leiksins og svo á fyrra stigi áfrýjunardómstóls þegar við vorum ekki boðuð,“ segir Sævar. KA/Þór var ekki upplýst með fullnægjandi hætti um að málinu hefði verið áfrýjað, eftir að dómstóll HSÍ hafði í fyrstu vísað málinu frá, og var málið því tekið fyrir tvisvar hjá áfrýjunardómstóli. Kostnaðurinn slagar upp í eina milljón króna Sævar segir HSÍ ekki hafa boðist til að greiða kostnað KA/Þórs við annað ferðalag til Garðabæjar, ferðalag sem Akureyringar hafa auk þess engan áhuga á að fara í. „Nei. Það var ein af kröfum okkar að dómstóllinn myndi úrskurða um hvar kostnaðurinn við málið félli og niðurstaðan var sú að hann skyldi niður falla en að við skyldum mæta í leikinn upp á nýtt, frá Akureyri í Garðabæ. Dómstóllinn taldi sig ekki hafa heimild til að úrskurða um hvort að HSÍ eða Stjarnan ætti að taka þátt í kostnaði við það. Niðurstaða hans er að okkur beri að mæta í leikinn með öllum þeim kostnaði sem því fylgir fyrir okkur. Ferðakostnaðurinn einn og sér, það má áætla að hann sé á milli 200-300 þúsund krónur. Þetta mál hefur hingað til, með lögfræðikostnaði og öðru, kostað okkur á bilinu 800 þúsund upp í eina milljón. Við höfum til að mynda þurft að vera með lögfræðinga í dómsal í Reykjavík, okkur var ekki gert kleift að verjast héðan frá Akureyri. Við urðum að ráða okkur lögfræðinga í Reykjavík til að koma við okkar vörnum og það kostar sitt. Niðurstaðan er sú að sá kostnaður fellur á okkur sem og kostnaður við að spila leikinn upp á nýtt. Og að okkar mati er málið ekki búið ennþá,“ segir Sævar. Spurning hvaða fordæmi þetta gefur Akureyringar sendu frá sér kjarnyrta yfirlýsingu í gær þar sem þeir gerðu grein fyrir sínu máli. Sævar óttast mjög fordæmið sem dómurinn gefur. „Það sem okkur finnst standa upp úr í þessum dómi er að áfrýjunardómstóllinn telji sig hafa þetta vald til að endurmeta ákvarðanir varðandi leikinn eða framkvæmd leiksins. Þetta höfum við ekki séð áður og það er spurning hvaða fordæmi þetta gefur fyrir leikinn sem við erum að spila. Ef að einhverjar ákvarðanir í leiknum eru andstætt leikreglum eða því hvernig framkvæmd leiksins á að vera, er þá alltaf hægt að breyta úrslitum í leikjum, sama hvernig þeir fara? Þarna er verið að gefa fordæmi fyrir því. Auk þess er það ekki svo í þessum dómi eins og þekkst hefur, þegar dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að mistök hafi orðið við framkvæmd leiks, að leikur sé hafinn frá þeim tímapunkti þegar mistökin voru gerð. Þess í stað á að endurtaka leikinn. Við höfum dæmi frá því þegar FH var í Evrópukeppni og þurfti að fara sérferð til að spila vítakastkeppni. Þá var ekki úrskurðað um það að allur leikurinn þyrfti að fara fram að nýju. Við vitum að mistökin í þessum leik KA/Þórs og Stjörnunnar voru gerð í stöðunni 17-12.“ KA Þór Akureyri Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira
Stjarnan kærði úrslit leiks liðanna í febrúar eftir að í ljós kom að eitt marka KA/Þórs hafði verið oftalið í fyrri hálfleik. Liðin skoruðu 26 mörk hvort en mistök á ritaraborði, sem dómarar leiksins áttuðu sig ekki á, urðu til þess að KA/Þór var í fyrstu skráð með sigur, 27-26. Áfrýjunardómstóll HSÍ birti í gær úrskurð sinn þess efnis að liðin skyldu mætast að nýju, í venjulegum 60 mínútna leik þrátt fyrir að mistökin hafi orðið í stöðunni 17-12 fyrir KA/Þór. Sævar segir kostnað KA/Þórs vegna málsins farinn að slaga upp í eina milljón króna nú þegar skikka eigi Akureyringa til að ferðast aftur í Garðabæinn. Málinu sé hins vegar síður en svo lokið. Leikurinn hefur afar mikla þýðingu en KA/Þór á möguleika á að verða deildarmeistari í handbolta í fyrsta sinn. Liðið er efst þegar aðeins tvær umferðir eru eftir af Olís-deildinni en aðeins stigi á undan Fram og mætast liðin í lokaumferðinni. Ákveðið hefur verið að næstsíðasta umferð fari fram 1. maí og lokaumferðin 8. maí. Telur engar líkur á að leikurinn fari fram áður en deildakeppni á að ljúka Sævar segir HSÍ vilja að leikurinn fari fram 27. eða 28. apríl en telur mjög litlar líkur á að af því verði. Því er mikil óvissa um lok Olís-deildar kvenna og úrslitakeppnina. „Ég tel engar líkur á því að þessi leikur verði spilaður fyrir 1. maí, þegar næstsíðasta umferðin á að fara fram í deildinni. Ég held að málinu verði ekki lokið fyrir þann tíma, ef að við förum með það til ÍSÍ eða fyrir almenna dómstóla. Á meðan að málið er í ferli í íþróttahreyfingunni á ég ekki von á því að leikurinn verði spilaður,“ segir Sævar. Áfrýjunardómstóll ÍSÍ eða almennir dómstólar Vísir ræddi við Sævar í gær og sagði hann Akureyringa þá enn vera að átta sig á dómnum og þýðingu hans. Nú sé til skoðunar að fara með málið til áfrýjunardómstóls Íþrótta- og ólympíusambands Íslands, eða jafnvel fyrir almenna dómstóla: „Við erum að meta hvar við stöndum varðandi að fara með málið fyrir áfrýjunardómstól ÍSÍ. Svo er ekkert launungarmál að við höfum aðeins skoðað að fara með málið fyrir almenna dómstóla, því við verðum fyrir kostnaði sem við teljum algjörlega út í hött. Áfrýjunardómstóll HSÍ skuldbindur okkur nefnilega til að mæta á okkar eigin kostnað í endurtekinn leik, þó að við eigum enga sök að máli. Við berum enga ábyrgð en fáum allan kostnaðinn dæmdan á okkur,“ segir Sævar. Sævar segir að hugsanlegri kæru yrði beint til bæði Stjörnunnar og HSÍ. „Við viljum skoða hvort að það hafi skapast skaðabótaskylda með því hvernig staðið hefur verið að öllu þessu máli, bæði varðandi framkvæmd leiksins og svo á fyrra stigi áfrýjunardómstóls þegar við vorum ekki boðuð,“ segir Sævar. KA/Þór var ekki upplýst með fullnægjandi hætti um að málinu hefði verið áfrýjað, eftir að dómstóll HSÍ hafði í fyrstu vísað málinu frá, og var málið því tekið fyrir tvisvar hjá áfrýjunardómstóli. Kostnaðurinn slagar upp í eina milljón króna Sævar segir HSÍ ekki hafa boðist til að greiða kostnað KA/Þórs við annað ferðalag til Garðabæjar, ferðalag sem Akureyringar hafa auk þess engan áhuga á að fara í. „Nei. Það var ein af kröfum okkar að dómstóllinn myndi úrskurða um hvar kostnaðurinn við málið félli og niðurstaðan var sú að hann skyldi niður falla en að við skyldum mæta í leikinn upp á nýtt, frá Akureyri í Garðabæ. Dómstóllinn taldi sig ekki hafa heimild til að úrskurða um hvort að HSÍ eða Stjarnan ætti að taka þátt í kostnaði við það. Niðurstaða hans er að okkur beri að mæta í leikinn með öllum þeim kostnaði sem því fylgir fyrir okkur. Ferðakostnaðurinn einn og sér, það má áætla að hann sé á milli 200-300 þúsund krónur. Þetta mál hefur hingað til, með lögfræðikostnaði og öðru, kostað okkur á bilinu 800 þúsund upp í eina milljón. Við höfum til að mynda þurft að vera með lögfræðinga í dómsal í Reykjavík, okkur var ekki gert kleift að verjast héðan frá Akureyri. Við urðum að ráða okkur lögfræðinga í Reykjavík til að koma við okkar vörnum og það kostar sitt. Niðurstaðan er sú að sá kostnaður fellur á okkur sem og kostnaður við að spila leikinn upp á nýtt. Og að okkar mati er málið ekki búið ennþá,“ segir Sævar. Spurning hvaða fordæmi þetta gefur Akureyringar sendu frá sér kjarnyrta yfirlýsingu í gær þar sem þeir gerðu grein fyrir sínu máli. Sævar óttast mjög fordæmið sem dómurinn gefur. „Það sem okkur finnst standa upp úr í þessum dómi er að áfrýjunardómstóllinn telji sig hafa þetta vald til að endurmeta ákvarðanir varðandi leikinn eða framkvæmd leiksins. Þetta höfum við ekki séð áður og það er spurning hvaða fordæmi þetta gefur fyrir leikinn sem við erum að spila. Ef að einhverjar ákvarðanir í leiknum eru andstætt leikreglum eða því hvernig framkvæmd leiksins á að vera, er þá alltaf hægt að breyta úrslitum í leikjum, sama hvernig þeir fara? Þarna er verið að gefa fordæmi fyrir því. Auk þess er það ekki svo í þessum dómi eins og þekkst hefur, þegar dómstóll hefur komist að þeirri niðurstöðu að mistök hafi orðið við framkvæmd leiks, að leikur sé hafinn frá þeim tímapunkti þegar mistökin voru gerð. Þess í stað á að endurtaka leikinn. Við höfum dæmi frá því þegar FH var í Evrópukeppni og þurfti að fara sérferð til að spila vítakastkeppni. Þá var ekki úrskurðað um það að allur leikurinn þyrfti að fara fram að nýju. Við vitum að mistökin í þessum leik KA/Þórs og Stjörnunnar voru gerð í stöðunni 17-12.“
KA Þór Akureyri Olís-deild kvenna Stjarnan Mest lesið Átján ára vonarstjarna pílukastsins dæmd í átta ára bann Sport Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Handbolti Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Handbolti Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Formúla 1 Ómar Ingi ekki með á HM Handbolti Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Handbolti Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ Handbolti Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Handbolti Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Handbolti Grínaðist með 115 ákærur City: „Ég endurtek, þetta var grín“ Enski boltinn Fleiri fréttir Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Hugsaði lítið og stressaði sig minna Þýsk kona fylgt Íslandi um allt: „Stálu hjarta mínu“ Skýrsla Vals: Söguleg snilld Ómar borinn af velli og HM gæti verið í hættu „Skiptir okkur ofboðslega miklu máli að komast í þessa leiki“ Sjá meira